Innlent

„Rosalegt ábyrgðarleysi að taka sjónvarpsviðtal við yfirlýstan rasista“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur.
Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur.
„Nei, ég myndi ekki vilja beina spurningu til þessara manns,“ segir Guðrún Pétursdóttir, félagsfræðingur, í samtali við Lóu Pind Aldísardóttur, í fréttaskýringaþættinum Brestir á Stöð 2 í gær.

Guðrún hafði engan áhuga á að ræða við Skúla Jakobsson en hann lítur svo á að verið sé að útrýma hvíta kynstofninum með innflytjendum af öðrum kynþáttum.

„Í fyrsta lagið finnst mér það rosalegt ábyrgðarleysi að taka sjónvarpsviðtal við yfirlýstan rasista,“ segir Guðrún og líkir því við að taka viðtal við barnaníðing.

Sjá einnig: Verða oftar fyrir fordómum

Þátturinn í gær var helgaður kynþáttafordómum og tilraun gerð til að skilja hvaðan þeir spretta og hversu útbreiddur útlendingaótti er á Íslandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×