Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 1-0 | Dýrmætt sigurmark í uppbótartíma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2015 12:14 Vísir/Valli Varamaðurinn Ásgeir Örn Arnþórsson var hetja Fylkismanna en hann skoraði sigurmark sinna manna í uppbótartíma gegn Víkingi í kvöld. Gestirnir úr Fossvoginum höfðu átt tvö sláarskot í leiknum en allt kom fyrir ekki. Það var mikil barátta í leiknum en Fylkismenn gerðu allt rétt þegar þeir komust í skyndisókn í fyrstu mínútur uppbótartímans.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Árbænum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sigurinn skipti Fylkismenn gríðarlega miklu máli og er Fylkir nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. Víkingar sitja hins vegar eftir í því níunda og geta fallið enn neðar nái Skagamenn hagstæðum úrslitum í sínum leik. Leikurinn var þó ekki mikið augnayndi í fyrri hálfleik. Hann byrjaði þó nokkuð fjörlega og bæði lið gerðu sig líkleg til að skapa sér þokkaleg færi. Það var þó lítið um það og bæði lið gerðu sig seka um lélegar sendingar hvað eftir annað. Það hefði þó mögulega breytt miklu ef Jóhannes Karl Guðjónsson hefði fengið rautt spjald fyrir brot á Rolf Toft á þrettándu mínútu en Þóroddur Hjaltalín lét áminningu nægja, við litla hrifningu Víkinga. Toft átti svo hættulegasta færi fyrri hálfleiks er fallegt skot hans utan teigs var rétt svo varið af manni leiksins, Ólafi Íshólm Ólafssyni, í slána. Fylkismönnum gekk ekki nógu vel að skapa sér færi þó svo að að liðið spilaði ágætlega. Heimamenn voru hins vegar seinir í gang í síðari hálfleik sem Víkingar nýttu sér. Gestirnir stjórnuðu leiknum lengst af í síðari hálfleik. Haukur Baldvinsson fékk gott færi þegar skot hans var bjargað á línu snemma í síðari hálfleik og Andri Rúnar Bjarnason skaut í slá en var reyndar dæmdur brotlegur. Besta færið fékk svo Dofri Snorrason er hann slapp í gegn eftir gott spil en Ólafur Íshólm bjargaði með úthlaupi en boltinn fór af honum og í slána. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar að sigurmarkið kom og var það langbesta sókn Fylkis í leiknum. Hákon Ingi Jónsson átti lykilsendingu á Albert Ingason sem las aðstæður hárrétt og gaf á Ásgeir Örn sem skoraði af öryggi. Niðurstaðan getur varla talist sanngjörn, sérstaklega miðað við gang mála í síðari hálfleik, en Fylkismenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Með sigrinum á Stjörnunni í bikarnum hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð og getur byggt á því áfram. Víkingar eru hins vegar í basli. Fylkismenn hafa áður spilað vel í sumar án þess að fá mikið úr þeim leikjum en þetta var einn af slíkum leikjum hjá gestunum úr Fossvoginum. En þeir geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt færin sín betur og boðið þar með hættunni heim. Albert: Við héldum áfram Sóknarmaðurinn var ánægður með að Fylkismenn héldu einbeitingu allan leikinn og hafa fengið sigurmark í uppbótartíma. „Þetta var sætt. Sérstaklega þar sem við fengum á okkur mark í uppbótartíma í síðasta leik. Það er gott að snúa þessu við og fá loksins þrjú stig,“ sagði Albert sem hafði fulla trú á að markið myndi koma. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að halda einbeitingu og við höfðum trú, þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur í sumar.“ Víkingur átti tvö sláarskot í leiknum og spilaði betur lengst af. Albert segir þó að það hafi verið tímabært að hlutirnir myndu falla með Fylkismönnum. „Úrslitin gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum en mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig en við erum með. Hlutirnir hafa ekki verið að detta með okkur en í dag héldum við áfram þrátt fyrir að það hafi legið á okkur.“ Hann segir stigin sem Fylkir fékk í kvöld afar mikilvæg. „Við hefðum vel getað sogast niður í góða fallbaráttu hefðum við ekki unnið þennan leik. Við erum með okkar markmið og við viljum halda áfram að nálgast í dag. Það er enn möguleiki.“Vísir/Valli Dofri: Ég tek fullt af þessu á mig Dofri Snorrason átti skot sem hafnaði í slánni og hann var svekktur út í sig að hafa ekki nýtt færið betur. „Þetta var sárt. Við áttum að taka þrjú stig miðað við hvernig við spiluðum. Og ég tek fullt af því á mig,“ sagði hann og átti við færið sem hann nýtti ekki en skot hans hafnaði þá í slánni. „Þó svo að ég sé bakvörður þá á ég að klára svona færi,“ sagði hann. „Ég sá nú samt ekki almennilega hvað gerðist. Þetta var bara stöngin út - bara óheppni. Kannski hefði ég átt að setja hann fram hjá markverðinum.“ „Mér fannst við betri aðilinn í dag en því miður náðum við ekki að nýta færin okkar. Því miður er þetta bara svona stundum. Ég hef ekki áhyggjur af stöðunni okkar í deildinni því ef við höldum áfram að spila vel þá fara úrslitin vonandi að detta inn hjá okkur.“Ásmundur: Víkingar voru betri í dag Þjálfari Fylkismanna segir að stigin þrjú hafi verið mikilvæg upp á framhaldið að gera fyrir hans menn. „Þetta voru virkilega kærkomnir þrír punktar í dag. Þetta var samt ekki okkar besti leikur í ár en við höfum oft spilað vel og talið okkur hafa átt meira skilið en við fengum.“ „En við unnum í dag. Það er það sem telur og um það snýst leikurinn. Við töluðum um að þétta raðirnar og þétta hópinn og sama hvernig við fórum að því þá voru stigin okkar og ég er virkilega ánægður með að það hafi tekist.“ Jóhannes Karl Guðjónsson var heppinn að sleppa með gult spjald fyrir tæklingu snemma í leiknum og var oft harður í horn að taka. „Ég held að dómarinn hafi gert hárrétt í dag,“ sagði Ásmundur og tjáði sig ekki meira um dómgæsluna. Þjálfari Fylkismanna segir þó að Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. „Þetta var kaflaskipt og þeir áttu nokkrar skyndisóknir á okkur í fyrri hálfleik. Við fengum svo nokkur í seinni hálfleik á meðan þeir voru meira með boltann og stjórnuðu honum betur.“ „En svona leikur getur fallið með hvoru liðinu sem er. Ég skal þó viðurkenna það að þeir voru sterkari aðilinn í dag.“ „Það er alveg ljóst að við þurftum að koma okkur betur inn í deildina og nú er styttra hjá okkur í efri hluta deildarinnar. Þangað viljum við koma okkur.“ Ólafur: Jói Kalli átti að fá rautt Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var vitanlega sár og svekktur eftir 1-0 tap gegn Fylki í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við stjórna þessum leik frá a til ö. Við sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum og gerum svo ein mistök í blálok leiksins.“ Hann segir að hans menn hafi gert ágætlega þegar þeir náðu tveimur sláarskotum í leiknum en að þeir fá ekkert fyrir það þegar uppi er staðið. „Þetta er ekki keppni í að skjóta í slána. Það þarf að koma boltanum í markið og það tókst ekki í dag.“ Það var mikil barátta í leiknum og hart tekið á því. Ólafur er ekki ósáttur við Fylkismenn en vill að dómarinn hafi betri stjórn á leiknum. „Ég held að við hefðum átt að fá víti og verður gaman að sjá það í sjónvarpinu. Og svo átti Jói Kalli aldrei að fá að hanga inni í dag. Hann átti að fá beint rautt í fyrri hálfleik og var svo með þrjú gróf brot í seinni hálfleik sem verðskulduðu seinna gula.“ „Mér finnst það bara grín, ég get ekkert meira sagt um það.“ Hann segir að Víkingar hafa verið óheppnir í sumar. „En það skapa allir sína eigin heppni og við þurfum að gefa meira af okkur til að snúa þessu við.“ „Ég hef alltaf áhyggjur ef ég er ekki á toppnum. Þar vil ég vera. En ég er ekkert að gera í buxurnar enda ekki í fallslag. Það er fullt af gæðum í liðinu og við höfum verið að spila mjög vel. Ef við náum aðeins að einbeita okkur betur í einföldum hlutum þá kannski fer eitthvað að detta með okkur.“Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Varamaðurinn Ásgeir Örn Arnþórsson var hetja Fylkismanna en hann skoraði sigurmark sinna manna í uppbótartíma gegn Víkingi í kvöld. Gestirnir úr Fossvoginum höfðu átt tvö sláarskot í leiknum en allt kom fyrir ekki. Það var mikil barátta í leiknum en Fylkismenn gerðu allt rétt þegar þeir komust í skyndisókn í fyrstu mínútur uppbótartímans.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Árbænum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Sigurinn skipti Fylkismenn gríðarlega miklu máli og er Fylkir nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar og er með þrettán stig. Víkingar sitja hins vegar eftir í því níunda og geta fallið enn neðar nái Skagamenn hagstæðum úrslitum í sínum leik. Leikurinn var þó ekki mikið augnayndi í fyrri hálfleik. Hann byrjaði þó nokkuð fjörlega og bæði lið gerðu sig líkleg til að skapa sér þokkaleg færi. Það var þó lítið um það og bæði lið gerðu sig seka um lélegar sendingar hvað eftir annað. Það hefði þó mögulega breytt miklu ef Jóhannes Karl Guðjónsson hefði fengið rautt spjald fyrir brot á Rolf Toft á þrettándu mínútu en Þóroddur Hjaltalín lét áminningu nægja, við litla hrifningu Víkinga. Toft átti svo hættulegasta færi fyrri hálfleiks er fallegt skot hans utan teigs var rétt svo varið af manni leiksins, Ólafi Íshólm Ólafssyni, í slána. Fylkismönnum gekk ekki nógu vel að skapa sér færi þó svo að að liðið spilaði ágætlega. Heimamenn voru hins vegar seinir í gang í síðari hálfleik sem Víkingar nýttu sér. Gestirnir stjórnuðu leiknum lengst af í síðari hálfleik. Haukur Baldvinsson fékk gott færi þegar skot hans var bjargað á línu snemma í síðari hálfleik og Andri Rúnar Bjarnason skaut í slá en var reyndar dæmdur brotlegur. Besta færið fékk svo Dofri Snorrason er hann slapp í gegn eftir gott spil en Ólafur Íshólm bjargaði með úthlaupi en boltinn fór af honum og í slána. Leikurinn virtist vera að fjara út þegar að sigurmarkið kom og var það langbesta sókn Fylkis í leiknum. Hákon Ingi Jónsson átti lykilsendingu á Albert Ingason sem las aðstæður hárrétt og gaf á Ásgeir Örn sem skoraði af öryggi. Niðurstaðan getur varla talist sanngjörn, sérstaklega miðað við gang mála í síðari hálfleik, en Fylkismenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Með sigrinum á Stjörnunni í bikarnum hefur liðið nú unnið tvo leiki í röð og getur byggt á því áfram. Víkingar eru hins vegar í basli. Fylkismenn hafa áður spilað vel í sumar án þess að fá mikið úr þeim leikjum en þetta var einn af slíkum leikjum hjá gestunum úr Fossvoginum. En þeir geta nagað sig í handabökin að hafa ekki nýtt færin sín betur og boðið þar með hættunni heim. Albert: Við héldum áfram Sóknarmaðurinn var ánægður með að Fylkismenn héldu einbeitingu allan leikinn og hafa fengið sigurmark í uppbótartíma. „Þetta var sætt. Sérstaklega þar sem við fengum á okkur mark í uppbótartíma í síðasta leik. Það er gott að snúa þessu við og fá loksins þrjú stig,“ sagði Albert sem hafði fulla trú á að markið myndi koma. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að halda einbeitingu og við höfðum trú, þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur í sumar.“ Víkingur átti tvö sláarskot í leiknum og spilaði betur lengst af. Albert segir þó að það hafi verið tímabært að hlutirnir myndu falla með Fylkismönnum. „Úrslitin gefa kannski ekki rétta mynd af leiknum en mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig en við erum með. Hlutirnir hafa ekki verið að detta með okkur en í dag héldum við áfram þrátt fyrir að það hafi legið á okkur.“ Hann segir stigin sem Fylkir fékk í kvöld afar mikilvæg. „Við hefðum vel getað sogast niður í góða fallbaráttu hefðum við ekki unnið þennan leik. Við erum með okkar markmið og við viljum halda áfram að nálgast í dag. Það er enn möguleiki.“Vísir/Valli Dofri: Ég tek fullt af þessu á mig Dofri Snorrason átti skot sem hafnaði í slánni og hann var svekktur út í sig að hafa ekki nýtt færið betur. „Þetta var sárt. Við áttum að taka þrjú stig miðað við hvernig við spiluðum. Og ég tek fullt af því á mig,“ sagði hann og átti við færið sem hann nýtti ekki en skot hans hafnaði þá í slánni. „Þó svo að ég sé bakvörður þá á ég að klára svona færi,“ sagði hann. „Ég sá nú samt ekki almennilega hvað gerðist. Þetta var bara stöngin út - bara óheppni. Kannski hefði ég átt að setja hann fram hjá markverðinum.“ „Mér fannst við betri aðilinn í dag en því miður náðum við ekki að nýta færin okkar. Því miður er þetta bara svona stundum. Ég hef ekki áhyggjur af stöðunni okkar í deildinni því ef við höldum áfram að spila vel þá fara úrslitin vonandi að detta inn hjá okkur.“Ásmundur: Víkingar voru betri í dag Þjálfari Fylkismanna segir að stigin þrjú hafi verið mikilvæg upp á framhaldið að gera fyrir hans menn. „Þetta voru virkilega kærkomnir þrír punktar í dag. Þetta var samt ekki okkar besti leikur í ár en við höfum oft spilað vel og talið okkur hafa átt meira skilið en við fengum.“ „En við unnum í dag. Það er það sem telur og um það snýst leikurinn. Við töluðum um að þétta raðirnar og þétta hópinn og sama hvernig við fórum að því þá voru stigin okkar og ég er virkilega ánægður með að það hafi tekist.“ Jóhannes Karl Guðjónsson var heppinn að sleppa með gult spjald fyrir tæklingu snemma í leiknum og var oft harður í horn að taka. „Ég held að dómarinn hafi gert hárrétt í dag,“ sagði Ásmundur og tjáði sig ekki meira um dómgæsluna. Þjálfari Fylkismanna segir þó að Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. „Þetta var kaflaskipt og þeir áttu nokkrar skyndisóknir á okkur í fyrri hálfleik. Við fengum svo nokkur í seinni hálfleik á meðan þeir voru meira með boltann og stjórnuðu honum betur.“ „En svona leikur getur fallið með hvoru liðinu sem er. Ég skal þó viðurkenna það að þeir voru sterkari aðilinn í dag.“ „Það er alveg ljóst að við þurftum að koma okkur betur inn í deildina og nú er styttra hjá okkur í efri hluta deildarinnar. Þangað viljum við koma okkur.“ Ólafur: Jói Kalli átti að fá rautt Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var vitanlega sár og svekktur eftir 1-0 tap gegn Fylki í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. „Þetta er mjög svekkjandi. Mér fannst við stjórna þessum leik frá a til ö. Við sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum og gerum svo ein mistök í blálok leiksins.“ Hann segir að hans menn hafi gert ágætlega þegar þeir náðu tveimur sláarskotum í leiknum en að þeir fá ekkert fyrir það þegar uppi er staðið. „Þetta er ekki keppni í að skjóta í slána. Það þarf að koma boltanum í markið og það tókst ekki í dag.“ Það var mikil barátta í leiknum og hart tekið á því. Ólafur er ekki ósáttur við Fylkismenn en vill að dómarinn hafi betri stjórn á leiknum. „Ég held að við hefðum átt að fá víti og verður gaman að sjá það í sjónvarpinu. Og svo átti Jói Kalli aldrei að fá að hanga inni í dag. Hann átti að fá beint rautt í fyrri hálfleik og var svo með þrjú gróf brot í seinni hálfleik sem verðskulduðu seinna gula.“ „Mér finnst það bara grín, ég get ekkert meira sagt um það.“ Hann segir að Víkingar hafa verið óheppnir í sumar. „En það skapa allir sína eigin heppni og við þurfum að gefa meira af okkur til að snúa þessu við.“ „Ég hef alltaf áhyggjur ef ég er ekki á toppnum. Þar vil ég vera. En ég er ekkert að gera í buxurnar enda ekki í fallslag. Það er fullt af gæðum í liðinu og við höfum verið að spila mjög vel. Ef við náum aðeins að einbeita okkur betur í einföldum hlutum þá kannski fer eitthvað að detta með okkur.“Vísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira