Spá Fréttablaðsins og Vísis: Stjarnan hafnar í 3. sæti 30. apríl 2015 09:00 Daníel Laxdal, miðvörður Stjörnunnar, fagnar íslandsmeistaratitlinum í fyrra. Vísir/Andri Marinó Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið spáir Stjörnunni þriðja sætinu og þar með að það verji ekki Íslandsmeistaratitilinn sem liðið fagnaði í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið verður í toppbaráttunni og nær Evrópusæti annað árið í röð, en liðið fór alla leið í umspil Evrópudeildarinnar í fyrstu tilrauní Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna annað árið í röð, en hann gerði ótrúlega hluti á sínu fyrsta tímabili. Hann vann titilinn í fyrstu tilraun og kom liðinu í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, lengra en nokkur maður. Hann tapaði aðeins einum bikarleik og tveimur leikjum gegn stórliði Inter á síðustu leiktíð. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 4 stjörnur Breiddin: 4 stjörnur Liðsstyrkurinn: 4 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurHalldór Orri Björnsson, Ólafur Karl Finsen og Gunnar Nielsen.vísir/vilhelmÞRÍR SEM STJARNAN TREYSTIR ÁHalldór Orri Björnsson: Þessi frábæri sóknarmaður var magnaður fyrir Stjörnuna fimm ár í röð áður en hann fékk tækifæri í atvinnumennsku í fyrra, en hann er nú kominn aftur heim. Halldór Orri skoraði 47 mörk af kantinum í 106 leikjum í efstu deild áður en hann fór út. Mögnuð tölfræði. Frábær leikmaður sem skapar mikið fyrir samherja sína og skorar augljóslega mikið sjálfur.Ólafur Karl Finsen: Maðurinn sem kláraði Íslandsmótið fyrir Stjörnuna í fyrra. Fullnýtti þá hæfileika sem allir vissu að væru til staðar. Leikmaður sem má ekki dala og vera saddur ætli Stjarnan að verja Íslandsmeistaratitilinn. Fljótur, sterkur og marksækinn leikmaður sem getur spilað fremstur á miðju, á kantinum og þess vegna í fremstu víglínu.Gunnar Nielsen: Stjarnan fór langt á frábærum markverði í fyrra, en Ingvar Jónsson var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Hann vann ófáa leikina fyrir Stjörnuna og hefur Gunnar því stórt skarð að fylla. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn er stór og sterkur, öflugur í loftinu og talar mikið sem er eitthvað sem Stjörnuvörnin þarf á að halda.Þórhallur Kári Knútsson.vísir/vilhelmNýstirnið: Þórhallur Kári Knútsson Uppalinn strákur fæddur 1995 sem hefur verið lykilmaður í 2. flokk Stjörnunnar sem vann Íslandsmótið undanfarin tvö ár. Hefur fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla, en hann byrjaði sex af sjö leikjum liðsins í Lengjubikarnum og kom svo inn á í Meistaraleiknum og skoraði sigurmarkið á móti KR.Ingvar Jónsson er farinn til Noregs en Gunnar Nielsen kom í staðinn.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Brynjar Gauti Guðjónsson frá ÍBV Gunnar Nielsen frá Motherwell Halldór Orri Björnsson frá Falkenbergs Jeppe Hansen frá FredericiaFarnir: Baldvin Sturluson í Val Hilmar Þór Hilmarsson í Val Ingvar Jónsson í Start Martin Rauschenberg til Gefle Niclas Vemmelund Rolf Toft í Víking Íslandsmeistararnir misstu sig ekkert á leikmannamarkaðnum með Evrópumilljónirnar sínar heldur fylltu að mestu leyti bara í þau skörð sem vantaði og það með gæðaleikmönnum. Brynjar Gauti Guðjónsson kemur í stað Danans Martins Rauschenberg í vörnina, Jeppe Hansen er kominn aftur í framlínuna fyrir samlanda sinn Rolft Toft sem fór í Víking og færeyski landsliðsmarkvörðurinn leysir Ingvar Jónsson af í markinu. Stjarnan hefur ekki leyst hægri bakvarðarstöðuna með innkaupum eftir brotthvarf Niclas Vemmelunds sem fékk alltof lítið hól í fyrra, en þar verður Heiðar Ægisson væntanlega notaður þar til Jóhann Laxdal nær sér af meiðslum. Garðbæingar fengu svo Halldór Orra Björnsson heim sem styrkir liðið svakalega, en eins og greint var frá hér að ofan var hann nánast eins manns sóknarher fyrstu fimm árin sín í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn hefðu kannski þurft að fá sér reyndan og sterkan miðjumann þar sem Michael Præst verður áfram frá keppni vegna meiðsla framan af móti og þá hefur Atli Jóhannsson spilað í gegnum meiðsli í langan tíma. En Stjarnan treystir ungu strákunum sínum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinum. Stjarnan er með langbestu stuðningsmannasveitina í dag; Silfurskeiðina.vísir/andri marinóSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Byrjunarliðið þegar allir eru heilir er rosalega sterkt og framlínan ógnvænleg með þá Veigar Pál, Halldór Orra, Ólaf Karl og Jeppe auk Arnars Más. Liðið er með ógnarsterkan heimavöll, frábæra stuðningsmenn og þjálfara sem tapaði ekki leik í deildinni á síðustu leiktíð.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Varnarleikurinn er smá spurningamerki framan af hið minnsta vegna meiðsla Jóhanns Laxdals og þá er spurning hvernig Brynjar Gauti kemur inn í liðið. Aftur munu ungu strákarnir þurfa standa sig þar sem slatti af þeim mun væntanlega fá tækifæri, en það er ekki alltaf hægt að treysta á óreynda menn.Veigar Páll Gunnarsson varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu í fyrra.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Við fylltum í öll skörðin og fengum einn besta og stöðugasta leikmann deildarinnar heim. Við erum með bestu stuðningsmennina, besta þjálfarann, leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi og mikið af uppöldum strákum sem spila með hjartanu. Titilinn verður áfram í Garðabænum.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það hefur ekkert lið nema FH varið titilinn á undanförnum 17 árum. Við náðum að yfirstíga þá hindrun að hafa aldrei unnið neitt en við höfum heldur aldrei þurft að verja titilinn. Meiðslin verða okkur erfið í byrjun þegar við heimsækjum lið sem spáð er neðstu sætunum. Þau mæta brjáluð til leiks og ef við erum ekki á tánum gætum við misst af titilbaráttunni í hraðmótinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið spáir Stjörnunni þriðja sætinu og þar með að það verji ekki Íslandsmeistaratitilinn sem liðið fagnaði í fyrra í fyrsta skipti í sögu félagsins. Liðið verður í toppbaráttunni og nær Evrópusæti annað árið í röð, en liðið fór alla leið í umspil Evrópudeildarinnar í fyrstu tilrauní Evrópukeppni. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfar Stjörnuna annað árið í röð, en hann gerði ótrúlega hluti á sínu fyrsta tímabili. Hann vann titilinn í fyrstu tilraun og kom liðinu í fjórðu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar, lengra en nokkur maður. Hann tapaði aðeins einum bikarleik og tveimur leikjum gegn stórliði Inter á síðustu leiktíð. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ:graf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 4 stjörnur (af 5) Sóknin: 5 stjörnur Þjálfarinn: 4 stjörnur Breiddin: 4 stjörnur Liðsstyrkurinn: 4 stjörnur Hefðin: 3 stjörnurHalldór Orri Björnsson, Ólafur Karl Finsen og Gunnar Nielsen.vísir/vilhelmÞRÍR SEM STJARNAN TREYSTIR ÁHalldór Orri Björnsson: Þessi frábæri sóknarmaður var magnaður fyrir Stjörnuna fimm ár í röð áður en hann fékk tækifæri í atvinnumennsku í fyrra, en hann er nú kominn aftur heim. Halldór Orri skoraði 47 mörk af kantinum í 106 leikjum í efstu deild áður en hann fór út. Mögnuð tölfræði. Frábær leikmaður sem skapar mikið fyrir samherja sína og skorar augljóslega mikið sjálfur.Ólafur Karl Finsen: Maðurinn sem kláraði Íslandsmótið fyrir Stjörnuna í fyrra. Fullnýtti þá hæfileika sem allir vissu að væru til staðar. Leikmaður sem má ekki dala og vera saddur ætli Stjarnan að verja Íslandsmeistaratitilinn. Fljótur, sterkur og marksækinn leikmaður sem getur spilað fremstur á miðju, á kantinum og þess vegna í fremstu víglínu.Gunnar Nielsen: Stjarnan fór langt á frábærum markverði í fyrra, en Ingvar Jónsson var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Hann vann ófáa leikina fyrir Stjörnuna og hefur Gunnar því stórt skarð að fylla. Færeyski landsliðsmarkvörðurinn er stór og sterkur, öflugur í loftinu og talar mikið sem er eitthvað sem Stjörnuvörnin þarf á að halda.Þórhallur Kári Knútsson.vísir/vilhelmNýstirnið: Þórhallur Kári Knútsson Uppalinn strákur fæddur 1995 sem hefur verið lykilmaður í 2. flokk Stjörnunnar sem vann Íslandsmótið undanfarin tvö ár. Hefur fengið tækifæri á undirbúningstímabilinu vegna meiðsla, en hann byrjaði sex af sjö leikjum liðsins í Lengjubikarnum og kom svo inn á í Meistaraleiknum og skoraði sigurmarkið á móti KR.Ingvar Jónsson er farinn til Noregs en Gunnar Nielsen kom í staðinn.vísir/daníelMARKAÐURINNKomnir: Brynjar Gauti Guðjónsson frá ÍBV Gunnar Nielsen frá Motherwell Halldór Orri Björnsson frá Falkenbergs Jeppe Hansen frá FredericiaFarnir: Baldvin Sturluson í Val Hilmar Þór Hilmarsson í Val Ingvar Jónsson í Start Martin Rauschenberg til Gefle Niclas Vemmelund Rolf Toft í Víking Íslandsmeistararnir misstu sig ekkert á leikmannamarkaðnum með Evrópumilljónirnar sínar heldur fylltu að mestu leyti bara í þau skörð sem vantaði og það með gæðaleikmönnum. Brynjar Gauti Guðjónsson kemur í stað Danans Martins Rauschenberg í vörnina, Jeppe Hansen er kominn aftur í framlínuna fyrir samlanda sinn Rolft Toft sem fór í Víking og færeyski landsliðsmarkvörðurinn leysir Ingvar Jónsson af í markinu. Stjarnan hefur ekki leyst hægri bakvarðarstöðuna með innkaupum eftir brotthvarf Niclas Vemmelunds sem fékk alltof lítið hól í fyrra, en þar verður Heiðar Ægisson væntanlega notaður þar til Jóhann Laxdal nær sér af meiðslum. Garðbæingar fengu svo Halldór Orra Björnsson heim sem styrkir liðið svakalega, en eins og greint var frá hér að ofan var hann nánast eins manns sóknarher fyrstu fimm árin sín í Pepsi-deildinni. Stjörnumenn hefðu kannski þurft að fá sér reyndan og sterkan miðjumann þar sem Michael Præst verður áfram frá keppni vegna meiðsla framan af móti og þá hefur Atli Jóhannsson spilað í gegnum meiðsli í langan tíma. En Stjarnan treystir ungu strákunum sínum.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN? Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinum. Stjarnan er með langbestu stuðningsmannasveitina í dag; Silfurskeiðina.vísir/andri marinóSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Byrjunarliðið þegar allir eru heilir er rosalega sterkt og framlínan ógnvænleg með þá Veigar Pál, Halldór Orra, Ólaf Karl og Jeppe auk Arnars Más. Liðið er með ógnarsterkan heimavöll, frábæra stuðningsmenn og þjálfara sem tapaði ekki leik í deildinni á síðustu leiktíð.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Varnarleikurinn er smá spurningamerki framan af hið minnsta vegna meiðsla Jóhanns Laxdals og þá er spurning hvernig Brynjar Gauti kemur inn í liðið. Aftur munu ungu strákarnir þurfa standa sig þar sem slatti af þeim mun væntanlega fá tækifæri, en það er ekki alltaf hægt að treysta á óreynda menn.Veigar Páll Gunnarsson varð Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu í fyrra.vísir/andri marinóBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Við fylltum í öll skörðin og fengum einn besta og stöðugasta leikmann deildarinnar heim. Við erum með bestu stuðningsmennina, besta þjálfarann, leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi og mikið af uppöldum strákum sem spila með hjartanu. Titilinn verður áfram í Garðabænum.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Það hefur ekkert lið nema FH varið titilinn á undanförnum 17 árum. Við náðum að yfirstíga þá hindrun að hafa aldrei unnið neitt en við höfum heldur aldrei þurft að verja titilinn. Meiðslin verða okkur erfið í byrjun þegar við heimsækjum lið sem spáð er neðstu sætunum. Þau mæta brjáluð til leiks og ef við erum ekki á tánum gætum við misst af titilbaráttunni í hraðmótinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fylkir hafnar í 5. sæti Fylkismenn eru með sama kjarna og kom liðinu í Evrópusæti fyrir sex árum en árangurinn verður ekki sá sami samkvæmt spánni. 28. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Breiðablik hafnar í 4. sæti Blikar unnu tvo bikara á undirbúningstímabilinu og verða í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi-deildinni. 29. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Víkingur hafnar í 7. sæti Víkingar ná ekki að leika eftir sama árangur og í fyrra ef spáin rætist. 25. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Valur hafnar í 6. sæti Valsmenn eru komnir með fyrrverandi landsliðsþjálfara í brúnna og enda um miðja deild samkvæm spánni. 27. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Keflavík hafnar í 8. sæti Keflavík fékk tvo týnda syni heim fyrir tímabilið en það endar í sömu stöðu og í fyrra samkvæmt spánni. 24. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00