Handbolti

Guðjón Valur og Alexander fara ekki með til Serbíu

Guðjón Valur skorar eitt marka sinna í Höllinni í gær.
Guðjón Valur skorar eitt marka sinna í Höllinni í gær. vísir/ernir
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 16-manna hóp sem fer til Serbíu.

Ísland og Serbía mætast ytra á sunnudaginn í seinni leik liðanna í undankeppni EM. Eins og allir ættu að vita valtaði Ísland yfir Serbíu í Laugardalshöll í gær.

Guðjón Valur Sigurðsson landsliðsfyrirliði fer ekki með liðinu vegna meiðsla. Hann hefur verið að glíma við hálsmeiðsli og þarf á hvíld að halda. Hann spilaði í gegnum meiðslin í gær og skoraði tólf mörk.

Alexander Petersson fer ekki heldur með vegna meiðsla en hann missti líka af leiknum í gær. Guðmundur Árni Ólafsson er því kominn í hópinn.

Hópurinn:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aron Rafn Eðvarðsson, Guif

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Aron Pálmarsson, THW Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Arnór Atlason, St.Rafael

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Ólafur Andrés Guðmundsson, TSV Hannover-Burgdorf

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Sverre Jakobsson, Akureyri

Róbert Gunnarsson, PSG

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Bjarki Már Gunnarsson, Aue




Fleiri fréttir

Sjá meira


×