Eftirminnilegir fangar á flótta á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2015 11:00 31 ár er síðan fangi strauk síðast af Kvíabryggju. Flóttar frá Litla-Hrauni eru töluvert algengari. Þrjátíu og eitt ár er liðið frá því að fangi gerði tilraun til að strjúka af Kvíabryggju. Þá var um að ræða samantekin ráð fjögurra fanga sem fundust tveimur dögum eftir flóttann. Öryggisreglur á betrunarheimilinu voru í kjölfarið hertar til að koma í veg fyrir frekari helgarreisur Kvíabryggjufanga. Mun algengara er að fangar flýi úr lokuðum fangelsum. Atvikin áhrifalaus Tukthúslimirnir tveir sem flúðu fangelsið á þriðjudag hafa sætt yfirheyrslum lögreglu. Flóttinn kemur ekki til með að hafa áhrif á dóm þeirra að öðru leyti en því að opin úrræði standa þeim ekki lengur til boða. Þá hefur slíkt atvik áhrif á reynslulausn fanganna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki þörf á að grípa til frekari öryggisráðstafana. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir flótta brasilíska glæpamannsins Ramos afar minnistæðan.vísir/heiða „Það er stefna yfirvalda að afplánun í fangelsi sé eins léttbær og mögulegt er og hluti af því er að fjölga opnum plássum. Nú þegar hefur þeim fjölgað úr 14 í 42 en það felur vissulega í sér þá áhættu að einhverjir treysta sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem þar gilda. En það hefur þá þær afleiðingar að þeir fara á Litla-Hraun,“ segir Páll. Ramos með oddhvasst stunguvopn Greint var frá flótta fjórmenningana af Kvíabryggju í nóvember 1984 í Morgunblaðinu. Fangarnir voru allir um og yfir tvítugsaldurinn og afplánuðu dóma fyrir ýmiss konar brot, aðallega þjófnaði. Þeir lögðu upp í ferðalag sitt síðla kvölds, tóku bíl traustataki og komust á honum áleiðis til Reykjavíkur. Einn gaf sig fram til lögreglu á meðan hinir þrír héldu til hjá bróður eins. Ekkert fangelsi virðist geta komið alfarið í veg fyrir að fangar flýi en stroktilraunum virðist fækka með ári hverju. Metfjöldi stroka var árið 1991 þegar tuttugu fangar flúðu Litla-Hraun. Sex flúðu árin 2005 til 2006 og einn árið 2004. Algengast er fangar strjúki þegar verið er að flytja þá á milli staða, að sögn Páls sem rifjar upp mál brasilíska glæpamannsins Hosmany Ramos, frá árinu 2010. Glæpamaðurinn og lýtalæknirinn Hosmany Ramos. „Hann strauk frá fangaflutningsmönnum en þeir voru býsna snöggir að ná honum, sneru hann niður á flóttanum,“ segir Páll. Ramos hafði tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn sem hann hótaði fangaflutningamanninum með á leið þeirra frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. „Frægir“ flóttamenn Aldrei hefur það gerst í Íslandssögunni að fangi flýi og hafi ekki verið handsamaður á ný. Tugir flóttamála hafa komið upp undanfarna áratugi en sum mál eru minnisstæðari en önnur. Það nýlegasta er flótti Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla-Hrauni hinn 17. desember 2012. Hann fannst viku síðar, á aðfangadag. Hann hafði dvalist í sumarbústað í Árnesi og var vopnaður riffli, hnífum og öxi þegar hann gaf sig fram. Öryggisreglur á Litla-Hrauni voru í kjölfarið hertar. Annþór Kristján Karlsson er líklega mörgum minnisstæður en hann strauk úr fangaklefa af lögreglustöðinni við Hverfisgötu í febrúar 2008. Hann náði að sleppa með því að brjóta glugga og síga niður í bandi sem hann fann á ganginum. Eftir nokkra leit á höfuðborgarsvæðinu fannst hann inni í skáp hjá félaga sínum í Mosfellsbæ. Annþór var dæmdur fyrir líkamsárás og fíkniefnasmygl. Atburðarrásin í máli Donald M. Feeney þykir af mörgum svipa til söguþráðar í kvikmynd.mynd/timarit.is Ævintýranlegur flótti stórhættulegs glæpamanns Árið 2004 leitaði lögregla logandi ljósi að Arnþóri Jökli Þorsteinssyni eftir að hann slapp úr fangelsinu á Skólavörðustíg. Hann náðist þó sama kvöld, en í annarlegu ástandi. Flótti hans var í blöðum sagður ævintýralegur og Arnþóri lýst sem stórhættulegum glæpamanni sem hafi gengið laus um götur Reykjavíkurborgar. Hann sat meðal annars inni fyrir að hafa rænt Hringbrautarapótek, vopnaður skammbyssu og á eiturlyfjum. Bandaríkjamaðurinn Donald M. Feeney og Jón Gestur Ólafsson struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni í ágúst 1993. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar í flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu þá tekið flugvél á leigu til að fljúga með sig áfram til Færeyja. Mál Feeney vakti mikla athygli en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa numið tvær stúlkur á brott. Brottnámið var skipulagt af fyrirtæki Feeneys sem sérhæfði sig í aðgerðum af þessu tagi. Jóhann og Marteinn voru þekktir flóttamenn. Sá fyrrnefndi snaraði sér úr klefa sínum þegar honum hentaði.mynd/timarit.is Sýndi fram á að þörf væri á endurbótum Sá allra þekktasti er væntanlega Jóhann Víglundsson sem snaraði sér margoft og ítrekað úr fangaklefanum, ýmist frá Hegningarhúsinu eða Litla-Hrauni, á sjötta áratug síðustu aldar. Hann var dæmdur fyrir innbrot, þjófnað og fleira en var væntanlega þekktari fyrir útbrot heldur en innbrot. Jóhann virtist ekki eiga í nokkrum vandræðum með að koma sér úr tukthúsinu hvenær sem honum hentaði og gerði það meðal annars með að saga sundur rimla fyrir glugga og fleira. Þá stakk hann eitt sinn tvo fangaverði af og lokaði þá inni. Í fréttablaðinu Frjáls þjóð í júlí 1958 var bent á að Jóhann væri með stroki sínu einn helsti brautryðjandi í endurbótum á fangelsismálum á Íslandi. Hann hafi í tvígang bent á að endurbætur á Litla-Hrauni væru gagnslausar og fálmkenndar og að hegningarhúsið væri langt frá því að vera mannhelt. Þá hafi hann verið þarfasti þjónn réttvísinnar á Litla-Hrauni þar sem hann hafi bent á veilur í kerfinu vegna fríðinda sem fangarnir höfðu knúið fram með hótunum. Jóhann var náðaður, 34 dögum áður en afplánun hans lauk. Fjallað var um mál Donalds M. Feeney í Sönnum íslenskum sakamálum. Atburðarrásin þykir svipa til söguþráðar í kvikmynd. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Tengdar fréttir Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Þrjátíu og eitt ár er liðið frá því að fangi gerði tilraun til að strjúka af Kvíabryggju. Þá var um að ræða samantekin ráð fjögurra fanga sem fundust tveimur dögum eftir flóttann. Öryggisreglur á betrunarheimilinu voru í kjölfarið hertar til að koma í veg fyrir frekari helgarreisur Kvíabryggjufanga. Mun algengara er að fangar flýi úr lokuðum fangelsum. Atvikin áhrifalaus Tukthúslimirnir tveir sem flúðu fangelsið á þriðjudag hafa sætt yfirheyrslum lögreglu. Flóttinn kemur ekki til með að hafa áhrif á dóm þeirra að öðru leyti en því að opin úrræði standa þeim ekki lengur til boða. Þá hefur slíkt atvik áhrif á reynslulausn fanganna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir ekki þörf á að grípa til frekari öryggisráðstafana. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir flótta brasilíska glæpamannsins Ramos afar minnistæðan.vísir/heiða „Það er stefna yfirvalda að afplánun í fangelsi sé eins léttbær og mögulegt er og hluti af því er að fjölga opnum plássum. Nú þegar hefur þeim fjölgað úr 14 í 42 en það felur vissulega í sér þá áhættu að einhverjir treysta sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem þar gilda. En það hefur þá þær afleiðingar að þeir fara á Litla-Hraun,“ segir Páll. Ramos með oddhvasst stunguvopn Greint var frá flótta fjórmenningana af Kvíabryggju í nóvember 1984 í Morgunblaðinu. Fangarnir voru allir um og yfir tvítugsaldurinn og afplánuðu dóma fyrir ýmiss konar brot, aðallega þjófnaði. Þeir lögðu upp í ferðalag sitt síðla kvölds, tóku bíl traustataki og komust á honum áleiðis til Reykjavíkur. Einn gaf sig fram til lögreglu á meðan hinir þrír héldu til hjá bróður eins. Ekkert fangelsi virðist geta komið alfarið í veg fyrir að fangar flýi en stroktilraunum virðist fækka með ári hverju. Metfjöldi stroka var árið 1991 þegar tuttugu fangar flúðu Litla-Hraun. Sex flúðu árin 2005 til 2006 og einn árið 2004. Algengast er fangar strjúki þegar verið er að flytja þá á milli staða, að sögn Páls sem rifjar upp mál brasilíska glæpamannsins Hosmany Ramos, frá árinu 2010. Glæpamaðurinn og lýtalæknirinn Hosmany Ramos. „Hann strauk frá fangaflutningsmönnum en þeir voru býsna snöggir að ná honum, sneru hann niður á flóttanum,“ segir Páll. Ramos hafði tekist að útbúa á laun oddhvasst stunguvopn sem hann hótaði fangaflutningamanninum með á leið þeirra frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. „Frægir“ flóttamenn Aldrei hefur það gerst í Íslandssögunni að fangi flýi og hafi ekki verið handsamaður á ný. Tugir flóttamála hafa komið upp undanfarna áratugi en sum mál eru minnisstæðari en önnur. Það nýlegasta er flótti Matthíasar Mána Erlingssonar frá Litla-Hrauni hinn 17. desember 2012. Hann fannst viku síðar, á aðfangadag. Hann hafði dvalist í sumarbústað í Árnesi og var vopnaður riffli, hnífum og öxi þegar hann gaf sig fram. Öryggisreglur á Litla-Hrauni voru í kjölfarið hertar. Annþór Kristján Karlsson er líklega mörgum minnisstæður en hann strauk úr fangaklefa af lögreglustöðinni við Hverfisgötu í febrúar 2008. Hann náði að sleppa með því að brjóta glugga og síga niður í bandi sem hann fann á ganginum. Eftir nokkra leit á höfuðborgarsvæðinu fannst hann inni í skáp hjá félaga sínum í Mosfellsbæ. Annþór var dæmdur fyrir líkamsárás og fíkniefnasmygl. Atburðarrásin í máli Donald M. Feeney þykir af mörgum svipa til söguþráðar í kvikmynd.mynd/timarit.is Ævintýranlegur flótti stórhættulegs glæpamanns Árið 2004 leitaði lögregla logandi ljósi að Arnþóri Jökli Þorsteinssyni eftir að hann slapp úr fangelsinu á Skólavörðustíg. Hann náðist þó sama kvöld, en í annarlegu ástandi. Flótti hans var í blöðum sagður ævintýralegur og Arnþóri lýst sem stórhættulegum glæpamanni sem hafi gengið laus um götur Reykjavíkurborgar. Hann sat meðal annars inni fyrir að hafa rænt Hringbrautarapótek, vopnaður skammbyssu og á eiturlyfjum. Bandaríkjamaðurinn Donald M. Feeney og Jón Gestur Ólafsson struku frá fangelsinu að Litla-Hrauni í ágúst 1993. Þeir voru handteknir nokkrum klukkustundum síðar í flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Þeir höfðu þá tekið flugvél á leigu til að fljúga með sig áfram til Færeyja. Mál Feeney vakti mikla athygli en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa numið tvær stúlkur á brott. Brottnámið var skipulagt af fyrirtæki Feeneys sem sérhæfði sig í aðgerðum af þessu tagi. Jóhann og Marteinn voru þekktir flóttamenn. Sá fyrrnefndi snaraði sér úr klefa sínum þegar honum hentaði.mynd/timarit.is Sýndi fram á að þörf væri á endurbótum Sá allra þekktasti er væntanlega Jóhann Víglundsson sem snaraði sér margoft og ítrekað úr fangaklefanum, ýmist frá Hegningarhúsinu eða Litla-Hrauni, á sjötta áratug síðustu aldar. Hann var dæmdur fyrir innbrot, þjófnað og fleira en var væntanlega þekktari fyrir útbrot heldur en innbrot. Jóhann virtist ekki eiga í nokkrum vandræðum með að koma sér úr tukthúsinu hvenær sem honum hentaði og gerði það meðal annars með að saga sundur rimla fyrir glugga og fleira. Þá stakk hann eitt sinn tvo fangaverði af og lokaði þá inni. Í fréttablaðinu Frjáls þjóð í júlí 1958 var bent á að Jóhann væri með stroki sínu einn helsti brautryðjandi í endurbótum á fangelsismálum á Íslandi. Hann hafi í tvígang bent á að endurbætur á Litla-Hrauni væru gagnslausar og fálmkenndar og að hegningarhúsið væri langt frá því að vera mannhelt. Þá hafi hann verið þarfasti þjónn réttvísinnar á Litla-Hrauni þar sem hann hafi bent á veilur í kerfinu vegna fríðinda sem fangarnir höfðu knúið fram með hótunum. Jóhann var náðaður, 34 dögum áður en afplánun hans lauk. Fjallað var um mál Donalds M. Feeney í Sönnum íslenskum sakamálum. Atburðarrásin þykir svipa til söguþráðar í kvikmynd.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Fangelsismál Tengdar fréttir Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Þyngsti dómur yfir kvenmanni í 34 ár Frá árinu 1992 hafa fimm konur verið dæmdar fyrir morð hér á landi. 10. júlí 2015 15:45