Erlent

Tala látinna komin yfir 3.600

Samúel Karl Ólason skrifar
Skemmdirnar er miklar í Kathmandu.
Skemmdirnar er miklar í Kathmandu. Vísir/AFP
Vitað er til þess að minnst 3.617 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. Þar að auki lést fólk í nærri landamærum Nepal í Kína og Indlandi. Þetta kom fram í yfirlýsingu lögreglunnar í Nepal. Þá slösuðust minnst 6.500 í skjálftanum.

Á vef BBC segir að rúmlegar 200 fjallgöngumönnum hafi verið bjargað af Everest og að stórar tjaldborgir hafi myndast í Kathmandu, höfuðborg Nepal. Fyrstu fregnir gefa í skyn að mörg smá samfélög hafi orðið fyrir miklu tjóni og þá sérstaklega lítil þorp sem liggi í fjallshlíðum Nepal.

Sjá einnig: Þrír úr hópi Ingólfs fórust.

Stórar tjaldbúðir hafa myndast í Kathmandu.Vísir/EPA
Nú þegar hefur verið reiknað að endurbyggingin eftir skjálftann muni kosta meira en fimm milljarða dala til lengri tíma. Það er um tuttugu prósent af vergri landsframleiðslu Nepal. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir að þjóðin hafi takmarkaða burði til endurbyggingarinnar.

Rajiv Biswas, hjá ISH ráðgjafafyrirtækinu segir að gríðarleg þörf sé á umfangsmiklu alþjóðlegu hjálparstarfi í Nepa. Þar að auki þurfi þjóðin tæknilega og fjárhagslega aðstoð til enduruppbyggingarinnar.

Hér má sjá hvernig björgunarstarfið á Everest fór fram.Vísir/Graphic News

Tengdar fréttir

Börn Margrétar sváfu undir berum himni

Margrét Ingadóttir sem rekur heimili fyrir tólf munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal hefur miklar áhyggjur af líðan og öryggi þeirra. Í nótt sváfu þau flest undir berum himni skammt frá heimilinu og veðurspáin var afleit, þrumuveður og rigning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×