Aron Kristjánsson hefur valið íslenska landsliðshópinn sem mætir Ísrael og Svartfjallalandi í síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2016.
Alexander Petersson gat ekki gefið kost á sér í leikina vegna meiðsla eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.
Aron valdi sautján leikmenn í liðið. Rúnar Kárason er valinn aftur í liðið en Sigurbergur Sveinsson er utan hóps að þessu sinni.
Þá er Sverre Jakobsson ekki í hópnum og má leiða líkur að því að hann hafi því leikið sinn síðasta landsleik. Tandri Már Konráðsson er valinn í liðið og gæti hann fyllt í skarð Sverre.
Ísland er með fimm stig í riðlinum ásamt Serbíu en Svartfjallaland er í efsta sæti með sex stig. Ísrael er neðst án stiga en tvö efstu liðin fara áfram í lokakeppnina.
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif
Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club
Aðrir leikmenn:
Arnór Atlason, St. Raphael
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club
Aron Pálmarson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona
Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball
Kári Kristján Kristjánsson, Valur
Ólafur Andrés Guðmundsson, TSV Hannover Burgdorf
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf
Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB
Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen
Tandri Konráðsson, Ricoh HK
Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS
Alexander ekki með gegn Ísrael og Svartfjallalandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“
Íslenski boltinn

Guðmundur rekinn frá Fredericia
Handbolti


Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn
Enski boltinn

Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær
Enski boltinn

Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“
Enski boltinn