„Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2015 21:13 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Vísir Nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar segir þingstörfin á fyrsta helmingi kjörtímabilsins langt frá því að geta talist þau bestu í sögunni. Hann sagði þingheim þó eiga möguleika á að breyta í rétta átt á seinni helmingi kjörtímabilsins. Óttarr Proppé steig fyrstu þingmanna Bjartrar framtíðar í pontu á Alþingi í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra fyrir nýhafið þing. Hann sagði það vera hættulegan ósið að koma sínum vilja fram, jafnvel að þröngva honum upp á þá sem eru annarrar skoðunar í krafti valds eða meirihluta. „Það er hættulegur ósiður. því þegar hlutverkin skiptast á er hætt við að nýi meirihlutinn sem fannst á sér troðið áður, beiti nýfengnu valdi til þess að snúa hlutunum við og þröngva sínum áherslum að. Þessi aðferðafræði er öngstræti sem leiðir til stöðnunar því ekki hverfa andstæðingar kvótakerfisins, né aðdáendur þess, þó annar hópurinn nái vilja sínum fram að fullu. Um slíkt næst aldrei sátt. Eina leiðin til sáttar til langs tíma er samtal og samvinna allra sem koma að borðinu. Bæði stjórnmálamanna og annara.“Afnám hafta gott dæmi Hann sagði þingmenn hafa upplifað bæði gott og slæmt á síðustu þingum. Mál hafa farið í gegnum þingið sem hafa verið unnin á breiðum grunni, með samráði og aðkomu. Slíka mál hafa verið farsæl í þinginu og um þau hefur ríkt sátt. „Gott dæmi er fyrstu skrefin í afnámi hafta sem voru samþykkt í sumar. En við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs, mál sem hefur verið kastað eins og sprengjum og hafa sett allt í loft upp. Dæmi um það eru aðildarviðræðurnar við ESB og tillaga um virkjanir fram hjá rammaáætlun. Það myndaðist engin sátt um þessi mál, hvorki inni á þingi né í þjóðfélaginu, Það var ekki gerð tilraun til þess að ná um þau sátt og það var aldrei möguleiki á neinni sátt. Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta.“„Eigum ekki aðra jörð til vara“ Umhverfismál voru Óttarr hugleikin og sagði hann mannfólkið vera að ganga ansi langt á viðkvæmt lífríki jarðar. „Við erum að ofnýta jörðina sem er ekki góður bissniss því komandi kynslóðir eiga að taka við henni og við eigum ekki aðra jörð til vara.“ Hann sagði internetið, breytta framleiðsluhætti, hnattvæðingu, upplausn heimsvelda, aukna ferðamöguleika milli landa og heimsálfa hafa stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir lífsstíl og lífsgæði fólks og samfélög. „Ísland gengur í gegnum margar þessar breytingar einfaldlega vegna þess að við erum hluti af, og háð umheiminum. Þetta er ofan á þær breytingar sem við höfum verið að upplifa eftir hrunið, bæði fjárhagslegu kreppuna og þá andlegu sem líkja má við áfallastreitu.“Vitnaði í Rúna Júll Hann vitnaði í tónlistarmanninn Rúnar Júlíusson heitinn sem sagði gjarnan: „Það býr oft dulbúin gæfa í áföllunum.“ „Það á að mörgu leyti við árin eftir hrun. Því á sama tíma og efnahagsáföllin dundu yfir og traust á stofnanir samfélagsins hrundi vaknaði líka ný hugsun um aðrar leiðir, önnur gildi og aðra aðferðafræði . “ Hann sagði mikil átök í íslensku samfélagi í dag, ekki bara um áhrif og völd, ekki einskorðuð við hægri eða vinstri, höfuðborg eða landsbyggð, handhafa fjármagnsins eða almenning. „Þessi átök eru um grundvallarbreytingar. Um það hvort við ætlum að gera hlutina öðruvísi, á lýðræðislegri hátt, að byggja upp til framtíðar og stokka upp í alvörunni. Eða ætlum við að halla okkur að því sem við erum vön. Þessi sömu átök eru sýnileg á heimsvísu þegar við horfum á umhverfismálin, umræðuna um misskiptingu auðs innan samfélaga og á milli landa.“ Hann sagði enga tilviljun að línurnar í þessum átökum séu frekar milli kynslóða. „Heimurinn er að gjörbreytast og er búinn að vera það í 2-3 áratugi. Þau sem eru yngri hafa einfaldlega alist upp við þessar breytingar. Þau átta sig á því að kyrrstaða, gömlu lausnirnar eru ekki lengur boðlegar.“Vantraust byggt á vantrú Hann sagði það til marks um slæma stöðu að traust almenning til Alþingis sé nánast ekkert. „En það er ekki vandamál almennings, vandinn hlýtur að liggja hjá okkur. Getur verið að vantraustið byggi á vantrú á því að við sem stundum stjórnmál alla daga séum meðvitað um breytingarnar í heiminum. Þetta þurfum við að afsanna, alþingismenn allir. Við þurfum að vera meðvituð um og tilbúin til þess að leiða breytingar til góðs. Jafnvel þó það sé erfitt og landslagið ókunnugt.“ Hann sagði afstöðu fólks til hvers annars, manna og málefna byggja oft á tilfinningu. „Þetta á líka við um stjórnmál og þau málefni samfélagsins sem eru vettvangur stjórnvalda og alþingis. Almenningur er betur inn í málunum og hefur sterkar og úthugsaðar skoðanir um flókin viðfangsefni þó hann sé ekki í fullu starfi eins og við sem hér sitjum, alþingismenn sem njótum í ofanálag aðgangi að her sérfræðinga. Alþingi er málstofa. Okkar hlutverk er að tala, en okkar hlutverk er ekki síður að hlusta og eiga samtal við almenning. Það hvernig við hlustum, eða virðumst stundum ekki hlusta, held ég að hafi meiri áhrif á það hvort almenningi finnist alþingi traustsins vert.“Sagðist upplifa að Íslendingar skammist sín fyrir hlutskipti Jóhanns Risa Hann sagði ekki hægt að tala um tilfinningar án þess að minnast á vanda flóttamanna og í tilviki Óttarrs, að minnast á Jóhann Pétursson Risa. „Flóttamannavandinn hefur hvílt þungt á mínu hjarta undanfarið eins og á hjörtum landsmanna. Það er óþolandi tilfinning að geta ekki gert meira til að hjálpa einstaklingum í neyð, einstaklingum sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu og lífi barnanna sinna. Í sumar átti ég leið um Byggðasafnið Hvoll á Dalvík. Þar er sýning um heimamanninn Jóhann Risa. Jóhann ólst upp í kreppunni og varð ungur risi að hæð. Hann eyðilagði á sér fæturna með því að stunda sjóinn í allt of litlum skóm. Á endanum sá Jóhann ekki fram á að geta framfleytt sér í heimalandinu og flutti utan þar sem hann stundaði sýningarstörf, á sjálfum sér. Störf sem hann hafði alltaf skömm á en neyðin kennir og allt það. Ég hef alltaf upplifað að við Íslendingar höfum alltaf skammast okkar fyrir hlutskipti Jóhans. Við skiljum sögu hans af því hann var nafngreindur maður, annálað góðmenni og úr sama umhverfi og afar okkar og ömmur. Eins skömmumst við íslendingar okkur fyrir aðgerðarleysi okkar gagnvart gyðingum á flótta við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú eru fleiri á flótta en nokkru sinni seinustu áratugi. Það er skilda okkar Íslendinga að gera betur en auðvitað þarf að tryggja að rétt og vel sé haldið utan um móttöku flóttamanna. Ég fagna ráðherranefnd um málefni flóttamanna. Við í Bjartri Framtíð erum boðin og búin til þess að gera það sem við getum til þess að hjálpa til og styðja við góð verk.“ Hann sagðist hafa fulla trú á þingmönnum. „Við erum fólk, vinnum eins og fólk og verum eins og fólk.“ Alþingi Tengdar fréttir Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í beinni á Vísi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 8. september 2015 19:30 Sigmundur Davíð: Okkur ber skylda til að nýta velgengni þjóðarinnar í góðverk Auka þarf framlög í flóttamannaaðstoð og undirbúningsvinna þarf að komast á fullan skrið 8. september 2015 20:10 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Nýkjörinn formaður Bjartrar framtíðar segir þingstörfin á fyrsta helmingi kjörtímabilsins langt frá því að geta talist þau bestu í sögunni. Hann sagði þingheim þó eiga möguleika á að breyta í rétta átt á seinni helmingi kjörtímabilsins. Óttarr Proppé steig fyrstu þingmanna Bjartrar framtíðar í pontu á Alþingi í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra fyrir nýhafið þing. Hann sagði það vera hættulegan ósið að koma sínum vilja fram, jafnvel að þröngva honum upp á þá sem eru annarrar skoðunar í krafti valds eða meirihluta. „Það er hættulegur ósiður. því þegar hlutverkin skiptast á er hætt við að nýi meirihlutinn sem fannst á sér troðið áður, beiti nýfengnu valdi til þess að snúa hlutunum við og þröngva sínum áherslum að. Þessi aðferðafræði er öngstræti sem leiðir til stöðnunar því ekki hverfa andstæðingar kvótakerfisins, né aðdáendur þess, þó annar hópurinn nái vilja sínum fram að fullu. Um slíkt næst aldrei sátt. Eina leiðin til sáttar til langs tíma er samtal og samvinna allra sem koma að borðinu. Bæði stjórnmálamanna og annara.“Afnám hafta gott dæmi Hann sagði þingmenn hafa upplifað bæði gott og slæmt á síðustu þingum. Mál hafa farið í gegnum þingið sem hafa verið unnin á breiðum grunni, með samráði og aðkomu. Slíka mál hafa verið farsæl í þinginu og um þau hefur ríkt sátt. „Gott dæmi er fyrstu skrefin í afnámi hafta sem voru samþykkt í sumar. En við höfum líka sóað miklum tíma og óendanlegum kröftum í mál sem hafa komið inn án samráðs, mál sem hefur verið kastað eins og sprengjum og hafa sett allt í loft upp. Dæmi um það eru aðildarviðræðurnar við ESB og tillaga um virkjanir fram hjá rammaáætlun. Það myndaðist engin sátt um þessi mál, hvorki inni á þingi né í þjóðfélaginu, Það var ekki gerð tilraun til þess að ná um þau sátt og það var aldrei möguleiki á neinni sátt. Sátt og traust er ekki eitthvað sem hægt er að panta eða heimta.“„Eigum ekki aðra jörð til vara“ Umhverfismál voru Óttarr hugleikin og sagði hann mannfólkið vera að ganga ansi langt á viðkvæmt lífríki jarðar. „Við erum að ofnýta jörðina sem er ekki góður bissniss því komandi kynslóðir eiga að taka við henni og við eigum ekki aðra jörð til vara.“ Hann sagði internetið, breytta framleiðsluhætti, hnattvæðingu, upplausn heimsvelda, aukna ferðamöguleika milli landa og heimsálfa hafa stórkostlegar breytingar í för með sér fyrir lífsstíl og lífsgæði fólks og samfélög. „Ísland gengur í gegnum margar þessar breytingar einfaldlega vegna þess að við erum hluti af, og háð umheiminum. Þetta er ofan á þær breytingar sem við höfum verið að upplifa eftir hrunið, bæði fjárhagslegu kreppuna og þá andlegu sem líkja má við áfallastreitu.“Vitnaði í Rúna Júll Hann vitnaði í tónlistarmanninn Rúnar Júlíusson heitinn sem sagði gjarnan: „Það býr oft dulbúin gæfa í áföllunum.“ „Það á að mörgu leyti við árin eftir hrun. Því á sama tíma og efnahagsáföllin dundu yfir og traust á stofnanir samfélagsins hrundi vaknaði líka ný hugsun um aðrar leiðir, önnur gildi og aðra aðferðafræði . “ Hann sagði mikil átök í íslensku samfélagi í dag, ekki bara um áhrif og völd, ekki einskorðuð við hægri eða vinstri, höfuðborg eða landsbyggð, handhafa fjármagnsins eða almenning. „Þessi átök eru um grundvallarbreytingar. Um það hvort við ætlum að gera hlutina öðruvísi, á lýðræðislegri hátt, að byggja upp til framtíðar og stokka upp í alvörunni. Eða ætlum við að halla okkur að því sem við erum vön. Þessi sömu átök eru sýnileg á heimsvísu þegar við horfum á umhverfismálin, umræðuna um misskiptingu auðs innan samfélaga og á milli landa.“ Hann sagði enga tilviljun að línurnar í þessum átökum séu frekar milli kynslóða. „Heimurinn er að gjörbreytast og er búinn að vera það í 2-3 áratugi. Þau sem eru yngri hafa einfaldlega alist upp við þessar breytingar. Þau átta sig á því að kyrrstaða, gömlu lausnirnar eru ekki lengur boðlegar.“Vantraust byggt á vantrú Hann sagði það til marks um slæma stöðu að traust almenning til Alþingis sé nánast ekkert. „En það er ekki vandamál almennings, vandinn hlýtur að liggja hjá okkur. Getur verið að vantraustið byggi á vantrú á því að við sem stundum stjórnmál alla daga séum meðvitað um breytingarnar í heiminum. Þetta þurfum við að afsanna, alþingismenn allir. Við þurfum að vera meðvituð um og tilbúin til þess að leiða breytingar til góðs. Jafnvel þó það sé erfitt og landslagið ókunnugt.“ Hann sagði afstöðu fólks til hvers annars, manna og málefna byggja oft á tilfinningu. „Þetta á líka við um stjórnmál og þau málefni samfélagsins sem eru vettvangur stjórnvalda og alþingis. Almenningur er betur inn í málunum og hefur sterkar og úthugsaðar skoðanir um flókin viðfangsefni þó hann sé ekki í fullu starfi eins og við sem hér sitjum, alþingismenn sem njótum í ofanálag aðgangi að her sérfræðinga. Alþingi er málstofa. Okkar hlutverk er að tala, en okkar hlutverk er ekki síður að hlusta og eiga samtal við almenning. Það hvernig við hlustum, eða virðumst stundum ekki hlusta, held ég að hafi meiri áhrif á það hvort almenningi finnist alþingi traustsins vert.“Sagðist upplifa að Íslendingar skammist sín fyrir hlutskipti Jóhanns Risa Hann sagði ekki hægt að tala um tilfinningar án þess að minnast á vanda flóttamanna og í tilviki Óttarrs, að minnast á Jóhann Pétursson Risa. „Flóttamannavandinn hefur hvílt þungt á mínu hjarta undanfarið eins og á hjörtum landsmanna. Það er óþolandi tilfinning að geta ekki gert meira til að hjálpa einstaklingum í neyð, einstaklingum sem eru að flýja til að bjarga lífi sínu og lífi barnanna sinna. Í sumar átti ég leið um Byggðasafnið Hvoll á Dalvík. Þar er sýning um heimamanninn Jóhann Risa. Jóhann ólst upp í kreppunni og varð ungur risi að hæð. Hann eyðilagði á sér fæturna með því að stunda sjóinn í allt of litlum skóm. Á endanum sá Jóhann ekki fram á að geta framfleytt sér í heimalandinu og flutti utan þar sem hann stundaði sýningarstörf, á sjálfum sér. Störf sem hann hafði alltaf skömm á en neyðin kennir og allt það. Ég hef alltaf upplifað að við Íslendingar höfum alltaf skammast okkar fyrir hlutskipti Jóhans. Við skiljum sögu hans af því hann var nafngreindur maður, annálað góðmenni og úr sama umhverfi og afar okkar og ömmur. Eins skömmumst við íslendingar okkur fyrir aðgerðarleysi okkar gagnvart gyðingum á flótta við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. Nú eru fleiri á flótta en nokkru sinni seinustu áratugi. Það er skilda okkar Íslendinga að gera betur en auðvitað þarf að tryggja að rétt og vel sé haldið utan um móttöku flóttamanna. Ég fagna ráðherranefnd um málefni flóttamanna. Við í Bjartri Framtíð erum boðin og búin til þess að gera það sem við getum til þess að hjálpa til og styðja við góð verk.“ Hann sagðist hafa fulla trú á þingmönnum. „Við erum fólk, vinnum eins og fólk og verum eins og fólk.“
Alþingi Tengdar fréttir Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í beinni á Vísi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 8. september 2015 19:30 Sigmundur Davíð: Okkur ber skylda til að nýta velgengni þjóðarinnar í góðverk Auka þarf framlög í flóttamannaaðstoð og undirbúningsvinna þarf að komast á fullan skrið 8. september 2015 20:10 Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52 Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra í beinni á Vísi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld. 8. september 2015 19:30
Sigmundur Davíð: Okkur ber skylda til að nýta velgengni þjóðarinnar í góðverk Auka þarf framlög í flóttamannaaðstoð og undirbúningsvinna þarf að komast á fullan skrið 8. september 2015 20:10
Tístlendingar hlusta á umræðurnar: „Lokum augunum og ímyndum okkur Samfylkinguna með meira en 10% fylgi" Svo oft sem áður láta Íslendingar á Twitter ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að grínast með málefni líðandi stundar. 8. september 2015 20:52
Árni Páll kallaði eftir byltingum með lokuð augun Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reiddi sig á ríkt myndmál í ræðu sinni á Alþingi í kvöld og fyllti Vatnajökul af Sýrlendingum, Lundúnabúum og Kínverjum. 8. september 2015 20:39