Handbolti

Snorri Steinn á förum frá Sélestat

„Fyrir mig persónulega er frábært að koma núna í landsliðið enda búið að vera svo leiðinlegt í Frakklandi síðustu vikur," segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins.

Íslenska landsliðið mætir Serbum í Höllinni á morgun í undankeppni EM. Snorri er mjög feginn að komast heim enda staðan hjá liði hans, Sélestat, ekki góð. Hann er á förum frá félaginu.

„Ég er búinn að vera með smá vesen. Vill fara frá liðinu og ég er að fara frá Sélestat. Ég er Guðs lifandi feginn að komast hingað. Það er mun skemmtilegra hér."

Snorri vill ekki gefa upp hvert hann sé að fara. „Ég er ánægður að komast frá þeim og ánægður með nýja liðið mitt. Ég er spenntur fyrir framtíðinni."

Strákarnir okkar þurfa að taka á honum stóra sínum í leiknum gegn Serbum sem má helst ekki tapast.

„Serbarnir eru mjög sterkir. Það er fullt af risanöfnum í þessu liði og mikil hefð fyrir handbolta þarna. Þeir hafa verið í smá krísu, eins og við kannski. Þeir komust ekki inn á síðasta mót.

„Það er alltaf mjög erfitt að eiga við Serba enda frábærir leikmenn þar. Það er ljóst að við vinnum ekki nema að spila góðan leik. Ef við töpum leikjunum gegn þeim þá er þetta orðið svart. Það er smá pressa á liðinu en það er líka bara gaman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×