Handbolti

Óðinn valinn í úrvalslið HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson eftir sigurinn á Spáni í dag.
Óðinn Þór Ríkharðsson eftir sigurinn á Spáni í dag. Mynd/IHF
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður 19 ára landsliðsins, var í dag valinn í úrvalslið heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Óðinn Þór og félagar í íslenska piltalandsliðinu tryggðu sér bronsverðlaunin með því að vinna 26-22 sigur á Spánverjum í leiknum um þriðja sætið.

Óðinn Þór er eini íslenski leikmaðurinn í úrvalsliðnu en hann var í baráttunni um markakóngstitilinn við Slóvenann Blaz Janc.

Grétar Ari Guðjónsson, átti stórleik í íslenska markinu í dag sem og á öllu mótinu en markvörður úrvalsliðsins er Spánverjinn Xoan Ledo Menendez.

Ómar Ingi Magnússon lék líka mjög vel bæði sem leikstjórnandi og hægri skytta en í hægri skyttu úrvalsliðsins er umræddur Blaz Janc.

Frakkinn Melvyn Richardson var valinn besti leikmaður mótsins en hann er einmitt sonur Jackson Richardson sem varð heimsmeistari með Frökkum á HM á Íslandi 1995.



Úrvalslið HM 19 ára landsliða 2015:

Besti leikmaður mótsins:

Melvyn Richardson, Frakklandi

Markahæsti leikmaður:

Blaz Janc, Slóveníu

Markvörður

Xoan Ledo Menendez, Spáni

Vinstri hornamaður

Tilen Sokolic, Slóveníu

Línumaður

Ludovic Fabregas, Frakklandi

Hægri hornamaður

Óðinn Þór Ríkharðsson, Íslandi

Vinstri skytta

Daniel Dujshebaec, Spáni

Leikstjórnandi

Melvyn Richardson, Frakklandi

Hægri skytta

Blaz Janc, Slóveníu




Tengdar fréttir

Voru frábærir möguleikar á að vinna

Þjálfari íslenska liðsins var stoltur af sínum strákum þrátt fyrir naumt tap gegn Slóveníu í undanúrslitum HM 19 ára landsliða í Rússlandi í gær. Íslensku strákarnir lögðu allt í leik gegn sigurstranglegasta liði mótsins en náðu ekki að halda út í seinni hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×