Borgun greiðir 800 milljónir í arð: Segir söluna á Borgun reginhneyksli ingvar haraldsson skrifar 29. apríl 2015 11:32 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir Landsbankann og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra harðlega fyrir söluna á Borgun. vísir/ernir/vilhelm Borgun hyggst greiða 800 milljónir króna í arð á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fyrirtækið greiðir arð. Kjarninn greinir frá þessu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir þessi tíðindi sýna „hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var.“ Landsbanki Íslands seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, sem m.a. er í eigu Einars Sveinssonar, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. fær 250 milljónir króna í sinn hluti vegna arðgreiðslnanna. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli. Þá voru einnig vísbendingar um að bankinn hefði verið undirverðlagður. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ segir Árni Páll í færslu sem hann ritar á Facebook. Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Árni Páll gagnrýnir Bjarna einnig fyrir að ætla sér að leggja Bankasýslu ríkisins niður. „Það er ótrúlegt að fjármálaráðherra skuli eftir Borgunarhneykslið hafa látið sér detta í hug að leggja fyrir Alþingi frumvarp um að leggja niður Bankasýsluna og fela sjálfum sér alvald um bankasölu. Það frumvarp má þingið ekki samþykkja,“ segir Árni Páll. Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00 Ráðherra vísar á Bankasýsluna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna. 12. janúar 2015 15:04 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. 18. desember 2014 19:35 Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ Jón Steinsson hagfræðingur segir ívilnunarsamning við Matorku vera spillingu. 17. mars 2015 16:23 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Borgun hyggst greiða 800 milljónir króna í arð á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem fyrirtækið greiðir arð. Kjarninn greinir frá þessu. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir þessi tíðindi sýna „hvers konar reginhneyksli salan á Borgun var.“ Landsbanki Íslands seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun fyrir 2,2 milljarða til Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf, sem m.a. er í eigu Einars Sveinssonar, frændi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Eignarhaldsfélagið Borgun slf. fær 250 milljónir króna í sinn hluti vegna arðgreiðslnanna. Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa ekki boðið hlutinn út í opnu söluferli. Þá voru einnig vísbendingar um að bankinn hefði verið undirverðlagður. „Nú sitja þeir kaupendur á hlut ríkisbankans sem voru útvaldir í bakherbergjum og greiða sér kaupverðið hægt og rólega í arð. Sala á eignarhlutum ríkisins á aldrei að eiga sér stað í leyni og án samkeppni,“ segir Árni Páll í færslu sem hann ritar á Facebook. Borgunarmálið: Um hvað snýst deilan? Árni Páll gagnrýnir Bjarna einnig fyrir að ætla sér að leggja Bankasýslu ríkisins niður. „Það er ótrúlegt að fjármálaráðherra skuli eftir Borgunarhneykslið hafa látið sér detta í hug að leggja fyrir Alþingi frumvarp um að leggja niður Bankasýsluna og fela sjálfum sér alvald um bankasölu. Það frumvarp má þingið ekki samþykkja,“ segir Árni Páll.
Alþingi Borgunarmálið Tengdar fréttir Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00 Ráðherra vísar á Bankasýsluna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna. 12. janúar 2015 15:04 Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15 Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19 Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30 Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. 18. desember 2014 19:35 Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ Jón Steinsson hagfræðingur segir ívilnunarsamning við Matorku vera spillingu. 17. mars 2015 16:23 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eðlilegt að leita ekki eftir hæsta verði? Bankastjóri Landsbankans heldur því fram fullum fetum að ekkert sé óeðlilegt við að bankinn skuli hafa selt hlut sinn í Borgun í beinni sölu til annarra eigenda félagsins án þess að leita eftir tilboðum til að hámarka söluverðið. Hann gengur lengra og telur bankann ekki hafa átt annan kost en að fara þessa leið. 10. desember 2014 13:00
Ráðherra vísar á Bankasýsluna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna. 12. janúar 2015 15:04
Spurningum um sölu á Borgun enn ósvarað Efnahags- og viðskiptanefnd fundaði í gær vegna sölu Landsbankans á hlut sínum í Borgun. 9. desember 2014 07:15
Telur það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af Borgunarmálinu Nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis segir það ekki í verkahring Alþingis að skipta sér af sölu Landsbankans af borgun. Horfið hafi verið frá pólitískum afskiptum af bönkum í ríkiseigu fyrir löngu síðan. Vísbendingar erum að að Borgun hf. hafi verið undirverðlagt þegar Landsbankinn seldi þriðjungshlut í fyrirtækinu án auglýsingar 7. desember 2014 19:19
Segir sölu á greiðslukortafyrirtækjum lykta af klíkuskap Sala Landsbankans á greiðslukortafyrirtækjum lyktar af klíkuskap, segir formaður Samfylkingarinnar en að undirlagi hans hefur bankastjóri Landsbankans verið boðaður á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að fara yfir sölu bankans á hlutabréfum í Borgun hf. 6. desember 2014 18:30
Viðurkenna brot á samkeppnislögum og greiða 1.600 milljóna sekt Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, segir í besta falli hlægilegt að forsvarsmenn, Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Borgunar og Valitor segist ekki hafa vitað að fyrirtækin væru að brjóta samkeppnislög. 18. desember 2014 19:35
Hagfræðingur lætur ráðherra fá það óþvegið: "Á hvaða öld lifum við?“ Jón Steinsson hagfræðingur segir ívilnunarsamning við Matorku vera spillingu. 17. mars 2015 16:23