Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2015 10:28 Björk og Sigríður Ingibjörg virðast samkvæmt nýjustu fréttum veriða pólitískir andstæðingar. Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira