Kristján Þór um mál Fanneyjar Bjarkar: Niðurstaða dómsins ekki aðalatriði Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2015 18:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra. Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms í máli Fanneyjar Bjarkar Ásbjörnsdóttur gegn ríkinu vegna lifrarbólgulyfsins Harvoni staðfesta að lagaramminn sem byggt var á í umræddu máli haldi og að starfshættir hins opinbera hafi verið lögmætir. Hann segir aðalmálið nú þó vera að tryggja greiðari aðgang fólks að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af stefnu Fanneyjar Bjarkar en hún stefndi ríkinu sem synjar henni um nauðsynlega lyfjameðferð við lifrarbólgu C en hún veiktist af sjúkdómnum við blóðgjöf eftir barnsburð árið 1983. Í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu kemur fram að kröfur stefnanda hafi verið þríþættar, það er að felld yrði úr gildi ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar um að synja umsókn um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir stefnanda í lyfinu Harvoni vegna lyfjameðferðar við lifrarbólgu C, að viðurkennt yrði að stefndu væri skylt að veita viðkomandi aðgang að lyfinu vegna nauðsynlegrar meðferðar við lifrarbólgu C og loks til vara að ólögmætt hefði verið að synja um einstaklingsbundna greiðsluþátttöku stefnanda í lyfinu með vísan til skorts á fjármagni. Ekki var fallist á neina af framangreindum kröfum í niðurstöðu Héraðsdóms. Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu dómsins meðal annars staðfesta þá meginreglu stjórnarskrárinnar að fjárstjórnarvaldið sé hjá Alþingi og að ekkert gjald megi greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. „Niðurstaða dómsins er þó ekki aðalmálið núna, heldur að tryggja greiðari aðgang að mikilvægum lyfjum eins og hér um ræðir fyrir þennan sjúklingahóp. Að því er unnið af hálfu ráðuneytisins í samvinnu við Landspítala og ég vonast til að kynna farsæla lausn áður en langt um líður“ segir ráðherra.
Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira