Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2015 10:51 Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins. Alþingi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins.
Alþingi Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira