Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 9. apríl 2015 15:19 Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem stefnir í að verði lokað, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur „Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag í tilefni þess að á næstu dögum hefjast framkvæmdir á Hlíðarenda sem leiða munu til lokunar einnar af flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er hvatt til þess að brugðist verði „..við því kverkataki, sem borgin virðist hafa tekið ríkisvaldið í þessu máli. Það er vitanlega verkefni Alþingis og ríkisstjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virðist stafa af því að sveitarfélag telur sig geta boðið almannahagsmunum birginn í krafti skipulagsheimildar þess,“ segir í bréfinu. Ennþá sé tími til að koma í veg fyrir þennan ljóta leik. Bréfið er í heild sinni svohljóðandi:„Ágætu Alþingismenn og innanríkisráðherra. Efni: Reykjavíkurflugvöllur. Hjartað í Vatnsmýri vekur athygli ykkar allra á því, að á næstu dögum er áformað að Valsmenn hefji framkvæmdir við norðurenda NA/SV brautar Reykjavíkurflugvallar, svokallaðrar neyðarbrautar. Sú framkvæmd, sem er dyggilega studd af meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er fyrsta skrefið að lokun Reykjavíkurflugvallar. Allt tal um að þetta sé einungis framkvæmdavegur og þess háttar er einungis til að reyna að slá ryki í augu fólks. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um, að lokun þessarar brautar er reiðarslag fyrir flugöryggi Reykjavíkurflugvallar, en meirihlutinn lætur það sig engu varða, þar sem byggingarhagsmunir Valsmanna virðast skipta þá meira máli.73% Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, 82% landsmanna vilja hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er fullljóst að þeir fara gegn þessum mikla meirihluta landsmanna og Reykvíkinga þegar þeir heimila Valsmönnum að hefja framkvæmdir við að loka Reykjavíkurflugvelli. Reykjavík hefur að minnsta kosti til skamms tíma verið álitin höfuðborg allra landsmanna. Um 70.000 eða 28% kosningabærra Íslendinga skrifuðu undir áskorun til Reykjavíkurborgar og Alþingis um að hafa völlinn á sínum stað. Það virðist engin áhrif hafa á Reykjavíkurborg.Grasrótarsamtökin Hjartað í Vatnsmýri hafa gert allt sem þeim er unnt til að hafa áhrif á ákvarðanir í þessu efni. Hver einasti aðili, sem kemur að flugmálum á Íslandi með einhverjum hætti virðist sama sinnis og mikill meirihluti landsmanna, en allt kemur fyrir ekki. Reykjavíkurborg beitir skipulagi borgarinnar fyrir sig og þurrkar flugvöllinn út af skipulagi borgarinnar og heldur ótrauð áfram að þessari niðurrifsstarfsemi með dyggum stuðningi byggingarhagsmuna Valsmanna.Með því að loka Reykjavíkurflugvelli og jafnvel aðeins þessari einu braut til að byrja með er stórlega vegið að flugöryggi í landinu. Það liggur jafnframt fyrir, að varavöllur verður að vera á suðvestur horni landsins. Kostnaður við að byggja nýjan flugvöll er gríðarlegur og sá kostnaður fellur á ríkissjóð og landsmenn alla, en ekki bara Reykvíkinga.Allt þetta mál er sorglegt dæmi um þrönga sérhagsmuni á kostnað mikils meirihluta landsmanna. Allt hefur verið gert sem mögulegt er til að hafa áhrif á þessi byggingaráform, sem leiða til þessa óbætanlega tjóns sem í uppsiglingu er.Hjartað í Vatnsmýri, telur einsýnt að einungis Alþingi og ríkisstjórn geti stöðvað þessar framkvæmdir.Bæði Valsmenn og Reykjavíkurborg hafa haft uppi orð um miklar skaðabætur sem kynnu að falla á þann sem stöðvaði þessar framkvæmdir. Við drögum mjög í efa að skaðabótaréttur Valsmanna sé svo ótvíræður sem þeir vilja vera láta. Hvort tveggja er, að ennþá er kostnaður þeirra einvörðungu vegna skipulags- og hönnunarvinnu og auk þess hafa þeir ekki verið í góðri trú við þá vinnu um langt skeið vegna þess að þeim hefur verið kunnugt um að miklar deilur stæðu um framkvæmdina og hafa reitt sig einvörðungu á yfirlýsingar borgarinnar. Hins vegar er jafnframt ljóst, að kæmi til einhverra skaðabótagreiðslna vegna þess að Valsmenn þyrftu að haga byggingarframkvæmdum sínum þannig að flugvöllurinn gæti verið áfram, þá yrðu þær bætur aldrei nema lítið brot af þeim kostnaði sem af því hlýst að þurfa að byggja nýjan flugvöll.Ágætu Alþingismenn og innanríkisráðherra.Við sem grasrótarsamtök teljum okkur skylt að koma þessu á framfæri við hið háa Alþingi og gerum það með því að senda bréf til allra Alþingismanna og innanríkisráðherra.Það hafa komið fram ýmsar hugmyndir um það, hvernig eigi að bregðast við því kverkataki, sem borgin virðist hafa tekið ríkisvaldið í þessu máli. Það er vitanlega verkefni Alþingis og ríkisstjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virðist stafa af því að sveitarfélag telur sig geta boðið almannahagsmunum birginn í krafti skipulagsheimildar þess. Samt er það ríkisvaldið sem fer með endanlegt skipulagsvald. Dæmi eru um það erlendis, að skipulag tiltekinna svæða eða mannvirkja sé fært beint undir skipulagsvald ríkisins vegna öryggishagsmuna. Sama á jafnframt við hér á landi um Keflavíkurflugvöll. Með vísan til þeirrar óheillaþróunar sem átt hefur sér stað varðandi skipulag Reykjavíkurflugvallar hlýtur að vera athugandi að færa skipulag Reykjavíkurflugvallar og eftir atvikum annarra mannvirkja og/eða svæða beint undir skipulagsvald ríkisins.Þetta er langstærsta mál sinnar tegundar sem upp hefur komið hér á landi. Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði. Þar vegast á peningalegir hagsmunir þeirra og öryggishagsmunir þjóðarinnar. Það er ennþá tími til að koma í veg fyrir þennan ljóta leik.Með vinsemd og virðingu.Formenn Hjartans í Vatnsmýri.Friðrik Pálsson.Njáll Trausti Friðbertsson." Alþingi Tengdar fréttir Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49 Átelja borgina í flugvallarmáli og hvetja ráðherra til að beita sér Samtök ferðaþjónustunnar átelja borgaryfirvöld fyrir að ætla einhliða að leggja niður minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 5. mars 2015 18:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag í tilefni þess að á næstu dögum hefjast framkvæmdir á Hlíðarenda sem leiða munu til lokunar einnar af flugbrautum Reykjavíkurflugvallar. Í bréfinu er hvatt til þess að brugðist verði „..við því kverkataki, sem borgin virðist hafa tekið ríkisvaldið í þessu máli. Það er vitanlega verkefni Alþingis og ríkisstjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virðist stafa af því að sveitarfélag telur sig geta boðið almannahagsmunum birginn í krafti skipulagsheimildar þess,“ segir í bréfinu. Ennþá sé tími til að koma í veg fyrir þennan ljóta leik. Bréfið er í heild sinni svohljóðandi:„Ágætu Alþingismenn og innanríkisráðherra. Efni: Reykjavíkurflugvöllur. Hjartað í Vatnsmýri vekur athygli ykkar allra á því, að á næstu dögum er áformað að Valsmenn hefji framkvæmdir við norðurenda NA/SV brautar Reykjavíkurflugvallar, svokallaðrar neyðarbrautar. Sú framkvæmd, sem er dyggilega studd af meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er fyrsta skrefið að lokun Reykjavíkurflugvallar. Allt tal um að þetta sé einungis framkvæmdavegur og þess háttar er einungis til að reyna að slá ryki í augu fólks. Reykjavíkurborg er fullkunnugt um, að lokun þessarar brautar er reiðarslag fyrir flugöryggi Reykjavíkurflugvallar, en meirihlutinn lætur það sig engu varða, þar sem byggingarhagsmunir Valsmanna virðast skipta þá meira máli.73% Reykvíkinga vilja hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er, 82% landsmanna vilja hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur er fullljóst að þeir fara gegn þessum mikla meirihluta landsmanna og Reykvíkinga þegar þeir heimila Valsmönnum að hefja framkvæmdir við að loka Reykjavíkurflugvelli. Reykjavík hefur að minnsta kosti til skamms tíma verið álitin höfuðborg allra landsmanna. Um 70.000 eða 28% kosningabærra Íslendinga skrifuðu undir áskorun til Reykjavíkurborgar og Alþingis um að hafa völlinn á sínum stað. Það virðist engin áhrif hafa á Reykjavíkurborg.Grasrótarsamtökin Hjartað í Vatnsmýri hafa gert allt sem þeim er unnt til að hafa áhrif á ákvarðanir í þessu efni. Hver einasti aðili, sem kemur að flugmálum á Íslandi með einhverjum hætti virðist sama sinnis og mikill meirihluti landsmanna, en allt kemur fyrir ekki. Reykjavíkurborg beitir skipulagi borgarinnar fyrir sig og þurrkar flugvöllinn út af skipulagi borgarinnar og heldur ótrauð áfram að þessari niðurrifsstarfsemi með dyggum stuðningi byggingarhagsmuna Valsmanna.Með því að loka Reykjavíkurflugvelli og jafnvel aðeins þessari einu braut til að byrja með er stórlega vegið að flugöryggi í landinu. Það liggur jafnframt fyrir, að varavöllur verður að vera á suðvestur horni landsins. Kostnaður við að byggja nýjan flugvöll er gríðarlegur og sá kostnaður fellur á ríkissjóð og landsmenn alla, en ekki bara Reykvíkinga.Allt þetta mál er sorglegt dæmi um þrönga sérhagsmuni á kostnað mikils meirihluta landsmanna. Allt hefur verið gert sem mögulegt er til að hafa áhrif á þessi byggingaráform, sem leiða til þessa óbætanlega tjóns sem í uppsiglingu er.Hjartað í Vatnsmýri, telur einsýnt að einungis Alþingi og ríkisstjórn geti stöðvað þessar framkvæmdir.Bæði Valsmenn og Reykjavíkurborg hafa haft uppi orð um miklar skaðabætur sem kynnu að falla á þann sem stöðvaði þessar framkvæmdir. Við drögum mjög í efa að skaðabótaréttur Valsmanna sé svo ótvíræður sem þeir vilja vera láta. Hvort tveggja er, að ennþá er kostnaður þeirra einvörðungu vegna skipulags- og hönnunarvinnu og auk þess hafa þeir ekki verið í góðri trú við þá vinnu um langt skeið vegna þess að þeim hefur verið kunnugt um að miklar deilur stæðu um framkvæmdina og hafa reitt sig einvörðungu á yfirlýsingar borgarinnar. Hins vegar er jafnframt ljóst, að kæmi til einhverra skaðabótagreiðslna vegna þess að Valsmenn þyrftu að haga byggingarframkvæmdum sínum þannig að flugvöllurinn gæti verið áfram, þá yrðu þær bætur aldrei nema lítið brot af þeim kostnaði sem af því hlýst að þurfa að byggja nýjan flugvöll.Ágætu Alþingismenn og innanríkisráðherra.Við sem grasrótarsamtök teljum okkur skylt að koma þessu á framfæri við hið háa Alþingi og gerum það með því að senda bréf til allra Alþingismanna og innanríkisráðherra.Það hafa komið fram ýmsar hugmyndir um það, hvernig eigi að bregðast við því kverkataki, sem borgin virðist hafa tekið ríkisvaldið í þessu máli. Það er vitanlega verkefni Alþingis og ríkisstjórnar að finna leið út úr þessum vanda sem virðist stafa af því að sveitarfélag telur sig geta boðið almannahagsmunum birginn í krafti skipulagsheimildar þess. Samt er það ríkisvaldið sem fer með endanlegt skipulagsvald. Dæmi eru um það erlendis, að skipulag tiltekinna svæða eða mannvirkja sé fært beint undir skipulagsvald ríkisins vegna öryggishagsmuna. Sama á jafnframt við hér á landi um Keflavíkurflugvöll. Með vísan til þeirrar óheillaþróunar sem átt hefur sér stað varðandi skipulag Reykjavíkurflugvallar hlýtur að vera athugandi að færa skipulag Reykjavíkurflugvallar og eftir atvikum annarra mannvirkja og/eða svæða beint undir skipulagsvald ríkisins.Þetta er langstærsta mál sinnar tegundar sem upp hefur komið hér á landi. Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði. Þar vegast á peningalegir hagsmunir þeirra og öryggishagsmunir þjóðarinnar. Það er ennþá tími til að koma í veg fyrir þennan ljóta leik.Með vinsemd og virðingu.Formenn Hjartans í Vatnsmýri.Friðrik Pálsson.Njáll Trausti Friðbertsson."
Alþingi Tengdar fréttir Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49 Átelja borgina í flugvallarmáli og hvetja ráðherra til að beita sér Samtök ferðaþjónustunnar átelja borgaryfirvöld fyrir að ætla einhliða að leggja niður minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 5. mars 2015 18:45 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Flugbraut 24 tók við níu flugvélum í dag Reykjavíkurflugvöllur gegndi óvenju fjölskrúðugu hlutverki í dag, þegar hvöss suðvestanátt með dimmum éljum gerði ólendandi í Keflavík um tíma. 8. mars 2015 21:49
Átelja borgina í flugvallarmáli og hvetja ráðherra til að beita sér Samtök ferðaþjónustunnar átelja borgaryfirvöld fyrir að ætla einhliða að leggja niður minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 5. mars 2015 18:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent