Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Landsdómur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum.
Landsdómur Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira