Enn af gengislánum Ólafur Stephensen skrifar 9. september 2015 11:00 Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun