Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2025 13:07 Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Í dag fer fram sérstök umræða á Alþingi um samfélagsmiðla og börn. Skúli Bragi Geirdal, varaþingmaður Framsóknar er málshefjandi en hann er einnig sviðsstjóri hjá Netöryggismiðstöð Íslands eða Netvís, og þekkir málaflokkinn vel. Hann segir umræðuna löngu tímabæra. „Við erum að vernda börn gegn skaðlegu efni á íslenskum veitum, í fjölmiðlum, á myndefnaveitum og í viðskiptaboðum. En síðan þegar kemur að samfélagsmiðlum að þá er frítt spil gefið. Við sjáum að það ríkir ákveðið úrræðaleysi og það er erfitt að framfylgja lögum. Aldursmerkingin er ekki í samræmi við neinar þær merkingar sem við höfum annars staðar, til dæmis í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum,“ segir Skúli. Þingsályktunartillagan verður lögð fram á næstunni.vísir/vilhelm Þrettán ára aldurstakmark er á flestum stórum samfélagsmiðlum og Skúli bendir á að Norðmenn og Danir séu að ræða um að hækka það upp í fimmtán ár. Þingmenn Framsóknar hyggjast á næstunni mæla fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að það verði einnig gert hér á landi. Skúli segir gildandi aldurstakmark ekki taka mið af því hversu skaðlegt efnið getur reynst börnum. „Þegar við förum að skoða gögnin sem við höfum, að þá erum við að sjá þarna efni eins og leiðir til þess að grenna sig, áætlanir um slagsmál og leiðir til þess að skaða sig líkamlega. Og við það umhverfi bætast síðan auglýsingar um útlitsaðgerðir og megrunarvörur til stúlkna og síðan veðmálaauglýsingar til drengja,“ segir Skúli. „Þegar þú ert að fá þetta efni til þín á mjög viðkvæmum aldri, þar sem þú áttar þig ekki á afleiðingum gjörða þinna, hefur ekki þínar eigin upplifanir af áfengi, fíkniefnum, kynlífi og alls konar viðfangsefnum getur það haft áhrif á hegðun. Það er það sem við erum að sjá brjótast út hjá börnum og ungmennum.“ Eigum að skipta okkur af Hann vonar að þingheimur taki á málinu. „Það er svona markmiðið með þessu öllu saman, að við séum sem samfélag að setja leikreglurnar en ekki láta fyrirtækin sem eru að hagnast á því að halda athyglinni okkar að setja alltaf leikreglurnar. Við eigum að skipta okkur af,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Alþingi Framsóknarflokkurinn Tækni Börn og uppeldi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira