Búrkína Fasó vísað úr Afríkuráðinu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 19. september 2015 09:00 Maður úr hópi mótmælenda gefst upp fyrir liðsmönnum lífvarðasveitarinnar. Nordicphotos/AFP Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila. Benín Búrkína Fasó Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Búrkína Fasó Afríkuráðið hefur vísað Búrkína Fasó úr ráðinu eftir að hópur hershöfðingja úr röðum lífvarðasveitar forsetans tók völdin í Búrkína Fasó á miðvikudaginn, handtók forsetann og forsætisráðherrann og komu á herforingjastjórn sem fer með völd í landinu. Gilbert Diendere hershöfðingi er leiðtogi herforingjastjórnarinnar en hann er bandamaður fyrrverandi forseta landsins, Blaise Compaore, sem hrökklaðist úr embætti í fyrra eftir miklar óeirðir í landinu. Forsetakosningar voru áætlaðar 11. október en talið er að hershöfðingjarnir hafi tekið völdin vegna umdeildra kosningalaga sem banna einstaklingum sem tengdir eru Compaore að bjóða sig fram. Fjöldi íbúa Búrkína Fasó hefur mótmælt valdaráninu og óeirðir brutust út í höfuðborginni Ouagadougou. Mótmælendur kveiktu í dekkjum og rusli á götum úti en liðsmenn úr lífvarðasveit forsetans brugðust við með því að skjóta upp í loftið til að dreifa mótmælendum. Þrír hafa látist í átökum á milli mótmælenda og lífvarðasveitarinnar og fjöldi fólks hefur verið handtekinn. Margir mótmælendur hafa kallað eftir því að herinn skerist í leikinn en lífvarðasveit forsetans er sérdeild sem er óháð hernum og í eru um 1.300 liðsmenn. Frakkland, Bandaríkin og Afríkubandalagið hafa fordæmt valdaránið auk Ban Ki-moon, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur herinn til að tryggja öryggi og réttindi þegna landsins. Forseti Senegal, Macky Sall, og forseti Benín, Thomas Boni Yayi, komu til Búrkína Fasó í gær til að freista þess að semja um frið á milli deiluaðila. Eftir komu þeirra til landsins var sitjandi forseta landsins, Michel Kafando, sleppt úr haldi og herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að hún sé opin fyrir viðræðum sem bendir til þess að farið sé að þiðna á milli deiluaðila.
Benín Búrkína Fasó Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira