Nauðlending í Súðavíkurhlíð: Var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 10:59 Frá vettvangi í gær þar sem vélinni var nauðlent á veginum um Súðavíkurhlíð. Vísir/Þórður Kr. Sigurðsson. „Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
„Þetta var bara þvílík heppni,“ segir Steinþór Jón Gunnarsson sem var farþegi í flugvél sem yngri bróðir hans, Egill Ari Gunnarsson, nauðlenti á veginum um Súðavíkurhlíð um hádegisbilið í gær. Flugvélin hafði tekið á loft skömmu áður á Ísafjarðarflugvelli en lenti í vandræðum sem varð til þess að nauðlenda þurfti vélinni á veginum. Atvikið er nú til rannsóknar hjá flugslysasviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa en fulltrúar þeirra nefndar mættu vestur í gær til að kanna vettvang. Tildrög nauðlendingarinnar eru ókunn á þessari stundu en samkvæmt heimildum Vísis missti vélin afl með fyrrgreindum afleiðingum. Steinþóri er óheimilt að tjá sig um aðdragandann á meðan málið er í rannsókn en segir þá bræður fegna að vera á lífi.Steinþór Jón Gunnarsson segir þá bræður hafa fagnað eins og þeir hefðu orðið heimsmeistarar í fótbolta þegar flugvélin var stöðvuð.Vísir/Facebook.„Það voru andartök á milli lífs og dauða þarna. Við fögnuðum eins og við værum orðnir heimsmeistarar í fótbolta eftir að vélin var stöðvuð,“ segir Steinþór sem var byrjaður að skrifa kveðjur til ættingja og vina á meðan nauðlendingunni stóð. „Ég hélt á svona blaði þar sem þú skrifar niður tímann sem þú ferð í loftið og fleira í þeim dúr. Ég var byrjaður að skrifa skilaboð og kveðjur til ættingja og vina. Við héldum fyrst að við værum fara upp í klettana eða fjöruna,“ segir Steinþór en fyrir ofan veginn sem þeir lentu á er snarbrött Súðavíkurhlíð og fyrir neðan hann stórgrýtt fjara. Hann segir bróður sinn hafa staðið sig eins og hetju við að nauðlenda vélinni á þessum stað. „Það er náttúrlega ótrúlegt afrek að hafa náð að lenda henni svona, það segir sig sjálft, og á þessum stað.“ Báðir sluppu þeir ómeiddir en Steinþór segir mesta áfallið hafa komið yfir hann í seint gærkvöldi og í dag. „Maður gerir ekkert annað en að hugsa um þetta aftur og aftur,“ segir Steinþór sem segist þó ekki hræddur við að fara aftur upp í flugvél. „Nei, nei, við lentum heilir á höldnu og það slasaðist enginn. En þetta fór engu að síður betur en á horfðist.“Að neðan má sjá hvar bræðurnir lentu við Súðavíkurhlíð í gær.Vélin staðnæmdist nokkur hundruð metra frá Arnarneshamarsgatinu í Súðavíkurhlíð.Vísir/loftmyndir.is
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð Tveir voru um borð og sluppu án meiðsla. 13. ágúst 2015 13:45