„Úff, hvar á ég að byrja?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. ágúst 2015 22:59 Ásta Guðrún Helgadóttir ásamt þriðja bindi rannsóknarskýrslunnar. mynd/ásta „Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar. Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Ég er alveg búinn að skrifa heilan lista, á öllum spássíum held ég, af þeim athugasemdum og spurningum sem vöknuðu hjá mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir sem mun taka sæti á þingi fyrir Pírata í haust þegar Jón Þór Ólafsson hættir á þingi. Í undirbúningi sínum fyrir þingsetuna hefur hún að undanförnu lesið sig í gegnum Rannsóknarskýrslu Alþingis en á dögunum lauk hún lestri á þriðja bindinu. Ásta hóf lestur skýrslunnar í maí síðastliðnum og segir hann hafa gengið heldur seinlega. Tungutakið sem notað sé í fyrstu bindunum sé mjög tæknilegt og því taki sinn tíma fyrir einstakling sem ekki er menntaður í viðskipta- eða hagfræði að lesa sig í gegnum þau. Þrátt fyrir það liggi í augum uppi eftir lesturinn að í mörg horn þurfi að líta í íslensku samfélagi. „Úff, hvar á ég að byrja? Sem dæmi má nefna bónusgreiðslur til bankamanna er einn stór hluti sem þarf að taka fyrir,“ segir Ásta og bætir við að í Noregi þekkist slíkar greiðslur ekki og fjallað er um í þriðja bindinu.Tók því varla að telja konurnarÁsta segir að það hafi vakið athygli hennar hvað fáar konur koma fyrir í fyrstu bindum rannsóknarskýrslunnar. Eins og fram kemur í fyrsta bindinu sátu nær engar konur í bankaráðum íslensku bankanna fyrir hrun. Engin kona sat í fyrstu bankaráðum Landsbanka og Kaupþings-Búnaðarbanka eftir einkavæðingu og sama átti við bankaráð hins sameinaða Íslandsbanka-FBA „Ég byrjaði fljótlega að telja konurnar og það var varla þess virði. Ég held að ég hafi rekist á nöfn 10-20 kvenna,“ bætir Ásta við. Hún efast um að hún muni ná að klára þau fimm bindi sem eftir eru af skýrslunni áður en þing verður sett á ný í haust. Það taki tími að fá yfirsýn yfir efni hennar svo að setja megi fram haldbærar tillögur hvernig skuli vinna bug á þeim „mörgu gloppum sem eru í lagaumhverfi íslenskra banka,“ segir Ásta. Erfiðasta bindið að hennar sögn er þó að baki, númer tvö, sem fjallar að mestu um fjármögnun bankanna. Hún telur að aðrir Píratar séu almennt nokkuð vel að sér í innihaldi skýrslunnar. Þannig hafi til að mynda starfsmaður flokksins garfað sig í gegnum hana á sínum tíma og áætlar Ásta að Píratar hafi dregið mikinn lærdóm af lestri Rannsóknarskýrslunnar.
Alþingi Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira