Handbolti

Strákarnir komnir á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísland er komið á EM í Póllandi á næsta ári.
Ísland er komið á EM í Póllandi á næsta ári. vísir/eva björk
Ísland er komið á EM í Póllandi á næsta ári. Þetta er níunda Evrópumótið sem íslenska liðið kemst á í röð.

Íslensku strákarnir unnu sem kunnugt er 10 marka sigur á Ísrael í gær, 24-34, en úrslit annarra leikja þýða að þeir eru komnir á EM.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli í undankeppninni fara í lokakeppnina auk liðsins sem er með bestan árangur í 3. sæti.

Tapi Ísland fyrir Svartfjallalandi á sunnudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni og lendi í 3. sæti riðilsins kemst liðið samt á EM en ekkert lið getur náð sama stigafjölda og Ísland sem er komið með sjö stig.

Uppfært: Samkvæmt nýjustu upplýsingum er það enn ekki öruggt að Ísland sé komið á EM, eins og sagt er frá hér. Það gæti þó skýrst betur eftir leiki sem fara fram í öðrum riðlum í undankeppni EM í kvöld.


Tengdar fréttir

Feginn að sleppa með alla heila heim

Ísland vann auðveldan tíu marka sigur á Ísrael ytra í gær, 34-24. Landsliðsþjálfarinn fagnar því fyrst og fremst að hafa klárað verkefnið með sóma en fram undan er úrslitaleikur gegn Svartfjallalandi á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×