Stjórnarþingmenn kvörtuðu yfir stjórnarandstöðunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 14:42 Silja Dögg Gunnarsdóttir þingkona sagði stjórnarandstöðuna röfla undir liðnum fundarstjórn forseta. Vísir/Vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona framsóknar, sagðist vera orðinn stressuð vegna þeirra stóru mála sem liggja fyrir í þinginu. „Ég geng út frá því að við sem að hér sitjum í þessum sal viljum öll það sama; það er að vinna vel fyrir land og þjóð, afgreiða góð mál og bæta ásýnd Alþingis,“ sagði hún. „Hvernig má það þá vera að ítrekað þurfi maður að vera í þessum virðulega fundarsal alþingis og hlusta á, ég vil leyfa mér að segja röfl, herra forseti, þingmanna undir liðnum fundarstjórn forseta,“ sagði hún og sagði að sínu mati væri það misnotkun á fundarliðnum.Tók undir með Silju Elsa Lára Arnardóttir, flokksystir Silju Daggar, tók í sama streng. „Það er dapurlegt hvernig starfsemi þingsins er þessa dagana,“ sagði Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, í umræðum um störf þingsins í morgun. „Ómældur tími fer í argaþras og leiðindi undir fundarstjórn forseta.“ Vísaði hún til athugasemda stjórnarandstöðuþingmanna sem gert hafa athugasemdir við að stór mál, eins og afnám gjaldeyrishafta, hafi ekki komið inn í þingið en eigi að afgreiða á þeim stutta tíma sem eftir er af vorþingi. „Á meðan viðhalda sömu þingmenn þessum dagskrárlið í gangi og getur þetta talið nokkrum klukkustundum á viku,“ sagði hún.Brugðust illa við Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar Framtíðar, sagði þessi mikilvægu mál væru alls ekki komin í þingið. „Það eru ýmis mál sem við bíðum eftir sem liggja alls ekki fyrir í þinginu,“ sagði hún og nefndi til dæmis húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. „Ég vísa þessu algjörlega til föðurhúsanna,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna,„Mér var nú bara hálf misboðið hérna áðan undir ræðum háttvirtra þingmanna Silju Daggar Gunnarsdóttir og Elsu Láru Árnadóttur, um að þingmenn væru ekki að vinna að fullum heilindum,“ sagði hún og bætti við að full ástæða hafi verið að gera athugasemdir um fjarveru leiðtoga ríkisstjórnarinnar í gær.Eins og einræðisherra úr Tinnabók Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að hver einasti þingmaður hefði rétt á því að koma í ræðustól og lýsa skoðunum sínum án þess að vera kallaðir röflarar. „Þegar forsætisráðherra hæstvirtur hagar sér eins og einræðisherra í Tinnabók og heldur að hann geti bara birst á tröppunum á stjórnarráðinu og tilkynnt um tilfærslur á byggingum, nýjar byggingar sem eigi að smíða, útdeilt styrkjum með sms-um hingað og þangað, fært til umdæmismörk lögregluyfirvalda og svo framvegis með pennastrikum, þá verða þingmenn Framsóknarflokksins einfaldlega að þola það að það sé gagnrýnt,“ sagði hann.Uppfært klukkan 15.00.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira