Umfjöllun: Serbía - Ísland 25-25 | Risastig í Nis Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2015 16:00 Vísir/Ernir Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Ísland og Serbía gerðu jafntefli 25-25 í undankeppni EM 2016 en leikurinn fór fram í Serbíu. Íslendingar gerðu þrjú síðustu mörk leiksins og náðu fram jafntefli. Liðið er því með fimm stig í efsta sæti riðilsins, jafn mörg stig og Serbar. Vignir Svavarsson, var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður liðsins í dag, og gerði hann fimm mörk. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en Íslendingar einu skrefi á undan. Björgvin Páll var greinilega vel stemmdur og fór á kostum í marki íslenska liðsins í byrjun leiksins. Aron Pálmarsson stjórnaði leik liðsins eins og herforingi og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 7-4 fyrir Ísland. Eftir það féll leikur Íslendinga niður og Serbar nýttu sér það vel. Heimamenn gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 10-9 sér í vil þegar fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik var síðan 13-11 fyrir Serbum og þeir komnir með ágæt tök á leiknum. Íslendingar féllu í þá gryfju að treysta á einstaklingsframtak undir lok hálfleiksins og þá aðallega frá Aroni Pálmarssyni. Tveggja marka munur í hálfleik. Serbar héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og héldu Íslendingum alltaf einu til tveimur mörkum frá sér. Íslendingar unnu sig hægt og bítandi aftur inn í leikinn og komust yfir þegar um þrettán mínútur voru eftir af leiknum. Þá var staðan 19-18 fyrir Íslandi en Serbar áttu eftir að koma með annað áhlaup og koma sér í fína stöðu.Ótrúleg endurkoma Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan 25-22 fyrir heimamenn og þeir með pálmann í höndunum. Íslenska liðið gafst ekki upp og náðu á ótrúlegan hátt að jafna metin. Liðið átti einnig möguleika á því að stela sigrinum undir blálok leiksins en svo varð ekki og niðurstaðan því 25-25. Íslenska liðið náði því þremur stigum gegn Serbíu af fjórum mögulegum í síðustu tveimur leikjum liðsins og það verður að teljast virkilega gott. Liðið sýndi oft á tíðum frábæra takta sóknarlega, þó það hafi verið ábótavant í kvöld. Varnarleikurinn var fínn í báðum leikjunum á móti Serbíu og Björgvin Páll Gústavsson var flottur í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld og varði 17 skot. Aron og Ólafur eru greinilega á réttri leið með þetta lið og getur liðið hæglega komist á Evrópumótið í Póllandi árið 2016.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira