Með kramið hjarta á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 15:55 Óttar Proppé vill að þingmenn finni gleðina í hjarta sínu á ný eftir hörð átök síðustu daga. vísir/pjetur Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá. Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar Framtíðar, gerði eftirfarandi ljóðlínur Valgeirs Guðjónssonar að sínum á Alþingi í dag. „Hver getur læknað kramið hjarta, hver getur límt saman brotna sál, hver getur stutt stoltið særða, hver getur læknað kramið hjarta.“ Sagði Óttar að hjartað í honum væri að kremjast en hart hefur verið deilt á Alþingi seinustu daga vegna rammaáætlunar. Hefur stjórnarandstaðan ítrekað lagt fram breytingatillögur á dagskrá þingsins og hafa viljað færa aðra dagskrárliði fram yfir umræðu um rammaáætlun en stjórnarmeirihlutinn hefur alltaf fellt þær tillögur. Þingmenn hafa því rætt fundarstjórn forseta nær sleitulaust en Óttar sagði verk og ábyrgð Alþingis vera slík að þingmenn gætu ekki setið þar með kramið hjarta. Hann sagði enga mömmu vera á leiðinni og hvatti þingmenn til að finna gleðina í hjarta sér á ný. Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, kvaddi sér þá hljóðs: „Forseti gerir nú undantekningu og leyfir sér að segja heyr, heyr.“ Svo virðist sem að forseti hafi svo breytt dagskrá þingsins því þegar umræðunni um fundarstjórn forseta lauk um hálffjögur í dag var farið í dagskrárlið þrjú, sérstaka umræðu um fyrirkomulag náms til stúdentsprófs, og þar með hlaupið yfir áætlaða umræðu um rammaáætlun.Uppfært klukkan 16:20: Umræða um rammaáætlun er nú hafin og eru hátt í 20 þingmenn á mælendaskrá.
Alþingi Tengdar fréttir Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42 Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44 "Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21 Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Segir tvo „talíbana“ taka Alþingi í gíslingu "Er þetta trúðaleikhús eða Alþingi Íslendinga?“ 22. maí 2015 14:42
Stjórnarliðum smalað í skyndi til atkvæðagreiðslu Stjórnarliðar voru of fámennir á fundi Alþingis til að fella dagskrártillögu minnihlutans og var þá ráðherrum og fleirum smalað til þingfundar til að greiða atkvæði. 22. maí 2015 11:44
"Enginn í uppnámi nema minnihlutinn“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill ekki meina að þingstörfin séu í uppnámi. 22. maí 2015 15:21
Segja Rammann ekki munu fara í gegn Enn hafa engir samningar náðst um þinglok og óvíst hvenær þinghaldi mun ljúka fyrir sumarið. 22. maí 2015 07:00