Gullregn í Laugardalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júní 2015 06:30 Þórdís Eva kemur í mark. vísir/pjetur Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag Frjálsar íþróttir Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Sjá meira
Íslenskt frjálsíþróttalíf hefur verið í miklum blóma síðustu ár og það sannaðist á Laugardalsvellinum í gær er íslenskt frjálsíþróttafólk vann gull í sjö greinum af fimmtán á öðrum keppnisdegi frjálsíþróttanna á Smáþjóðaleikunum í gær. Alls fékk íslenska keppnisfólkið átján verðlaun í gær. Bæði stóðu sigurstranglegir keppendur við sitt og aðrir stigu fram á sjónarsviðið í fyrsta sinn. Í þeim hópi er hin fimmtán ára Þórdís Eva Steinsdóttir. Þessi ungi FH-ingur hefur látið mikið til sín taka í hinum ýmsu greinum og slegið ófá aldursflokkamet síðastliðin ár. Hún vann gull í 400 m hlaupi kvenna þar sem hún sýndi stáltaugar og hélt aftur af keppendum sínum á lokasprettinum af miklu öryggi. „Ég var frekar að einbeita mér að því að vinna hlaupið en að bæta minn besta tíma,“ sagði Þórdís Eva við Fréttablaðið. „Þetta er mitt fyrsta A-landsliðsmót og langaði mig mest til að fara á pall. Og helst til að vinna. Ég er mjög ánægð með þetta. Það er ótrúlega gaman að fá að keppa með þessum öflugu keppendum og heiður að fá að vera hluti af þessu frjálsíþróttalandsliði.“ Hún segist ætla að einbeita sér að hlaupum í framtíðinni. „Allt frá 200 m í 800 m. Svo get ég líka stokkið. En ég er byrjuð að keppa meira í hlaupum en stökkum og köstum,“ sagði hún.Aníta náði sér betur á strik en á þriðjudaginn.vísir/pjeturVildi ekki gera sömu mistökin Aníta Hinriksdóttir missti af gullinu í 800 m hlaupinu á þriðjudag en bætti fyrir það með því að vinna yfirburðasigur í 1500 m hlaupi. Þrátt fyrir að vera meira en 10 sekúndum frá hennar besta tíma var hlaupið vel útfært. Aníta tók fram úr þegar 500 m voru eftir og stakk andstæðinga sína af. „Þetta var mjög hægt hlaup en fínt. Ég vildi alla vega ekki gera sömu mistök og á þriðjudaginn,“ sagði Aníta. „Ég valdi þessa leið núna og held að þetta hafi verið fínt. Tíminn var langt frá því að vera góður. En samt skemmtilegt og gott að eiga svona eftir í lokin.“Útiloka ekki Ríó 2016 Guðni Valur Guðnason snerti kringlu í fyrsta sinn í fyrra en þessi nítján ára kappi gerði sér lítið fyrir og vann í kringlukasti. Hann bætti þar að auki sinn besta árangur um tæpan metra með kasti upp á 56,40 m. Guðni Valur er óhræddur við að stefna hátt. „Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári,“ sagði Guðni Valur. Arnar Pétursson langhlaupari vann öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi og Kristinn Torfason vann gull í langstökki þrátt fyrir að hafa verið nokkuð frá sínu besta. Þá unnu Ívar Kristinn Jasonarson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir gull í 400 m grindahlaupi. Arna Stefanía var að keppa í greininni í aðeins annað sinn á ferlinum. Fyrr um daginn vann hún silfur í 100 m grindarhlaupi en hún bætti sinn besta árangur í báðum greinum. „Ég er að stíga upp úr meiðslum og mjög gott að ná að bæta mig. Það sýnir bara að ég er í góðu formi. Ég er mjög ánægð með það,“ sagði Arna Stefanía. Þriðji og síðasti keppnisdagur frjálsíþróttanna verður á laugardag
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Sjá meira