Úrslitin í Danmörku ráðast á síðustu atkvæðunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 18:35 Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Útgönguspár benda til þess að hægri blokkin vinni dönsku þingkosningarnar með 50,9 prósentum atkvæða en kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma. Danska stjórnin er því fallin samkvæmt þessu. Búist er við að talningu ljúki um klukkan tíu í kvöld og þá liggi endanlega fyrir hver verður forsætisráðherra Danmerkur næstu fjögur árin. Þingkosningarnar í Danmörku eru mjög spennandi þar sem kannanir síðustu daga hafa ýmist sýnt vinstriblokk Helle Thoring Schmidt forsætisráðherra og formanns Jafnaðarmannaflokksins eða hægriblokkina undir forystu Lars Lökke Rasmussen formanns Venstre ná naumum meirihluta. Hvert atkvæði skiptir því máli í þessum kosningum sem forsætisráðherrann boðaði í dag um þremur mánuðum áður en kjörtímabilið rennur út í september. Helle Thorning Schmidt var ekki viss um sigur þegar hún mætti á kjörstað í dag. „Það er fólksins að ákveða og ég held að þetta muni standa mjög tæpt. Ég vona að nógu margir styðji þá stefnu sem við höfum markað fyrir Danmörku, með styrkingu efnahagslífsins og auknum framlögum til velferðarmála. Ef það er það sem fólkið vill ætti það að kjósa Jafnaðarmannaflokkinn,“ sagði Helle sem varð fyrst kvenna til að verða forsætisráðherra í Danmörku í kosningunum árið 2011. Það er fátítt að algerar kollsteypur verði í dönskum kosningum og þar ríkir almenn sátt um helstu þætti samfélagsgerðarinnar, þótt vissulega sé áherslumunur milli fylkinga. Lars Lökke og hægriblokkinn hefur til að mynda lagt meiri áherslu á innflytjendamál í þessum kosningum en áður. „Ég, flokkurinn minn og samtök hægriblokkarinnar í heild berjumst fyrir hverju einasta atkvæði. Við hættum ekki kosningabaráttunni fyrr henni lýkur að fullu,“ sagði Lars Lökke á kjörstað í morgun. Kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og benda útgönguspár til þess að Blá blokkinn hafi nauman sigur með 50,9 prósentum atkvæða og 89 þingmenn. Rauða blokkinn fengi 49,1 prósent og 86 þingmenn. Níutíu þingmenn þarf til að mynda meirihluta og því gætu fjórir þingmenn Færeyja og Grænlands skipt sköpum. En búast má við lokatölum í þessum sögulegu kosningum um klukkan tíu í kvöld.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira