Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 13:44 Freyja vill að allir geti stundað stjórnmál burtséð frá líkamlegum eiginleikum. Vísir/GVA „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“ Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
„Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“
Alþingi Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira