Lýsir áhyggjum af því að framundan sé minna aðhald í ríkisfjármálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 18:05 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01