Apple kynnti uppfærð stýrikerfi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 11:46 Frá ráðstefnu Apple í gær. Vísir/EPA Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær. Tækni Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forsvarsmenn Apple kynntu í gær nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins OS X á árlegri þróunarráðstefnu fyrirtækisins. Þar að auki var einnig kynnt nýjasta stýrikerfi fyrirtækisins fyrir snjalltæki, iOs 9. Þegar kemur að OS X, stýrikerfinu fyrir tölvur Apple sem fengið hefur nafnið El Capitan, virðist sem að engar breytingar hafi verið gerðar á grunnuppbygginu kerfisins. Þess í stað hefur margt verið fínpússað og lagað til og kom fram á kynningunni að gæði kerfisins og upplifun notenda yrði mun betri. Nú geta notendur stillt upp tveimur gluggum hlið við hlið, eins og Windows notendur hafa getað um árabil, og verður leikjaspilun betrumbætt. Notendur geta náð í betaútgáfu í júlí og fría heildaruppfærslu í haust. Svipaða sögu er að segja af iOS 9 og láta breytingar þar ekki mikið á sér bera. Þeim er þó ætlað, eins og OS X, að bæta notkun og upplifun með mörgum smávægilegum breytingum og hagræðingu. Talgervillinn Siri er sögð vera gáfaðri og mun hún jafnvel veita uppástungur áður en hún er spurð tiltekinna spurninga. Nýja stýrikerfið er þar að auki sagt bæta rafhlöðunýtingu með nýrri stillingu sem getur náð þremur klukkustundum aukalega úr rafhlöðum snjalltækja.Í samkeppni við Spotify Ein stærsta kynningin í gær var þó þegar Apple Music var kynnt til leiks. Um er að ræða streymiþjónustu fyrir tónlist sem opnar þann 30. júní. Notendur Apple munu fá ókeypis aðgang að þjónustunni í þrjá mánuði, en eftir það mun þjónustan kosta. Auk streymis mun Apple Music bjóða upp á nokkurs konar samfélagsmiðil þar sem listamenn geta dreift efni til aðdáenda og þar verður einnig send út útvarpsstöð. Hún mun vera í gangi allan sólarhringinn og verður stýrt af fjölmörgum plötusnúðum. Kynningu Apple í heild sinni má sjá hér sem og frekar upplýsingar um það sem kynnt var.Hér má sjá frétt IGN um kynninguna í gær.
Tækni Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira