Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Stjarnan 0-3 | Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli skrifar 31. maí 2015 00:01 Halldór Orri Björnsson. vísir/stefán Stjarnan tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik síðan 28. september 2013. Þá steinlá liðið fyrir FH, 4-0, og í kvöld var svipað upp á teningnum gegn afar spræku liði Breiðabliks sem vann sannfærandi 3-0 sigur.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þegar Íslandsmeisturum Stjörnunnar var pakkað saman af gríðarlega öflugu Kópavogsliði sem lék vörn Stjörnunnar ítrekað sundur og saman. Mörkin hefðu getað orðið fleiri en síðari hálfleikur var í rólegri kantinum og einbeitti Breiðablik sér að því að halda hreinu líkt og liðið hefur gert nú í meira en 300 mínútur. Þetta er þriðji sigur Breiðabliks í röð í deildinni og er liðið enn ósigrað á tímabilinu. Kristinn Jónsson átti þátt í öllum þremur mörkum Breiðabliks í fyrri hálfleik. Hann fiskaði vítið sem gaf Blikum forystunna, gaf svo ótrúlega sendingu á Arnþór Ara í öðru markinu fjórum mínútum síðar og átti svo skotið sem Elfar Freyr fylgdi eftir þegar Breiðablik komst í 3-0 á 37. mínútu. Þess ber að geta fyrir þá sem ekki vita að Kristinn leikur sem vinstri bakvörður en engu að síður stafar stöðug ógn af honum. Í stuttu máli sagt var forysta Breiðabliks að loknum fyrri hálfleiknum sanngjörn. Þeir héldu spili Stjörnunnar algjörlega í skefjum en Íslandsmeistararnir komust bókstaflega ekkert áleiðis. Sendingar fóru út um allt og Stjörnumenn áttu ekki skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Sóknarþunginn var ekki til staðar í liðinu. Þrátt fyrir tvöfalda skiptingu Rúnars Páls í hálfleiks og innkomu Veigars Páls stuttu síðar breytti það ekki miklu hjá Íslandsmeisturunum. Breiðablik hélt sínu og gott betur - Stjörnumenn áttu varla skot á mark og þær sem voru í áttina voru máttlausar með öllu. Gunnleifur Gunnleifsson hefur sjaldan átt rólegri dag í marki Blika en í kvöld - og það gegn sjálfum Íslandsmeisturunum. Stjarnan vann fyrstu tvo leiki sumarsins án þess að sýna nein glæsitilþrif. Svo komu þrjú jafntefli í röð og nú þessi skellur gegn Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tapið í langan tíma hafa verið teikn á lofti síðustu vikur og í kvöld náðu Garðbæingar ekki að fela sína veikleika. Sóknarleikur liðsins í kvöld var vandræðilega lélegur og uppbyggingin lítil sem engin. Að sama skapi litu Blikar afar vel út í kvöld og með Kristinn Jónsson sem eitt sitt allra hættulegasta vopn í sókninni er Breiðablik með sannkallaðan gullmola í stöðu vinstri bakvarðar. Mun fleiri stóðu sig vel í liði Breiðabliks í kvöld en Óliver Sigurjónssyni verður að hrósa sérstaklega - hann sá til þess á miðjunni að spil Stjörnunnar var lítið sem ekkert. Óliver var frábær í kvöld. Útlitið er bjart í Kópavoginum en í Garðabænum þurfa menn að taka sín mál föstu taki og fara í naflaskoðun. Eftir 27 leiki í röð án taps varð liðið loks að játa sig sigrað í kvöld en miðað við frammistöðuna í kvöld virðast Stjörnumenn eiga langt í land með að standast bestu liðum landsins snúning. Þess ber þó að geta að menn eins og Michael Præst, sem er nýstiginn úr meiðslum, og Halldór Orri Björnsson eiga mikið inni og þurfa Garðbæingar sárlega á því að halda að þessir menn sýni sitt rétta andlit á nýjan leik.Rúnar Páll um Ólaf Karl: Ef þetta var agamál þá segi ég ykkur ekki frá því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“Kristinn: Er að vinna veðmál við Andra Rafn Kristinn Jónsson átti stórleik gegn Stjörnunni í kvöld og kom að öllum þremur mörkunum í 3-0 sigri á Kópavogsvelli í kvöld. „Aðalmálið er að vinna leikinn en ef maður á einhvern þátt í mörkunum þá er það bara bónus,“ sagði Kristinn, sáttur eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Það er samt hrikalega gaman að eiga þátt í öllum þremur mörkunum, sérstaklega þar sem ég á veðmál við Andra Rafn Yeoman um ákveðinn fjölda stoðsendinga í sumar,“ sagði hann í léttum dúr. Hann hrósaði sínu liði í kvöld fyrir frammistöðuna. „Við vorum að sækja saman sem lið og verjast saman sem lið. Þegar allir eru 100 prósent og gefa allt í þetta þá er hrikalega erfitt að komast í gegnum okkur.“ Kristinn segir að það hafi verið góður stígandi í liðinu frá fyrstu umferð en Blikar hófu mótið með því að gera þrjú jafntefli í röð. „Við vorum góðir gegn Val og ÍA og fengum sjálfstraust í liðið og náð að byggja á því. Við sögðum fyrir mót að við ætluðum okkur að vera í hópi þriggja efstu liðanna og það hefur ekkert breyst.“Arnar: Sýndum allar okkar bestu hliðar Þjálfari Breiðabliks var hinn rólegasti í viðtölum við fjölmiðla eftir frábæran 3-0 sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa náð í þrjú stig. Í annan stað að halda hreinu í þriðja leiknum í röð. Þá var spilamennskan mjög góð. Við börðumst um alla bolta og vorum að skapa mikið af værum,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við einfaldlega vera mun betri frá upphafi til enda. Þegar við erum í toppstandi þá getum við spilað toppbolta og í dag náðum við að sýna allar okkar bestu hliðar, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ „Ég veit ekki hvort að frammistaðan kom mér á óvart. Stundum á maður góðan dag og þannig var það í kvöld.“ Hann hrósaði Kristni Jónssyni fyrir frammistöðuna í kvöld en sagði að allir hafi átt sinn þátt í sigrinum. „Kristinn gerir ótrúlega hluti fram á við en þetta er liðsheild. Við erum líka að halda hreinu og það er ekki bara vörninni að þakka heldur öllu liðinu. Það sama á við þegar við skorum - þá eru allir að leggja sitt af mörkum.“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það skilaði þessu í kvöld.“ „Markmið okkar var að koma okkur í Evrópukeppni og narta í hælana á liðunum í toppbaráttunni. Þegar þessi hópur leggur sig 110 prósent fram þá getum við strítt hverjum sem er. En mótið er rétt að byrja og full snemmt að segja eitthvað. Ef að menn leggja sig fram þá er allt hægt.“Lærisveinar Arnars Grétarssonar hafa unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum.vísir/pjeturvísir/pjeturKristinn Jónsson átti stórleik í liði Breiðabliks í kvöld.vísir/pjeturRúnar Páll á bekknum í kvöld.vísir/pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Stjarnan tapaði í kvöld sínum fyrsta deildarleik síðan 28. september 2013. Þá steinlá liðið fyrir FH, 4-0, og í kvöld var svipað upp á teningnum gegn afar spræku liði Breiðabliks sem vann sannfærandi 3-0 sigur.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik þegar Íslandsmeisturum Stjörnunnar var pakkað saman af gríðarlega öflugu Kópavogsliði sem lék vörn Stjörnunnar ítrekað sundur og saman. Mörkin hefðu getað orðið fleiri en síðari hálfleikur var í rólegri kantinum og einbeitti Breiðablik sér að því að halda hreinu líkt og liðið hefur gert nú í meira en 300 mínútur. Þetta er þriðji sigur Breiðabliks í röð í deildinni og er liðið enn ósigrað á tímabilinu. Kristinn Jónsson átti þátt í öllum þremur mörkum Breiðabliks í fyrri hálfleik. Hann fiskaði vítið sem gaf Blikum forystunna, gaf svo ótrúlega sendingu á Arnþór Ara í öðru markinu fjórum mínútum síðar og átti svo skotið sem Elfar Freyr fylgdi eftir þegar Breiðablik komst í 3-0 á 37. mínútu. Þess ber að geta fyrir þá sem ekki vita að Kristinn leikur sem vinstri bakvörður en engu að síður stafar stöðug ógn af honum. Í stuttu máli sagt var forysta Breiðabliks að loknum fyrri hálfleiknum sanngjörn. Þeir héldu spili Stjörnunnar algjörlega í skefjum en Íslandsmeistararnir komust bókstaflega ekkert áleiðis. Sendingar fóru út um allt og Stjörnumenn áttu ekki skot að marki allan fyrri hálfleikinn. Sóknarþunginn var ekki til staðar í liðinu. Þrátt fyrir tvöfalda skiptingu Rúnars Páls í hálfleiks og innkomu Veigars Páls stuttu síðar breytti það ekki miklu hjá Íslandsmeisturunum. Breiðablik hélt sínu og gott betur - Stjörnumenn áttu varla skot á mark og þær sem voru í áttina voru máttlausar með öllu. Gunnleifur Gunnleifsson hefur sjaldan átt rólegri dag í marki Blika en í kvöld - og það gegn sjálfum Íslandsmeisturunum. Stjarnan vann fyrstu tvo leiki sumarsins án þess að sýna nein glæsitilþrif. Svo komu þrjú jafntefli í röð og nú þessi skellur gegn Breiðabliki. Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tapið í langan tíma hafa verið teikn á lofti síðustu vikur og í kvöld náðu Garðbæingar ekki að fela sína veikleika. Sóknarleikur liðsins í kvöld var vandræðilega lélegur og uppbyggingin lítil sem engin. Að sama skapi litu Blikar afar vel út í kvöld og með Kristinn Jónsson sem eitt sitt allra hættulegasta vopn í sókninni er Breiðablik með sannkallaðan gullmola í stöðu vinstri bakvarðar. Mun fleiri stóðu sig vel í liði Breiðabliks í kvöld en Óliver Sigurjónssyni verður að hrósa sérstaklega - hann sá til þess á miðjunni að spil Stjörnunnar var lítið sem ekkert. Óliver var frábær í kvöld. Útlitið er bjart í Kópavoginum en í Garðabænum þurfa menn að taka sín mál föstu taki og fara í naflaskoðun. Eftir 27 leiki í röð án taps varð liðið loks að játa sig sigrað í kvöld en miðað við frammistöðuna í kvöld virðast Stjörnumenn eiga langt í land með að standast bestu liðum landsins snúning. Þess ber þó að geta að menn eins og Michael Præst, sem er nýstiginn úr meiðslum, og Halldór Orri Björnsson eiga mikið inni og þurfa Garðbæingar sárlega á því að halda að þessir menn sýni sitt rétta andlit á nýjan leik.Rúnar Páll um Ólaf Karl: Ef þetta var agamál þá segi ég ykkur ekki frá því Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Hann vildi þó engu svara um stöðu Ólafs Karls Finsen sem var óvænt ekki í byrjunarliðinu í kvöld. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum hrikalega slakir í þessum leik og Blikarnir hleyptu okkur einfaldlega ekki inn í leikinn. Þeir voru bara miklu betri en við.“ „Við ætluðum að setja pressu á þá í upphafi leiks en það gekk bara ekki eftir,“ sagði Rúnar Páll enn fremur. „Þeir dældu boltanum fram og við lentum í vandræðum með það. Að sama skapi náðum við ekki að koma boltanum á milli manna og sköpuðum okkur ekki eitt einasta færi.“ Rúnar var spurður hvort að þetta hafi verið slakasti leikur Stjörnunnar undir hans stjórn. Hann hló að því. „Þú getur haft það þannig ef þú vilt. En Blikarnir voru bara hrikalega sterkir. Okkur var rækilega kippt niður á jörðina og við áttum það skilið miðað við frammistöðuna í kvöld.“ Ólafur Karl Finsen, sem hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar, var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks. Rúnar Páll neitaði því að hann hafi verið settur úr byrjunarliðinu vegna agabanns. „Nei, það var ekkert svoleiðis. Það er bara okkar mál,“ sagði Rúnar Páll. Fyrir stuttu birtist myndband á Fótbolti.net þar sem að Ólafur Karl sést læðast inn í búningsklefa Breiðabliks og stela til að mynda skóm Gunnleifs Gunnleifssonar. „Ég hef enga skoðun á því [þessu myndbandi],“ sagði Rúnar Páll aðspurður um málið og neitaði aftur fyrir að málið tengdist því að Ólafur Karl byrjaði ekki í kvöld. „Það tengist því ekki neitt. Og jafnvel þó svo að það myndi tengjast þá myndi ég ekki segja ykkur það. Það er bara svoleiðis.“ „Óli er mjög mikivægur leikmaður fyrir okkur. Það er ekkert launungarmál.“Kristinn: Er að vinna veðmál við Andra Rafn Kristinn Jónsson átti stórleik gegn Stjörnunni í kvöld og kom að öllum þremur mörkunum í 3-0 sigri á Kópavogsvelli í kvöld. „Aðalmálið er að vinna leikinn en ef maður á einhvern þátt í mörkunum þá er það bara bónus,“ sagði Kristinn, sáttur eftir sigurinn á Stjörnunni í kvöld. „Það er samt hrikalega gaman að eiga þátt í öllum þremur mörkunum, sérstaklega þar sem ég á veðmál við Andra Rafn Yeoman um ákveðinn fjölda stoðsendinga í sumar,“ sagði hann í léttum dúr. Hann hrósaði sínu liði í kvöld fyrir frammistöðuna. „Við vorum að sækja saman sem lið og verjast saman sem lið. Þegar allir eru 100 prósent og gefa allt í þetta þá er hrikalega erfitt að komast í gegnum okkur.“ Kristinn segir að það hafi verið góður stígandi í liðinu frá fyrstu umferð en Blikar hófu mótið með því að gera þrjú jafntefli í röð. „Við vorum góðir gegn Val og ÍA og fengum sjálfstraust í liðið og náð að byggja á því. Við sögðum fyrir mót að við ætluðum okkur að vera í hópi þriggja efstu liðanna og það hefur ekkert breyst.“Arnar: Sýndum allar okkar bestu hliðar Þjálfari Breiðabliks var hinn rólegasti í viðtölum við fjölmiðla eftir frábæran 3-0 sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa náð í þrjú stig. Í annan stað að halda hreinu í þriðja leiknum í röð. Þá var spilamennskan mjög góð. Við börðumst um alla bolta og vorum að skapa mikið af værum,“ sagði Arnar eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst við einfaldlega vera mun betri frá upphafi til enda. Þegar við erum í toppstandi þá getum við spilað toppbolta og í dag náðum við að sýna allar okkar bestu hliðar, sérstaklega í fyrri hálfleik.“ „Ég veit ekki hvort að frammistaðan kom mér á óvart. Stundum á maður góðan dag og þannig var það í kvöld.“ Hann hrósaði Kristni Jónssyni fyrir frammistöðuna í kvöld en sagði að allir hafi átt sinn þátt í sigrinum. „Kristinn gerir ótrúlega hluti fram á við en þetta er liðsheild. Við erum líka að halda hreinu og það er ekki bara vörninni að þakka heldur öllu liðinu. Það sama á við þegar við skorum - þá eru allir að leggja sitt af mörkum.“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það skilaði þessu í kvöld.“ „Markmið okkar var að koma okkur í Evrópukeppni og narta í hælana á liðunum í toppbaráttunni. Þegar þessi hópur leggur sig 110 prósent fram þá getum við strítt hverjum sem er. En mótið er rétt að byrja og full snemmt að segja eitthvað. Ef að menn leggja sig fram þá er allt hægt.“Lærisveinar Arnars Grétarssonar hafa unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum.vísir/pjeturvísir/pjeturKristinn Jónsson átti stórleik í liði Breiðabliks í kvöld.vísir/pjeturRúnar Páll á bekknum í kvöld.vísir/pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira