Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun stjórnarlauna Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 12:11 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir kjarasamningum. Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþingi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira