Kvótakerfið er gott - en byggt á siðferðilegum sandi Þorkell Helgason skrifar 6. maí 2015 07:00 Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og veiðum úr fiskistofnun. Takmörkun á afla getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar virðast orðnir sammála um að skilvirkasta kerfið er kvótakerfi. Hagkvæmnin í veiðunum er best tryggð með því að kvótarnir séu eins og hver önnur aðföng, t.d. olía og veiðarfæri, sem afla má á markaði allt eftir því sem framboð leyfir. Engum dytti í hug að skammta olíu úr hnefa stjórnvalda og afhenda langt undir markaðsverði. En einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni með kvótakerfið. Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn. Því hefur útgerðin ekki getað notið til fulls kosta kvótafyrirkomulagsins og eilíft búið við óvissu um framtíð þess. Ástæðan er sú að það skortir siðferðilegan grundvöll undir kvótakerfið, grundvöll sem bæði þjóðin og þeir sem að sjávarútvegi starfa geta við unað. Strax í upphafi var bent á þennan vanda og á þá lausn að hin takmörkuðu gæði væru falboðin af hinu opinbera fyrir hönd eigendum þeirra, þjóðarinnar. Sjá t.d. grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 4. nóvember 1987. Því er þar spáð að „ókeypis úthlutun [muni valda] eilífum ágreiningi. Sífellt verður reynt að lappa upp á úthlutunarreglurnar og tekið tillit til æ fleiri sjónarmiða, þar til kerfið er orðið óskapnaður. Þrátt fyrir það verður það aldrei sanngjarnt. Út úr þessum ógöngum er ekki nema ein fær leið: að hið opinbera selji kvótana á markaðsverði, jafnvel á eins konar uppboði.“[1] Allt á þetta enn við. Einmitt hefur verið lappað upp á kerfið og hefði það verið kórónað með svokölluðu „pottakerfi“ sem þriðji síðasti sjávarútvegsráðherra lagði til. Margir vilja leysa siðferðisvandann með því að banna eða a.m.k. takmarka framsal á kvótum. Það er afleit leið af tvennum sökum. Í fyrsta lagi vegna þess að vandinn er ekki leystur með slíku banni. Takmörkuð gæði verða ævinlega að verðmætum og viðskipti með þau losna alltaf einhvern veginn úr viðjum. Ef ekki má framselja kvótana fá skip með kvótum aukið markaðsverð og það jafnvel þótt um ryðkláfa sé að ræða. En í öðru lagi er hagræðing í útgerð stórlega skert með hindrunum af hverju tagi.Siðlegt kvótakerfi Nú er kvótakerfið búið að vera við lýði í rúma þrjá áratugi. Kvótar hafa skipt um eigendur þrátt fyrir óvissu um framtíð kerfisins. Því væri ekki sanngjarnt að innkalla alla kvóta með fyrirvaralaust. En það er til millileið sem í senn tryggir fyllstu hagkvæmni, stóreykur jafnræði í aðgangi að veiðunum og veitir núverandi útgerðum og þar með kvótahöfum eðlilega aðlögun um leið og tekið er tillit til forsögunnar hvort sem það eru fyrri kvótakaup eða uppsöfnuð veiðireynsla. Og það sem mestu máli skiptir: Lausnin færir auðlindirnar smám saman til baka til eigandans, þjóðarinnar, sem þá nýtur sanngjarns arðs af sinni eign. Þessi leið hefur gengið undir ýmsum nöfnum en verður hér nefnd markaðsleið. Þar er gengið út frá núverandi stöðu, þeirri að nú eru kvótarnir í höndum tiltekinna útgerða. Aflahlutdeildum er síðan endurúthlutað frá ári til árs en þeir skertir lítillega um leið, segjum 5-10% á hverju ári. Það sem þá situr eftir skal selt á opinberu uppboði og háð fyrrnefndum skerðingum strax árið eftir. Þeir sem fyrir eru og vilja halda sínum hlut óskertum þurfa því árlega að kaupa það sem nemur umræddri skerðingu, þ.e. 5-10% af eigin kvóta, en þeir sem vilja koma nýir í útgerð geta aflað sér kvóta á þessum uppboðsmarkaði. Sýna má fram á með núvirðisreikningum að þessi leið fetar þann meðalveg að núverandi kvótahafar og þjóðin skipta á milli sín verðmæti aflahlutdeildanna nokkurn vegin til helminga. Jafnframt er líklegt að verðmæti kvótanna hækki við upptöku markaðsleiðarinnar þar sem hún rennir stoðum siðferðis undir allt fyrirkomulagið sem ætti því að geta orðið til frambúðar. Lögspekingar hafa talsvert fjallað um það hvort kominn sé hefðarréttur á kvótaeignina. Almenna niðurstaðan er sú að ekki megi innkalla kvótana að fullu og það fyrirvaralítið en sú endurúthlutunarleið sem hér er nefnd sé lögmæt og leiði ekki til réttar á skaðabótum. Þeir sem sjá ofsjónum yfir sköttum og gjöldum til að standa undir velferðarsamfélaginu hamra með nokkrum rétti á því að allar álögur á atvinnuvegina skapi hættu á atvinnuleysi þar sem fyrirtækin kunni að þurfa að draga saman seglin þeirra vegna. Gjöld sem ákvörðuð eru á markaði fyrir afnot af takmörkuðum auðlindum eru ekki háð þessum annmörkum. Uppboð á kvótum leiðir ekki til þess að fiskveiðar dragist saman. Uppboðshaldarinn, ríkið, mun taka öllum tilboðum þar til allt það sem er til ráðstöfunar gengur út. Ári illa í sjávarútvegi verða tilboðin sem því nemur lægri, en allt mun að lokum seljast. Auðlindagjöld með uppboði er því í senn efnahagslega skaðlaus en um leið sveiflujafnandi fyrir útgerðina. Hugmyndin um þessa markaðsleið er nánast jafngömul kvótakerfinu og á sér auk þess erlendar fyrirmyndir. Hún var ítarlega kynnt í svokallaðri „sáttanefnd“ í tíð fyrrverandi ríkistjórnar (pottanefndinni) í skýrslu sem við Jón Steinsson hagfræðingur sömdum, en hún sem annað í þeirri nefnd dagaði uppi.[2] En nú hefur hreyfingin Viðreisn hafið merkið á loft, sbr. t.d. grein forvígismanns hennar, Benedikts Jóhannessonar, í Fréttablaðinu 30. apríl s.l.Makrílfrumvarpið er ógæfuspor sem verður að stöðva Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta. Úthlutunin á að mestu að byggja á veiðireynslu s.l. þrjú ár. Það er í stíl við það sem verið hefur. Nýmælið er að aflahlutdeildum er ekki lengur úthlutað eitt ár í senn án frekari skuldbindinga. Í þess stað er úthlutunin í raun ótímabundin nema hvað stjórnvöld geta afturkallað hana, en til þess þarf sex ára aðdraganda. Eigi að segja ákvæðinu upp þarf meiri hluti á Alþingi að vera sama sinnis í tvö ef ekki þrjú kjörtímabil í röð en minnst og eru a.m.k. einar kosningar á milli. Breyttur meiri hluti á þingi getur dregið uppsögnina til baka hvenær sem er. Það er því jafnvel erfiðara að afturkalla makrílúthlutunina en að breyta sjálfri stjórnarskránni. En hættan af þessu óheillafrumvarpi er enn meiri. Segjum að ákvæði um auðlindir í almannaeign komist loks í stjórnarskrá, eins og og stjórnlagaráð lagði til og um þrír fjórðu hlutar kjósenda studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Þá væri samt ekki unnt að hrófla við makrílúthlutuninni næstu sex til sjö árin á eftir án þess að skapa ríkissjóði hættu á risaháum skaðabótakröfum. Ennfremur er eins víst að handhafa kvóta í öðrum tegundum myndu í krafti jafnræðis krefjast sömu bóta. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur raunar sagt að sex ára uppsagnarfrestur sé of stuttur[3] enda hafði hann fyrr reifað hugmyndir um að kvótahafar fái almennt að halda kvótunum óáreittir í 23 ár og það með sjálfvirkri framlengingu. Það er því augljóst að það stefnir í varanlegt afsal þjóðarinnar á fiskimiðunum sé ekki spornað kröftuglega við. Á móti kemur að vísu veiðigjald en það er sýnd veiði en ekki gefin. Gjaldið verður ákveðið af stjórnarmeirihluta á hverjum tíma allt eins og pólitísku kaupin gerast á eyrinni, en gjaldið nú svarar ekki nema til brots af markaðsvirði kvótanna. Í stað tillögu sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun á makrílkvótunum væri kjörið að beita nú framangreindri fyrningar- og uppboðsleið á þessar veiðar. Veiðireynsla, sem þó er ekki löng, væri virt í byrjunarstöðunni og því sársaukalítið fyrir útgerðina að fara þessa markaðsleið og hljóta að launum stuðning þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Makrílfrumvarpið er ekki smámál um smáan fisk. Óbreytt mun frumvarpið ryðja brautina að endanlegri einkavæðingu fiskimiðanna við Íslandsstrendur. Því er frumvarpið ógæfuspor sem verður að stöðva. Lesandinn getur lagt sitt af mörkum með því að styðja undirskriftasöfnun á thjodareign.is[1] Morgunblaðið 4. nóvember 1987, bls. 46; sjá líka https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=121468&pageId=1667316&lang=is&q=%DEorkell%20Helgason. Einnig má benda á Staksteinagrein í sama blaði daginn eftir; sjá https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=121470&pageId=1667359&lang=is&q=%DEorkell%20Helgason.[2] Fylgiskjal 8 „Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar“með skýrslu um endurskoðun á stjórn fiskveiða, rit sjávarútvegsráðuneytisins nr. 53/2010; sjá http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/Skyrslur/Fylgiskjal8_Tilbodsleid.pdf.[3] Hádegisfréttir í ríkisútvarpinu 1. maí 2015, frétti http://www.ruv.is/frett/makrilkvoti-til-sex-ara-mjog-stuttur-timi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorkell Helgason Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Vart er lengur um það deilt að stjórna þarf aðgengi að takmörkuðum auðlindum eins og veiðum úr fiskistofnun. Takmörkun á afla getur verið með ýmsu móti en flestir hag- og fiskifræðingar virðast orðnir sammála um að skilvirkasta kerfið er kvótakerfi. Hagkvæmnin í veiðunum er best tryggð með því að kvótarnir séu eins og hver önnur aðföng, t.d. olía og veiðarfæri, sem afla má á markaði allt eftir því sem framboð leyfir. Engum dytti í hug að skammta olíu úr hnefa stjórnvalda og afhenda langt undir markaðsverði. En einmitt þar stendur hnífurinn í kúnni með kvótakerfið. Kvótunum var upphaflega úthlutað ókeypis en hafa síðan gengið kaupum og sölum. Það hefur þjóðin ekki getað sætt sig við – og gerir ekki enn. Því hefur útgerðin ekki getað notið til fulls kosta kvótafyrirkomulagsins og eilíft búið við óvissu um framtíð þess. Ástæðan er sú að það skortir siðferðilegan grundvöll undir kvótakerfið, grundvöll sem bæði þjóðin og þeir sem að sjávarútvegi starfa geta við unað. Strax í upphafi var bent á þennan vanda og á þá lausn að hin takmörkuðu gæði væru falboðin af hinu opinbera fyrir hönd eigendum þeirra, þjóðarinnar. Sjá t.d. grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 4. nóvember 1987. Því er þar spáð að „ókeypis úthlutun [muni valda] eilífum ágreiningi. Sífellt verður reynt að lappa upp á úthlutunarreglurnar og tekið tillit til æ fleiri sjónarmiða, þar til kerfið er orðið óskapnaður. Þrátt fyrir það verður það aldrei sanngjarnt. Út úr þessum ógöngum er ekki nema ein fær leið: að hið opinbera selji kvótana á markaðsverði, jafnvel á eins konar uppboði.“[1] Allt á þetta enn við. Einmitt hefur verið lappað upp á kerfið og hefði það verið kórónað með svokölluðu „pottakerfi“ sem þriðji síðasti sjávarútvegsráðherra lagði til. Margir vilja leysa siðferðisvandann með því að banna eða a.m.k. takmarka framsal á kvótum. Það er afleit leið af tvennum sökum. Í fyrsta lagi vegna þess að vandinn er ekki leystur með slíku banni. Takmörkuð gæði verða ævinlega að verðmætum og viðskipti með þau losna alltaf einhvern veginn úr viðjum. Ef ekki má framselja kvótana fá skip með kvótum aukið markaðsverð og það jafnvel þótt um ryðkláfa sé að ræða. En í öðru lagi er hagræðing í útgerð stórlega skert með hindrunum af hverju tagi.Siðlegt kvótakerfi Nú er kvótakerfið búið að vera við lýði í rúma þrjá áratugi. Kvótar hafa skipt um eigendur þrátt fyrir óvissu um framtíð kerfisins. Því væri ekki sanngjarnt að innkalla alla kvóta með fyrirvaralaust. En það er til millileið sem í senn tryggir fyllstu hagkvæmni, stóreykur jafnræði í aðgangi að veiðunum og veitir núverandi útgerðum og þar með kvótahöfum eðlilega aðlögun um leið og tekið er tillit til forsögunnar hvort sem það eru fyrri kvótakaup eða uppsöfnuð veiðireynsla. Og það sem mestu máli skiptir: Lausnin færir auðlindirnar smám saman til baka til eigandans, þjóðarinnar, sem þá nýtur sanngjarns arðs af sinni eign. Þessi leið hefur gengið undir ýmsum nöfnum en verður hér nefnd markaðsleið. Þar er gengið út frá núverandi stöðu, þeirri að nú eru kvótarnir í höndum tiltekinna útgerða. Aflahlutdeildum er síðan endurúthlutað frá ári til árs en þeir skertir lítillega um leið, segjum 5-10% á hverju ári. Það sem þá situr eftir skal selt á opinberu uppboði og háð fyrrnefndum skerðingum strax árið eftir. Þeir sem fyrir eru og vilja halda sínum hlut óskertum þurfa því árlega að kaupa það sem nemur umræddri skerðingu, þ.e. 5-10% af eigin kvóta, en þeir sem vilja koma nýir í útgerð geta aflað sér kvóta á þessum uppboðsmarkaði. Sýna má fram á með núvirðisreikningum að þessi leið fetar þann meðalveg að núverandi kvótahafar og þjóðin skipta á milli sín verðmæti aflahlutdeildanna nokkurn vegin til helminga. Jafnframt er líklegt að verðmæti kvótanna hækki við upptöku markaðsleiðarinnar þar sem hún rennir stoðum siðferðis undir allt fyrirkomulagið sem ætti því að geta orðið til frambúðar. Lögspekingar hafa talsvert fjallað um það hvort kominn sé hefðarréttur á kvótaeignina. Almenna niðurstaðan er sú að ekki megi innkalla kvótana að fullu og það fyrirvaralítið en sú endurúthlutunarleið sem hér er nefnd sé lögmæt og leiði ekki til réttar á skaðabótum. Þeir sem sjá ofsjónum yfir sköttum og gjöldum til að standa undir velferðarsamfélaginu hamra með nokkrum rétti á því að allar álögur á atvinnuvegina skapi hættu á atvinnuleysi þar sem fyrirtækin kunni að þurfa að draga saman seglin þeirra vegna. Gjöld sem ákvörðuð eru á markaði fyrir afnot af takmörkuðum auðlindum eru ekki háð þessum annmörkum. Uppboð á kvótum leiðir ekki til þess að fiskveiðar dragist saman. Uppboðshaldarinn, ríkið, mun taka öllum tilboðum þar til allt það sem er til ráðstöfunar gengur út. Ári illa í sjávarútvegi verða tilboðin sem því nemur lægri, en allt mun að lokum seljast. Auðlindagjöld með uppboði er því í senn efnahagslega skaðlaus en um leið sveiflujafnandi fyrir útgerðina. Hugmyndin um þessa markaðsleið er nánast jafngömul kvótakerfinu og á sér auk þess erlendar fyrirmyndir. Hún var ítarlega kynnt í svokallaðri „sáttanefnd“ í tíð fyrrverandi ríkistjórnar (pottanefndinni) í skýrslu sem við Jón Steinsson hagfræðingur sömdum, en hún sem annað í þeirri nefnd dagaði uppi.[2] En nú hefur hreyfingin Viðreisn hafið merkið á loft, sbr. t.d. grein forvígismanns hennar, Benedikts Jóhannessonar, í Fréttablaðinu 30. apríl s.l.Makrílfrumvarpið er ógæfuspor sem verður að stöðva Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta. Úthlutunin á að mestu að byggja á veiðireynslu s.l. þrjú ár. Það er í stíl við það sem verið hefur. Nýmælið er að aflahlutdeildum er ekki lengur úthlutað eitt ár í senn án frekari skuldbindinga. Í þess stað er úthlutunin í raun ótímabundin nema hvað stjórnvöld geta afturkallað hana, en til þess þarf sex ára aðdraganda. Eigi að segja ákvæðinu upp þarf meiri hluti á Alþingi að vera sama sinnis í tvö ef ekki þrjú kjörtímabil í röð en minnst og eru a.m.k. einar kosningar á milli. Breyttur meiri hluti á þingi getur dregið uppsögnina til baka hvenær sem er. Það er því jafnvel erfiðara að afturkalla makrílúthlutunina en að breyta sjálfri stjórnarskránni. En hættan af þessu óheillafrumvarpi er enn meiri. Segjum að ákvæði um auðlindir í almannaeign komist loks í stjórnarskrá, eins og og stjórnlagaráð lagði til og um þrír fjórðu hlutar kjósenda studdu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012. Þá væri samt ekki unnt að hrófla við makrílúthlutuninni næstu sex til sjö árin á eftir án þess að skapa ríkissjóði hættu á risaháum skaðabótakröfum. Ennfremur er eins víst að handhafa kvóta í öðrum tegundum myndu í krafti jafnræðis krefjast sömu bóta. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur raunar sagt að sex ára uppsagnarfrestur sé of stuttur[3] enda hafði hann fyrr reifað hugmyndir um að kvótahafar fái almennt að halda kvótunum óáreittir í 23 ár og það með sjálfvirkri framlengingu. Það er því augljóst að það stefnir í varanlegt afsal þjóðarinnar á fiskimiðunum sé ekki spornað kröftuglega við. Á móti kemur að vísu veiðigjald en það er sýnd veiði en ekki gefin. Gjaldið verður ákveðið af stjórnarmeirihluta á hverjum tíma allt eins og pólitísku kaupin gerast á eyrinni, en gjaldið nú svarar ekki nema til brots af markaðsvirði kvótanna. Í stað tillögu sjávarútvegsráðherra um ráðstöfun á makrílkvótunum væri kjörið að beita nú framangreindri fyrningar- og uppboðsleið á þessar veiðar. Veiðireynsla, sem þó er ekki löng, væri virt í byrjunarstöðunni og því sársaukalítið fyrir útgerðina að fara þessa markaðsleið og hljóta að launum stuðning þjóðarinnar, eiganda auðlindarinnar. Makrílfrumvarpið er ekki smámál um smáan fisk. Óbreytt mun frumvarpið ryðja brautina að endanlegri einkavæðingu fiskimiðanna við Íslandsstrendur. Því er frumvarpið ógæfuspor sem verður að stöðva. Lesandinn getur lagt sitt af mörkum með því að styðja undirskriftasöfnun á thjodareign.is[1] Morgunblaðið 4. nóvember 1987, bls. 46; sjá líka https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=121468&pageId=1667316&lang=is&q=%DEorkell%20Helgason. Einnig má benda á Staksteinagrein í sama blaði daginn eftir; sjá https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=121470&pageId=1667359&lang=is&q=%DEorkell%20Helgason.[2] Fylgiskjal 8 „Ráðstöfun aflahlutdeilda með samþættingu endurúthlutunar og tilboðsmarkaðar“með skýrslu um endurskoðun á stjórn fiskveiða, rit sjávarútvegsráðuneytisins nr. 53/2010; sjá http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/Skyrslur/Fylgiskjal8_Tilbodsleid.pdf.[3] Hádegisfréttir í ríkisútvarpinu 1. maí 2015, frétti http://www.ruv.is/frett/makrilkvoti-til-sex-ara-mjog-stuttur-timi
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun