Lánshæfismat Grikkja fallið í ruslflokk ingvar haraldsson skrifar 16. apríl 2015 11:43 Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikkja, fyrir miðri mynd. Gríska ríkið þarf nauðsynlega að finna lausn á skuldavanda sínum á næstunni, annars blasir gjaldþrot við. vísir/ Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poors´s hefur lækkað lánshæfismat gríska ríkisins niður í ruslflokk. The Telegraph greinir frá. Fyrirtækið telur skuldastöðu gríska ríkisins vera ósjálfbæra þar sem stefni í 1,5 prósenta neikvæðan hagvöxt á þessu ári. Því verði ómögulegt verði fyrir gríska ríkið að skila afgangi líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Lánshæfiseinkunn Grikkja var lækkuð úr B- í CCC+ með neikvæðar horfur. Fjárlagahalli gríska ríkisins nam 3,5 prósentum af landsframleiðslu árið 2014 sem er langt umfram áætlun um 0,8 prósenta halla. Halli á rekstri gríska ríkisins hefur þó minnkað að undanförnu. Gríska ríkið var rekið með 1 milljarðs evra halla í janúar og febrúar ef vaxtagreiðslur eru undanskildar samanborið við 3,17 milljarða evra halla á sama tímabili árið 2014. Lausafé að klárast og gjaldþrot yfirvofandi Lausafé gríska ríkisins er við það að klárast en landið hefur ekki fengið ný lán síðan í ágúst á síðasta ári. Því var farið fram á við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að fá að fresta lánagreiðslum til sjóðsins en stórir gjalddagar við sjóðinn verða í maí og júní. Því var hafnað samkvæmt frétt Financial Times.Ávöxtunarkrafa á grísk ríkiskuldabréf hefur hækkað verulega undanfarna daga og hefur ekki verið hærri síðan árið 2012 þar sem fjárfestar óttast gjaldþrot gríska ríkisins.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira