Fótbolti

Haukur Heiðar og félagar lentu 2-0 undir en náðu jafntefli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson. Vísir/Daníel
Íslendingaliðið AIK frá Svíþjóð náði góðum úrslitum í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við finnska liðið VPS.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fór hann fram í Finnlandi. AIK hefur því tvö útivallarmörk með sér í seinni leikinn sem fer fram á heimavelli liðsins í Stokkhólmi.

Haukur Heiðar Hauksson spilaði allan leikinn í vörn AIK en hann er á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður eftir að hafa spilað áður með KR.

Útlitið var þó ekki alltof bjart fyrir Hauk Heiðar og félagar eftir rúmlega klukkutímaleik þegar staðan var orðin 2-0 fyrir VPS.

Fyrra markið skoraði Admir Catovic á þriðju mínútum í uppbótartíma fyrri hálfleiks en það seinna skoraði Bandaríkjamaðurinn Jordan Akil Seabrook á 65. mínútu.

Nabil Bahoui minnkaði muninn fyrir sænska liðið á 70. mínútu og bætti síðan við sínu öðru marki úr vítaspyrnu þrettán mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×