Hjúkrun á Landspítala Elfa Þöll Grétarsdóttir og Guðríður Kristín Þórðardóttir skrifar 12. maí 2015 08:00 Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun