Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 12:32 Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar. Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar.
Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19