Innlent

Sjáðu ræðu Helga Hrafns: „Hleypið mér úr þessu partýi, hér er allt í steik“

Bjarki Ármannsson skrifar
Framlag Helga Hrafns Gunnarssonar, þingflokksformanns Pírata, til eldhúsdagsumræðna Alþingis í gærkvöldi vakti mikla athygli. Helgi kom víða við í ræðu sinni en henni lauk á því að hann fór með texta úr lagi Jónasar Sigurðssonar og Ritvéla framtíðarinnar, Hleypið mér úr þessu partýi.

Á meðan á flutningnum stóð lifnaði nokkuð yfir áður þungum salnum og lauk Helgi ræðu sinni með kröftugu: „Ég hef fengið nóg af þessu rugli. Tökum þetta upp á annað plan,“ áður en hann gekk úr pontu.

Myndband af ræðu Helga Hrafns, þar sem störf þingsins og fundarstjórn forseta eru einnig gagnrýnd og líkt við sjónvarpsþáttinn Game of Thrones, má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Flutningur Helga á Hleypið mér úr þessu partýi hefst eftir um fimm mínútur og 38 sekúndur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×