Birgitta vill þak á hækkanir verðtryggðra og óverðtryggðra lána Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Birgittu finnst nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun. vísir/Valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram frumvarp um að þak verði sett á hversu mikið bæði verðtryggð og óverðtryggð lán geta hækkað mikið. Birgitta segir að hugmyndin hafi kviknað á síðasta kjörtímabili eftir að hafa orðið þess áskynja að ekki væri neitt þak á hækkun óverðtryggðra lána. „Ég var að skoða sjálf lán og sá að það er í raun og veru ekki til nein löggjöf sem að hindrar það að það sé hægt að hækka þetta út í hið óendanlega. Þá fór ég að hugsa jafnframt af hverju það hafði ekki verið sett neitt þak á verðtryggðu lánin,“ segir hún. „Mér finnst bara nauðsynlegt að byrgja brunninn fyrir næsta hrun og það verður annað hrun eins og titringur síðustu daga gefur tilefni til að hafa áhyggjur af.“Óljóst hvar línan verður dregin Birgitta segist telja að þetta sé besta leiðin til að koma í veg fyrir að fólk lendi í þeirri stöðu sem margir lentu í árið 2008, að lánin þeirra margfölduðust. Hún segist ekki búin að finna út hvar hún vilji draga mörkin; það sé vinna sem sé framundan. „Ég er ekki búin að skoða það til þaula. Það er vinna sem ég er að fara í núna á næstu dögum, þá væntanlega með sérfræðingum á þessu sviði þannig að maður sé ekki að leggja fram eitthvað sem sé óraunhæft og nær ekki í gegnum þingið,“ segir hún. „Ég held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í að ná umræðu aftur um verðtryggðu lánin af því að allir þeir sem voru með verðtryggð lán í hruninu muna hvað gerðist með þau og það hefur í raun og veru ekki verið gert neitt til þess að tryggja það að fólk lendi ekki aftur í sömu stöðu.“Fyrsta skrefið af mörgum Birgitta talar um að þetta sé fyrsta skrefið í að breyta fjármálakerfinu til að reyna að koma í veg fyrir annað hrun. Hún nefnir meðal annars aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi sem næstu skref. „Vonandi verður þessi titringur á mörkuðum núna til þess að það verður gert eitthvað af alvörunni til að fyrirbyggja að almenningur enn og aftur þurfi að axla ábyrgðina á ónýtu markaðskerfi,“ segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira