Gagnrýna borgaryfirvöld fyrir að hafa haldið borgarbúum í gíslingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2015 13:00 Bílar hafa varla verið sjáanlegir á Menningarnótt í miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár. Vísir/Andri Marinó „ Íbúar miðbæjarins þurftu að sæta því að vera læstir inni og vera harðlega bannað að nota heimilisbíla sína þótt líf lægi við sl. laugardag. Ekkert samráð var haft við þá um þessa innilokun heldur fengu þeir einungis skipanir að ofan frá yfirvöldum um að þeim væri meinað að nota bifreiðar sínar frá því eldsnemma á laugardaginn til miðnættis,“ segir í pistli á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Tilefnið er lokanir í miðborginni á Menningarnótt en eins og Vísir greindi frá í gær voru yfir eitt þúsund manns sem fengu tíu þúsund króna sekt vegna stöðubrota. Í heildina nema sektargreiðslurnar nærri tíu milljónum króna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að niðurstaðan sé vonbrigði enda hafi lokanir verið kynntar vel og sömuleiðis hvernig fólk gæti komist í bæinn án þess að nota einkabílinn.Sektunarherir í fullri aukavinnu Í pistlinum á vefsíðu FÍB segir að ekki aðeins hafi íbúum í miðbænum verið haldið í gíslingu heldur hafi íbúar úthverfanna verið beittir svipuðu valdboði. „Þeim var ýmist sagt að ganga, hjóla eða taka strætisvagna til að komast í miðbæinn, eða koma á bílnum á tiltekna staði þar sem þeir gætu lagt bílum sínum í stæði og tekið strætó seinasta spölinn í miðbæinn. Þessi stæði voru fljót að fyllast og samviskusamir úthverfabúar sem lögðu bílum sínum utan merktra stæða fengu svo að kenna á því þegar að því kom að halda heimleiðis,“ segir í pistlinum. Þar biðu þeirra sektir fyrir að leggja utan skilgreindra bílastæða. „Ekkert hafði verið gert í því að mæta því augljósa og skilgreina tímabundin bílastæði á opnum svæðum, túnum og melum við útjaðra miðbæjarins. En sektunarherir Bílastæðasjóðs og lögreglu voru hins vegar hafðir í fullri aukavinnu þennan hátíðisdag við að sekta fólk.“ Pistlahöfundur FÍB vilja að borgin hugleiði umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu út frá þörfum íbúanna. Reykjavík sé í raun klasi sveitaþorpa. Vegalengdin úr úthverfum í miðbæin sé víða á annan tug kílómetra. Sólarhringsgísling „Þrátt fyrir allt tal um að þétta byggðina í borginni þá hefur verið haldið áfram á þeirri braut að skipulegga sífellt ný og ný sveitaþorp. Eina byggðarþéttingin sem á sér stað er í gamla miðbænum og næsta nágrenni hans, þar sem svigrúm til þéttingar er tæpast til staðar. Markmiðum sínum vilja þéttingarmenn helst ná með því að vega að hreyfanleika fólks með því að leggja hindranir og trafala í veg bílaumferðar, jafnvel á stofnbrautum (þjóðvegum) og skipuleggja íbúðarhús og blokkir þar sem væntanlegir íbúar skulu með illu eða góðu vera án heimilisbíls.“ Þegar stórhátíð eins og Menningarnótt sé haldin verði öfgarnar skýrari. „En borgaryfirvöld eru föst á sínu og virðast ekki fáanleg til að íhuga málin út frá fleiri sjónarmiðum en sínum eigin – þeim að bíllinn skuli útlægur gjör og fólk lifi lífinu án bíls, hjóli, taki strætó og helst léttlestir við fyrstu hentugleika. Í þeim anda þykir í fínu lagi að taka íbúa miðbjæjarins í gíslingu í tæpan sólarhring og taka bifreiðar langt að kominna úthverfisbúa í gíslingu, fyrir það að borgaryfirvöld sjálf stóðu sig ekki í stykkinu.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17 Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
„ Íbúar miðbæjarins þurftu að sæta því að vera læstir inni og vera harðlega bannað að nota heimilisbíla sína þótt líf lægi við sl. laugardag. Ekkert samráð var haft við þá um þessa innilokun heldur fengu þeir einungis skipanir að ofan frá yfirvöldum um að þeim væri meinað að nota bifreiðar sínar frá því eldsnemma á laugardaginn til miðnættis,“ segir í pistli á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Tilefnið er lokanir í miðborginni á Menningarnótt en eins og Vísir greindi frá í gær voru yfir eitt þúsund manns sem fengu tíu þúsund króna sekt vegna stöðubrota. Í heildina nema sektargreiðslurnar nærri tíu milljónum króna. Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að niðurstaðan sé vonbrigði enda hafi lokanir verið kynntar vel og sömuleiðis hvernig fólk gæti komist í bæinn án þess að nota einkabílinn.Sektunarherir í fullri aukavinnu Í pistlinum á vefsíðu FÍB segir að ekki aðeins hafi íbúum í miðbænum verið haldið í gíslingu heldur hafi íbúar úthverfanna verið beittir svipuðu valdboði. „Þeim var ýmist sagt að ganga, hjóla eða taka strætisvagna til að komast í miðbæinn, eða koma á bílnum á tiltekna staði þar sem þeir gætu lagt bílum sínum í stæði og tekið strætó seinasta spölinn í miðbæinn. Þessi stæði voru fljót að fyllast og samviskusamir úthverfabúar sem lögðu bílum sínum utan merktra stæða fengu svo að kenna á því þegar að því kom að halda heimleiðis,“ segir í pistlinum. Þar biðu þeirra sektir fyrir að leggja utan skilgreindra bílastæða. „Ekkert hafði verið gert í því að mæta því augljósa og skilgreina tímabundin bílastæði á opnum svæðum, túnum og melum við útjaðra miðbæjarins. En sektunarherir Bílastæðasjóðs og lögreglu voru hins vegar hafðir í fullri aukavinnu þennan hátíðisdag við að sekta fólk.“ Pistlahöfundur FÍB vilja að borgin hugleiði umferðarmál á höfuðborgarsvæðinu út frá þörfum íbúanna. Reykjavík sé í raun klasi sveitaþorpa. Vegalengdin úr úthverfum í miðbæin sé víða á annan tug kílómetra. Sólarhringsgísling „Þrátt fyrir allt tal um að þétta byggðina í borginni þá hefur verið haldið áfram á þeirri braut að skipulegga sífellt ný og ný sveitaþorp. Eina byggðarþéttingin sem á sér stað er í gamla miðbænum og næsta nágrenni hans, þar sem svigrúm til þéttingar er tæpast til staðar. Markmiðum sínum vilja þéttingarmenn helst ná með því að vega að hreyfanleika fólks með því að leggja hindranir og trafala í veg bílaumferðar, jafnvel á stofnbrautum (þjóðvegum) og skipuleggja íbúðarhús og blokkir þar sem væntanlegir íbúar skulu með illu eða góðu vera án heimilisbíls.“ Þegar stórhátíð eins og Menningarnótt sé haldin verði öfgarnar skýrari. „En borgaryfirvöld eru föst á sínu og virðast ekki fáanleg til að íhuga málin út frá fleiri sjónarmiðum en sínum eigin – þeim að bíllinn skuli útlægur gjör og fólk lifi lífinu án bíls, hjóli, taki strætó og helst léttlestir við fyrstu hentugleika. Í þeim anda þykir í fínu lagi að taka íbúa miðbjæjarins í gíslingu í tæpan sólarhring og taka bifreiðar langt að kominna úthverfisbúa í gíslingu, fyrir það að borgaryfirvöld sjálf stóðu sig ekki í stykkinu.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17 Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00 Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38 Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Um 120 þúsund manns í miðbænum þegar dagskránni lauk með flugeldasýningu Einhverjir sváfu ölvunarsvefni á gangstéttum eða umferðareyjum og hópur ungmenna tókst á í Lækjargötu. 23. ágúst 2015 09:17
Þessar götur verða lokaðar á Menningarnótt - Kort Gestir Menningarnætur eru eindregið hvattir til að nýta sér almenningssamgöngur. 22. ágúst 2015 09:00
Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Yfir þúsund manns lögðu ólöglega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. 24. ágúst 2015 15:38
Svona kemstu í bæinn á Menningarnótt Ókeypis verður í strætó en löggan verður á vaktinni í sektargír. Upplýsingar um lokanir á götum má finna í fréttinni. 22. ágúst 2015 11:15