Handbolti

Austurríki náði að hrista af sér spræka Finna

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis.
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis. vísir/afp
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar hjá Austurríki nældu í sin fyrstu stig í undankeppni EM í dag.

Þá sóttu þeir Finna heim en spilað var í Vantaa. Bæði lið voru án sigur riðli 7 fyrir leikinn.

Finnarnir voru býsna sprækir á heimavelli og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Þeir fór svo til búningsklefa með eins marks forskot, 12-11.

Þeir héldu forskotinu framan af síðari hálfleik en síðan spýttu Austurríkismenn í lófana og tóku fram úr heimamönnum. Þegar upp var staðið unnu Austurríkismenn sigur, 23-26.

Janko Bozovic var markahæstur í liði Austurríkis með sex mörk. Benny Broman skoraði sjö fyrir Finna.

Þýskaland og Spánn eru í efstu tveim stætum riðilsins en þau eigast nú við í Mannheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×