Uppbótartíminn: Doumbia sneri aftur með stæl | Myndbönd 27. maí 2015 11:27 Bjarni Þór Viðarsson og félagar í FH eru komnir á topp deildarinnar. vísir/stefán Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er á toppnum á markatölu eftir jafntefli í stórleiknum gegn Stjörnunni þar sem Kassim Doumbia sneri aftur og skoraði mark. KR er búið að vinna þrjá leiki í röð en Keflavík og ÍBV eru í slæmum málum á botni deildarinnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan 1-1 FHÍA 0-1 BreiðablikLeiknir 2-0 VíkingurValur 3-3 FjölnirKeflavík 1-3 FylkirKR 1-0 ÍBVLærisveinar Bjarna Guðjóns og Gumma Ben eru búnir að vinna þrjá leiki í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... Kassim Doumbia Miðvörðurinn öflugi sneri aftur með látum í stórleikinn gegn Stjörnunni. Hann spilaði varnarleikinn afskaplega vel eins og honum einum er lagið og bætti um betur með því að jafna leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu. Eftir leik mætti hann svo í viðtal og kyssti krakkann sinn í Pepsi-mörkunum sem fékk hjörtu fótboltaáhugamanna til að bráðna.... Arnþór Ara Atlason Skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Blika á Skaganum sem tryggði Breiðablik annan sigurinn í röð. Arnþór virtist vera að taka dýfu rétt fyrir mót eftir að spila frábærlega á undirbúningstímabilinu og meiddist svo í fyrri hálfleik í fyrstu umferð. Hann er að finna taktinn aftur og þetta sigurmark hjálpar honum vafalítið upp á framhaldið.... Albert Brynjar Ingason Átti frábæran leik í 1-3 sigri Fylkis á Keflavík suður með sjó. Var sívinnandi og ávallt hættulegur. Lagði upp fyrsta mark Árbæinga fyrir Andrés Má Jóhannesson, skoraði annað markið úr víti og átti stóran þátt í því þriðja. Albert virkar í hörkuformi og sagðist í viðtali í Pepsi-mörkunum líklega aldrei verið í betra formi. Er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum og miðað við spilamennskuna á þeim eftir að fjölga á næstunni.Víkingar hafa ekki unnið leik síðan í 1. umferðinni.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... Víkinga Þurftu á þremur stigum að halda gegn nýliðunum eftir þrjú jafntefli í röð en töpuðu í Breiðholtinu gegn Leiknisliði sem var miklu betra í leiknum. Víkingar hafa nú ekki unnið í fjórum leikjum í röð, en þegar sigrarnir detta ekki inn á móti öllum jafnteflunum verður þetta erfitt.... Markverði Fótboltinn í deildinni til þessa hefur verið nokkuð góður sé miðað við að margir leikir fara fram nánast í tólf vindstigum. Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV, fékk á sig "rok"-mark líkt og Richard Arends hjá Keflavík og þá missti Þórður Ingason boltann úr höndunum í föstu leikatriði hjá Fjölni þegar Valur skoraði annað markið. Denis Kardaclija lét svo hornspyrnu fara í gegnum allan markteiginn hjá sér áður en honum tókst ekki að verja aukaspyrnu beint á hann í seinni hálfleik gegn Leikni.... Kristján Guðmundsson Keflvíkingar eru í vandræðum, hafa aðeins fengið eitt stig það sem af er móti og tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum. Lærisveinar Kristjáns voru heillum horfnir gegn Fylki á mánudaginn og áttu skilið að tapa eins og þjálfarinn viðurkenndi í viðtali eftir leik. Keflavík hefur ekki byrjað jafn illa í efstu deild síðan 1960 og úrlitið er ekki gott suður með sjó.Tölfræðin og sagan: *Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson unnu hvorugir þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni í fyrra, Bjarni sem þjálfari Fram og Guðmundur sem þjálfari Breiðabliks. *Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex heimsóknum sínum til Reykjavíkur i Pepsi-deildinni. *ÍBV hefur ekki skorað færri mörk (2) í fyrstu fimm leikjunum í 21 ár eða síðan að liðið skorað tvö mörk í fyrstu fimm umferðunum 1994. *Sex leikmenn hafa skorað síðustu sex mörk KR í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa ekki náð að skora í sjö af tíu hálfleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið liðið hefur náð í stig í 9 af 10 leikjum í fyrstu fimm umferðunum undanfarin tvö tímabil. *Fjölnir hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf útileikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa bara skorað 2 mörk í seinni hálfleik í fyrstu fimm leikjum sínum og þau komu bæði á móti FH. *Keflavíkurliðið hefur enn ekki skorað í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Í fyrsta sinn í 19 ár (1996) sem Keflavík vinnur ekki leik í fyrstu fimm umferðunum. *Fylkir er aðeins búið að tapa 3 af síðustu 14 leikjum sínum Pepsi-deildinni og tvö af töpunum hafa komið á móti KR. *Markatala Keflvíkinga er í plús 1 á fyrstu sextán mínútum í seinni hálfleik (3-2) en mínús 8 á öðrum tímum í leikjunum (0-8) í fyrstu fimm umferðunum. *Leiknir var búið að skora 6 mörk á útivelli áður en liðið skoraði sitt fyrsta mark í Efra-Breiðholtinu. *Eyjólfur Tómasson var fyrstur til að halda hreinu á móti Víkingi í Pepsi-deildinni í sumar. *Þetta er í fyrsta sinn síðan 1991 sem Breiðablik tapar ekki í fyrstu fimm leikjum sínum. *Skagamenn hafa ekki skorað færri mörk í fyrstu þremur heimaleikjum sínum (1) frá því í titilvörninni sumarið 2002. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur haldið marki sínu hreinu í 221 mínútu.Næstum-því-formaður-KSÍ var í stuði á Samsung-vellinum í gær.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum: Geir Ólafsson er mættur í blaðamannastúkuna. Tilkynnir okkur að FH eigi miðjuna. Hefur sagt margt vitlausara í gegnum tíðina.Stefán Þór Pálsson á Vodafone-vellinum: Sjálfur Geir Ólafsson leit við í blaðamannastúkuna og er hann hinn hressasti. Nokkuð bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Það vita flestir að Geir er mikill Valsari.Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-vellinum: Óskar Örn Hauksson átti marktilraun framhjá Menn spyrja sig hvort Óskar Örn hafi gleymt hvernig eigi að sparka í boltann í Kanada?Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Gunnar Nielsen, Stjörnunni - 8 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Denis Cardaklija, Víkingi - 3 Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi - 3 Stefán Þór Pálsson, Víkingi - 3 Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 3 Bjarni Gunnarsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Arnar Grétars er einn stabíll maður. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 26, 2015Ég veit ekki neitt um fótbolta en ég þoli samt ekki Stjörnuna. Skrítið. #pepsi365 — Heiðdís Helgadóttir (@heiddis09) May 26, 2015Er Keflavíkurvörnin að treysta markmanninum? Mér sýnist ekki. #pepsi365 — Davíð Örn Óskarsson (@davidoskars) May 26, 2015Verstu dómarnir hljóta að vera þeir þegar enginn biður um neitt, boltinn hafnar í netinu og allt í einu ... flaut! #Pepsi365#Mannlegmistök — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 26, 2015Fyndið að menn tala stundum Fjölni létt niður eins og þeir eigi að vera í fallbaráttu. Mæli með að fólk skoði leikmennina í liðinu #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) May 26, 2015Atvik 5. umferðar Mark 5. umferðar Markasyrpa 5. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Fimmta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH er á toppnum á markatölu eftir jafntefli í stórleiknum gegn Stjörnunni þar sem Kassim Doumbia sneri aftur og skoraði mark. KR er búið að vinna þrjá leiki í röð en Keflavík og ÍBV eru í slæmum málum á botni deildarinnar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan 1-1 FHÍA 0-1 BreiðablikLeiknir 2-0 VíkingurValur 3-3 FjölnirKeflavík 1-3 FylkirKR 1-0 ÍBVLærisveinar Bjarna Guðjóns og Gumma Ben eru búnir að vinna þrjá leiki í röð.vísir/vilhelmGóð umferð fyrir ...... Kassim Doumbia Miðvörðurinn öflugi sneri aftur með látum í stórleikinn gegn Stjörnunni. Hann spilaði varnarleikinn afskaplega vel eins og honum einum er lagið og bætti um betur með því að jafna leikinn með skallamarki eftir hornspyrnu. Eftir leik mætti hann svo í viðtal og kyssti krakkann sinn í Pepsi-mörkunum sem fékk hjörtu fótboltaáhugamanna til að bráðna.... Arnþór Ara Atlason Skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri Blika á Skaganum sem tryggði Breiðablik annan sigurinn í röð. Arnþór virtist vera að taka dýfu rétt fyrir mót eftir að spila frábærlega á undirbúningstímabilinu og meiddist svo í fyrri hálfleik í fyrstu umferð. Hann er að finna taktinn aftur og þetta sigurmark hjálpar honum vafalítið upp á framhaldið.... Albert Brynjar Ingason Átti frábæran leik í 1-3 sigri Fylkis á Keflavík suður með sjó. Var sívinnandi og ávallt hættulegur. Lagði upp fyrsta mark Árbæinga fyrir Andrés Má Jóhannesson, skoraði annað markið úr víti og átti stóran þátt í því þriðja. Albert virkar í hörkuformi og sagðist í viðtali í Pepsi-mörkunum líklega aldrei verið í betra formi. Er kominn með þrjú mörk í fyrstu fimm leikjunum og miðað við spilamennskuna á þeim eftir að fjölga á næstunni.Víkingar hafa ekki unnið leik síðan í 1. umferðinni.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... Víkinga Þurftu á þremur stigum að halda gegn nýliðunum eftir þrjú jafntefli í röð en töpuðu í Breiðholtinu gegn Leiknisliði sem var miklu betra í leiknum. Víkingar hafa nú ekki unnið í fjórum leikjum í röð, en þegar sigrarnir detta ekki inn á móti öllum jafnteflunum verður þetta erfitt.... Markverði Fótboltinn í deildinni til þessa hefur verið nokkuð góður sé miðað við að margir leikir fara fram nánast í tólf vindstigum. Guðjón Orri Sigurjónsson, markvörður ÍBV, fékk á sig "rok"-mark líkt og Richard Arends hjá Keflavík og þá missti Þórður Ingason boltann úr höndunum í föstu leikatriði hjá Fjölni þegar Valur skoraði annað markið. Denis Kardaclija lét svo hornspyrnu fara í gegnum allan markteiginn hjá sér áður en honum tókst ekki að verja aukaspyrnu beint á hann í seinni hálfleik gegn Leikni.... Kristján Guðmundsson Keflvíkingar eru í vandræðum, hafa aðeins fengið eitt stig það sem af er móti og tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum. Lærisveinar Kristjáns voru heillum horfnir gegn Fylki á mánudaginn og áttu skilið að tapa eins og þjálfarinn viðurkenndi í viðtali eftir leik. Keflavík hefur ekki byrjað jafn illa í efstu deild síðan 1960 og úrlitið er ekki gott suður með sjó.Tölfræðin og sagan: *Bjarni Guðjónsson og Guðmundur Benediktsson unnu hvorugir þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni í fyrra, Bjarni sem þjálfari Fram og Guðmundur sem þjálfari Breiðabliks. *Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu sex heimsóknum sínum til Reykjavíkur i Pepsi-deildinni. *ÍBV hefur ekki skorað færri mörk (2) í fyrstu fimm leikjunum í 21 ár eða síðan að liðið skorað tvö mörk í fyrstu fimm umferðunum 1994. *Sex leikmenn hafa skorað síðustu sex mörk KR í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa ekki náð að skora í sjö af tíu hálfleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið liðið hefur náð í stig í 9 af 10 leikjum í fyrstu fimm umferðunum undanfarin tvö tímabil. *Fjölnir hefur aðeins unnið einn af síðustu tólf útileikjum sínum í Pepsi-deildinni. *Valsmenn hafa bara skorað 2 mörk í seinni hálfleik í fyrstu fimm leikjum sínum og þau komu bæði á móti FH. *Keflavíkurliðið hefur enn ekki skorað í fyrri hálfleik í Pepsi-deildinni í sumar. *Í fyrsta sinn í 19 ár (1996) sem Keflavík vinnur ekki leik í fyrstu fimm umferðunum. *Fylkir er aðeins búið að tapa 3 af síðustu 14 leikjum sínum Pepsi-deildinni og tvö af töpunum hafa komið á móti KR. *Markatala Keflvíkinga er í plús 1 á fyrstu sextán mínútum í seinni hálfleik (3-2) en mínús 8 á öðrum tímum í leikjunum (0-8) í fyrstu fimm umferðunum. *Leiknir var búið að skora 6 mörk á útivelli áður en liðið skoraði sitt fyrsta mark í Efra-Breiðholtinu. *Eyjólfur Tómasson var fyrstur til að halda hreinu á móti Víkingi í Pepsi-deildinni í sumar. *Þetta er í fyrsta sinn síðan 1991 sem Breiðablik tapar ekki í fyrstu fimm leikjum sínum. *Skagamenn hafa ekki skorað færri mörk í fyrstu þremur heimaleikjum sínum (1) frá því í titilvörninni sumarið 2002. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, hefur haldið marki sínu hreinu í 221 mínútu.Næstum-því-formaður-KSÍ var í stuði á Samsung-vellinum í gær.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum: Geir Ólafsson er mættur í blaðamannastúkuna. Tilkynnir okkur að FH eigi miðjuna. Hefur sagt margt vitlausara í gegnum tíðina.Stefán Þór Pálsson á Vodafone-vellinum: Sjálfur Geir Ólafsson leit við í blaðamannastúkuna og er hann hinn hressasti. Nokkuð bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Það vita flestir að Geir er mikill Valsari.Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-vellinum: Óskar Örn Hauksson átti marktilraun framhjá Menn spyrja sig hvort Óskar Örn hafi gleymt hvernig eigi að sparka í boltann í Kanada?Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Gunnar Nielsen, Stjörnunni - 8 Bjarni Ólafur Eiríksson, Val - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Denis Cardaklija, Víkingi - 3 Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi - 3 Stefán Þór Pálsson, Víkingi - 3 Jóhann B. Guðmundsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 3 Bjarni Gunnarsson, ÍBV - 3Umræðan #pepsi365Arnar Grétars er einn stabíll maður. #pepsi365 — Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) May 26, 2015Ég veit ekki neitt um fótbolta en ég þoli samt ekki Stjörnuna. Skrítið. #pepsi365 — Heiðdís Helgadóttir (@heiddis09) May 26, 2015Er Keflavíkurvörnin að treysta markmanninum? Mér sýnist ekki. #pepsi365 — Davíð Örn Óskarsson (@davidoskars) May 26, 2015Verstu dómarnir hljóta að vera þeir þegar enginn biður um neitt, boltinn hafnar í netinu og allt í einu ... flaut! #Pepsi365#Mannlegmistök — Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) May 26, 2015Fyndið að menn tala stundum Fjölni létt niður eins og þeir eigi að vera í fallbaráttu. Mæli með að fólk skoði leikmennina í liðinu #pepsi365 — Eiður Ben (@EidurEiriksson) May 26, 2015Atvik 5. umferðar Mark 5. umferðar Markasyrpa 5. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira