Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Landsdómur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum.
Landsdómur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira