Mun funda með Atvinnuveganefnd vegna „ósanngjarns rekstrarumhverfis“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2015 18:45 Ólafur M. Magnússon. Vísir/Stefán Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður. Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, kenndur við Kú, mun funda með atvinnuveganefnd vegna verðhækkunar á ógerilsneiddri hrámjólk. Hann sendi í dag bréf til Jóns Gunnarssonar, formanns nefndarinnar, þar sem hann óskaði eftir slíkum fundi og sagði rekstrarumhverfi í mjólkurframleiðslu vera ósanngjarnt. Í bréfinu segir að Kú mótmæli harðlega þeirri hækkun sem hafi verið ákveðin á ógerilsneiddri hrámjólk og tók gildi þann 1. ágúst 2015. Auk beiðninnar um fund, er óskað eftir því að Atvinnuveganefnd fari yfir og skoði „ámælisverð og skaðleg vinnubrögð Landbúnaðarráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Verðlagsnefndar búvara. Sem hafa beinlínis unnið gegn samkeppni á mjólkurvörumarkaði og hafa ítrekaðar beiðnir um gögn og upplýsingar verið hundsaðar svo árum skiptir,“ eins og segir í bréfinu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur að Jón Gunnarsson hafi tjáð honum að fundur yrði haldinn, en ekki liggur fyrir hvenær. Þar að auki hefur Ólafur óskað eftir því að Umboðsmaður Alþingis skoði vinnubrögð ráðherra og nefndarinnar gagnvart Kú. Í bréfinu segir að fyrirtækið geti ekki búið við 17 prósenta álag á ógerilsneidda hrámjólk og óskað sé eftir því að Atvinnuveganefnd skoði eftirfarandi atriði:Voru erindin lögð fyrir verðlagsnefnd?Hvers vegna hefur þeim ekki ennþá verið svarað?Með hvaða hætti eru erindi færð til bókar í ráðuneytinu og þeim fylgt eftir?Óskað er eftir því að Atvinnuveganefnd kalli eftir afriti af öllum fundargerðum, gögnum sem lögð hafa verið fyrir nefndina, tölvupóstum til og frá fulltrúum nefndarinnar og starfsmanna hennar og fylgisgögnum frá árinu 2007 og til dagsins í dag og geri þau opinber og aðgengileg.Hvers vegna svarar ráðherra ekki erindum og beiðnum sem til hans er beint svo sem um fundi eða annað svo árum skipti?Að nefndin fái óháða aðila til af yfirfara verðlagningu á hrámjólk og ofteknar greiðslur af hálfu Mjólkursamsölunnar á tímabilinu 1.janúar 2007 til 14.ágúst 2015. Auk þessa óskaði Ólafur eftir því að nefndin myndi beita sér fyrir að allir aðilar í mjólkurframleiðslu kaupi mjólk á sama verði frá Auðhumlu. Að undanþágur Mjólkursamsölunnar og mjólkuriðnaðarins frá Samkeppnislögum verði afnumdar. Að Mjólkursamsölunni og mjólkuriðnaðnum verði gert að endurgreiða ofteknar greiðslur fyrir mjólk til þeirra aðila sem í hlut eiga á árnum 2007 til 2015 og að opinber verðlagning á mjólkurvörum verði afnumin og verðlagsnefnd lögð niður.
Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira