Friðlýsingum haldið áfram á ís Svavar Hávarðsson skrifar 18. september 2015 07:00 Ekki eitt einasta af þeim 20 svæðum sem stokkast hafa í verndarflokk í núgildandi áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) hefur verið friðlýst – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar liggur niðri en ástæðan er að fjármagn var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um stórar upphæðir að ræða. Áskorun LandverndarSigrún ÁgústsdóttirStjórn Landverndar sendi frá sér áskorun til Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, á þriðjudag þess efnis að tryggja fjármagn til friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar. Lögin voru samþykkt árið 2013 – eða fyrir tveimur og hálfu ári – en á þeim tíma hefur ekki eitt einasta svæði sem fellur undir lögin um rammaáætlun verið friðlýst. Þó bendir Landvernd á að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að hefja þegar í stað undirbúning að friðlýsingu svæða sem lenda í verndarflokki. Það er Umhverfisstofnun sem sinnir friðlýsingum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 var fellt niður framlag til stofnunarinnar til friðlýsingar svæða og engar breytingar á því eru sjáanlegar í nýframkomnu fjárlagafrumvarp. Stjórn Landverndar skorar á ráðherra og alþingismenn að auka fjárframlög til friðlýsinga svo framfylgja megi lögum og skapa meiri sátt um virkjanamál á Íslandi. Aftur á núllpunktiÁrið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Þegar þingsályktunartillagan var endanlega samþykkt í janúar var auglýst eftir starfsmönnum í verkefnið. Í samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu í upphafi á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið. 37,5 milljónirÞegar sú ákvörðun lá fyrir um áramótin 2013 og 2014 að peningar yrðu ekki veittir Umhverfisstofnun til friðlýsinga þá var í framhaldinu sex starfsmönnum sagt upp störfum. Þeir starfsmenn sem unnu að friðlýsingum höfðu aðeins verið hjá stofnuninni í eitt ár – sérstaklega ráðnir vegna friðlýsinga er tengdust rammaáætlun. Árið 2013 varði stofnunin 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Það er nefnilega svo að friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að vinna hafi byrjað við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk. Hins vegar hafi verkefnin verið komin mislangt þegar vinnan var aflögð, og af ýmsum ástæðum. Ein þeirra var sú að viðkomandi hagsmunaaðilar, sveitarfélögin ekki síst, voru í sumum tilfellum tvístígandi eða neikvæð gagnvart friðlýsingu á þeim svæðum sem voru þá komin í verndarflokk. Sumum kom einfaldlega á óvart að svæði í verndarflokki skyldi friðlýst. Síðar þegar verkefnastjórn rammaáætlunar hóf vinnu við 3. áfanga áætlunarinnar þá hafi fleira kynt undir efasemdum um friðlýsingar. OrkupólitíkHér vísar Sigrún til erindis sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni í október 2013 og skýrslu Umhverfisstofnunar um friðrlýsingar sama ár, þar sem lagt var til að verkefnastjórnin íhugi virkjanakosti sem eru í verndarflokki rammaáætlunar. Málið varð tilefni harðra deilna á Alþingi og í samfélaginu, en var þó bara ein alda deilumála af fjölmörgum sem hafa risið vegna rammaáætlunar að undanförnu. Gagnrýnendur hafa reyndar fullyrt að fé til friðlýsinga hafi verið skorið niður í þeim tilgangi einum að tryggja að virkjunarkostir í verndarflokki verði ekki friðlýstir. Þannig sé því haldið opnu að þeir verði nýttir til orkuvinnslu í framtíðinni. Má segja að stríðshanskanum hafi verið kastað þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, hætti við að undirrita friðlýsingu Þjórsárvera með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Var það vegna erindis Landsvirkjunar þar sem athugasemdir voru gerðar við málsmeðferðina – en friðlýsingin hefði þýtt að fyrirætlanir um Norðlingaölduveitu hefðu verið endanlega úr sögunni. En Sigrún bendir á að peningar skýri málið ekki til fulls. Stórt vandamál er að þegar svæði er sett í verndarflokk þá er svæðið ekki skilgreint sem friðlýsa skal – öfugt við náttúruverndaráætlun. Því er í þingskjalinu um flokkun kosta engin skýr leiðsögn um hvaða svæði á að friðlýsa. „Grunnurinn fyrir okkur í þessari vinnu þyrfti að vera skýrari og við höfum talið að skerpa verði á lögunum sjálfum,“ segir Sigrún. Bara hálf sagan sögðSigrún bendir hins vegar á að friðlýsing sé góðra gjalda verð en þar með sé aðeins hálf sagan sögð. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins og ná til 20% af flatarmáli Íslands. Á sama tíma eru aðeins til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Og það á sama tíma og náttúruminjar eru margar hverjar undir miklu álagi, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim, en eðlilega lítur ferðaþjónustan á friðlýst svæði sem matarholur með tilheyrandi álagi. Við þessu þarf að bregðast, segir Sigrún, með uppbyggingu og stjórnun á friðlýstum svæðum. Það verður best gert með gerð verndar- og stjórnunaráætlana. Annað sem kallar á slíka vinnu, sem er í forgrunni hjá Umhverfisstofnun vegna fjárskorts til friðlýsinga, má sjá á svokölluðum rauðum lista yfir svæði sem eru í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta. Spurð hvaða gildi friðlýsing hefur án verndar- eða stjórnunaráætlunar er svarið að þegar ákveðið hefur verið að friðlýsa svæði ætti áætlun að fylgja um hvernig svæðið verður varðveitt til framtíðar – eða góð drög að slíkri áætlun. Skylda til slíkrar áætlanagerðar hefur verið í lögum frá 1999, hið stysta, en lengi var lagt upp með að hún væri afar víðtæk. Það fari svo eftir viðkomandi svæði hvaða vægi friðlýsing hefur – skiptir litlu fyrir stað sem fáir vita af en miklu máli fyrir fjölsótt svæði. „Við vildum hafa áætlanirnar hnitmiðaðar og breyttum aðferðafræðinni sem skilar meiri afköstum. Öllum verkefnum hefur verið forgangsraðað og margar áætlanir langt komnar. Það er einhugur hjá Umhverfisstofnun og ráðuneytinu um að þessi vinna er gríðarlega mikilvæg og það sé í forgangi – að gera þetta í ljósi virkrar náttúruverndar.“UPPFÆRT: Upprifjun greinarinnar um deilur vegna rammaáætlunar eru allar frá hendi blaðamanns - skilja má að það sé hluti af samtali Fréttablaðsins við Sigrúni Ágústdóttur - en svo er ekki. Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira
Ekki eitt einasta af þeim 20 svæðum sem stokkast hafa í verndarflokk í núgildandi áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) hefur verið friðlýst – þvert á lög. Vinna við friðlýsingarnar liggur niðri en ástæðan er að fjármagn var skorið niður þrátt fyrir að ekki sé um stórar upphæðir að ræða. Áskorun LandverndarSigrún ÁgústsdóttirStjórn Landverndar sendi frá sér áskorun til Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, á þriðjudag þess efnis að tryggja fjármagn til friðlýsingar svæða í verndarflokki rammaáætlunar. Lögin voru samþykkt árið 2013 – eða fyrir tveimur og hálfu ári – en á þeim tíma hefur ekki eitt einasta svæði sem fellur undir lögin um rammaáætlun verið friðlýst. Þó bendir Landvernd á að stjórnvöldum beri samkvæmt lögum að hefja þegar í stað undirbúning að friðlýsingu svæða sem lenda í verndarflokki. Það er Umhverfisstofnun sem sinnir friðlýsingum. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 var fellt niður framlag til stofnunarinnar til friðlýsingar svæða og engar breytingar á því eru sjáanlegar í nýframkomnu fjárlagafrumvarp. Stjórn Landverndar skorar á ráðherra og alþingismenn að auka fjárframlög til friðlýsinga svo framfylgja megi lögum og skapa meiri sátt um virkjanamál á Íslandi. Aftur á núllpunktiÁrið 2013 var lagður mikilvægur grunnur að undirbúningi friðlýsinga svæða í verndarflokki rammaáætlunar hjá Umhverfisstofnun. Þegar þingsályktunartillagan var endanlega samþykkt í janúar var auglýst eftir starfsmönnum í verkefnið. Í samráði við umhverfis- og auðlindaráðuneytið var ákveðið að leggja áherslu í upphafi á svæði innan þjóðlendna. Haldinn var samráðsfundur með forsætisráðuneytinu í tengslum við þá áherslu og lagður grunnur að verklagi. Enn fremur voru haldnir nokkrir samráðsfundir með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, fulltrúum sveitarfélaga ásamt Náttúrufræðistofnun. Í lok árs var undirbúningsvinnan hins vegar sett á ís – og fjárskorti kennt um af fjárveitingavaldinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar bent á að mikinn hluta þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í samráði og kynningu þurfi að endurtaka ef sú bið verður löng. Því styttist í að þessi undirbúningsvinna sem þó hafði verið unnin fari fyrir lítið. 37,5 milljónirÞegar sú ákvörðun lá fyrir um áramótin 2013 og 2014 að peningar yrðu ekki veittir Umhverfisstofnun til friðlýsinga þá var í framhaldinu sex starfsmönnum sagt upp störfum. Þeir starfsmenn sem unnu að friðlýsingum höfðu aðeins verið hjá stofnuninni í eitt ár – sérstaklega ráðnir vegna friðlýsinga er tengdust rammaáætlun. Árið 2013 varði stofnunin 37,5 milljónum króna á núvirði til friðlýsinga – og átti það við bæði friðlýsingar tengdar rammaáætlun og samkvæmt náttúruverndaráætlun. Það er nefnilega svo að friðlýsingar eru í tengslum við rammaáætlun, náttúruverndaráætlun og samkvæmt tillögum sveitarfélaga, landeigenda eða annarra aðila. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að vinna hafi byrjað við alla 20 kostina sem voru settir í verndarflokk. Hins vegar hafi verkefnin verið komin mislangt þegar vinnan var aflögð, og af ýmsum ástæðum. Ein þeirra var sú að viðkomandi hagsmunaaðilar, sveitarfélögin ekki síst, voru í sumum tilfellum tvístígandi eða neikvæð gagnvart friðlýsingu á þeim svæðum sem voru þá komin í verndarflokk. Sumum kom einfaldlega á óvart að svæði í verndarflokki skyldi friðlýst. Síðar þegar verkefnastjórn rammaáætlunar hóf vinnu við 3. áfanga áætlunarinnar þá hafi fleira kynt undir efasemdum um friðlýsingar. OrkupólitíkHér vísar Sigrún til erindis sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórninni í október 2013 og skýrslu Umhverfisstofnunar um friðrlýsingar sama ár, þar sem lagt var til að verkefnastjórnin íhugi virkjanakosti sem eru í verndarflokki rammaáætlunar. Málið varð tilefni harðra deilna á Alþingi og í samfélaginu, en var þó bara ein alda deilumála af fjölmörgum sem hafa risið vegna rammaáætlunar að undanförnu. Gagnrýnendur hafa reyndar fullyrt að fé til friðlýsinga hafi verið skorið niður í þeim tilgangi einum að tryggja að virkjunarkostir í verndarflokki verði ekki friðlýstir. Þannig sé því haldið opnu að þeir verði nýttir til orkuvinnslu í framtíðinni. Má segja að stríðshanskanum hafi verið kastað þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfisráðherra, hætti við að undirrita friðlýsingu Þjórsárvera með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Var það vegna erindis Landsvirkjunar þar sem athugasemdir voru gerðar við málsmeðferðina – en friðlýsingin hefði þýtt að fyrirætlanir um Norðlingaölduveitu hefðu verið endanlega úr sögunni. En Sigrún bendir á að peningar skýri málið ekki til fulls. Stórt vandamál er að þegar svæði er sett í verndarflokk þá er svæðið ekki skilgreint sem friðlýsa skal – öfugt við náttúruverndaráætlun. Því er í þingskjalinu um flokkun kosta engin skýr leiðsögn um hvaða svæði á að friðlýsa. „Grunnurinn fyrir okkur í þessari vinnu þyrfti að vera skýrari og við höfum talið að skerpa verði á lögunum sjálfum,“ segir Sigrún. Bara hálf sagan sögðSigrún bendir hins vegar á að friðlýsing sé góðra gjalda verð en þar með sé aðeins hálf sagan sögð. Friðlýst svæði á Íslandi eru 114 talsins og ná til 20% af flatarmáli Íslands. Á sama tíma eru aðeins til þrettán verndar- og stjórnunaráætlanir fyrir þessi svæði. Og það á sama tíma og náttúruminjar eru margar hverjar undir miklu álagi, m.a. vegna aukins fjölda ferðamanna sem sækir Ísland heim, en eðlilega lítur ferðaþjónustan á friðlýst svæði sem matarholur með tilheyrandi álagi. Við þessu þarf að bregðast, segir Sigrún, með uppbyggingu og stjórnun á friðlýstum svæðum. Það verður best gert með gerð verndar- og stjórnunaráætlana. Annað sem kallar á slíka vinnu, sem er í forgrunni hjá Umhverfisstofnun vegna fjárskorts til friðlýsinga, má sjá á svokölluðum rauðum lista yfir svæði sem eru í verulegri hættu á að tapa verndargildi sínu eða hafa tapað því að hluta. Spurð hvaða gildi friðlýsing hefur án verndar- eða stjórnunaráætlunar er svarið að þegar ákveðið hefur verið að friðlýsa svæði ætti áætlun að fylgja um hvernig svæðið verður varðveitt til framtíðar – eða góð drög að slíkri áætlun. Skylda til slíkrar áætlanagerðar hefur verið í lögum frá 1999, hið stysta, en lengi var lagt upp með að hún væri afar víðtæk. Það fari svo eftir viðkomandi svæði hvaða vægi friðlýsing hefur – skiptir litlu fyrir stað sem fáir vita af en miklu máli fyrir fjölsótt svæði. „Við vildum hafa áætlanirnar hnitmiðaðar og breyttum aðferðafræðinni sem skilar meiri afköstum. Öllum verkefnum hefur verið forgangsraðað og margar áætlanir langt komnar. Það er einhugur hjá Umhverfisstofnun og ráðuneytinu um að þessi vinna er gríðarlega mikilvæg og það sé í forgangi – að gera þetta í ljósi virkrar náttúruverndar.“UPPFÆRT: Upprifjun greinarinnar um deilur vegna rammaáætlunar eru allar frá hendi blaðamanns - skilja má að það sé hluti af samtali Fréttablaðsins við Sigrúni Ágústdóttur - en svo er ekki.
Alþingi Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Sjá meira