Flugslysaæfing hafin í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2015 10:55 Aðstæður í Grímsey eru þannig að þar eru einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. Vísir/pjetur Flugslysaæfing hófst í Grímsey fyrr í dag þar sem æfð eru viðbrögð við flugslysi. Markmiðið með flugslysaæfingum er að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að aðstæður í Grímsey séu þannig að þar sé einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. „Verði stóráfall í Grímsey er gert ráð fyrir að aðstoð berist frá nærliggjandi svæðum en þangað til sú aðstoð berst, reynir á heimamenn. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að sent var SMS í farsíma í Grímsey þar sem íbúar fengu tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er. Hægt verður að fylgjast með æfingunni síðar í dag í Facebook-síðu almannavarnadeildarinnar,“ segir í tilkynningunni.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 19 September 2015 Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Flugslysaæfing hófst í Grímsey fyrr í dag þar sem æfð eru viðbrögð við flugslysi. Markmiðið með flugslysaæfingum er að láta reyna á samvinnu allra viðbragðseininga á því svæði sem flugslys verða. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að aðstæður í Grímsey séu þannig að þar sé einungis hluti hinna hefðbundnu viðbragðsaðila eins og lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, Rauði krossinn og heilbrigðisstarfsmenn. Sömu einstaklingar eru að hluta til í slökkviliði og björgunarsveit. „Verði stóráfall í Grímsey er gert ráð fyrir að aðstoð berist frá nærliggjandi svæðum en þangað til sú aðstoð berst, reynir á heimamenn. Við undirbúning á æfingunni var boðið upp á fræðslu í formi fyrirlestra og verklegra æfinga og var lögð áhersla á að sem flestir gætu nýtt sér þá fræðslu. Farið var yfir skipulag á slysavettvangi, umönnun og bráðaflokkun slasaðra, aðkomu að flugslysi, slökkvistarf og björgun. Að fræðslunni komu ráðgjafar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Isavia, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Landspítala, slökkviliði Akureyrar og fleiri. Margir tóku þátt í fræðslunni sem var í boði og var áhugi heimamanna mikill. Æfingin hófst með því að sent var SMS í farsíma í Grímsey þar sem íbúar fengu tilkynningu um æfinguna og að flugvél hefði brotlent við enda flugvallarins. Þó svo að aðalmarkmið æfingarinnar hafi verið flugslys, þá nýtist fræðslan og undirbúningurinn þeim sem taka þátt í æfingunni við hvaða slys sem er. Hægt verður að fylgjast með æfingunni síðar í dag í Facebook-síðu almannavarnadeildarinnar,“ segir í tilkynningunni.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Saturday, 19 September 2015
Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira