Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur Davíð hélt tölu á setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Vísir/Facebook/Vilhelm Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira