Glötuð tækifæri í fjárlögum Árni Páll Árnason skrifar 11. september 2015 10:00 Ný fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndarlegum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang. En það er sárt að sjá að þeir sem færðu fórnirnar fá ekki ávinninginn af viðsnúningnum. Skilaboðin til barnafjölskyldna í fjárlagafrumvarpinu eru einföld: Haldið áfram að flytja burt af landinu. Hækkandi laun valda því að grimmar tekjuskerðingar og tekjuviðmið í barnabóta-, vaxtabóta-, fæðingarorlofs- og húsaleigubótakerfi skilja fleiri og fleiri fjölskyldur á meðaltekjum eftir án nokkurs stuðnings af hálfu hins opinbera. Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir. Þessum stuðningskerfum var í upphafi ætlað að jafna aðstöðu þorra fólks eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum, en þau eru nú að breytast í láglaunabætur. Nú hefði verið kjörið að nýta svigrúm til að rýmka þessi skerðingarmörk í stað þess að láta þau óhreyfð. Það þarf líka að bæta í framlög til húsnæðismála. Ný framlög til leiguíbúða leysa ekki húsnæðisvandann og það er athyglisvert að þau eru einungis jafnhá og það sem ríkið sparar sér með því að ryðja meðaltekjufólki út úr vaxtabótakerfinu. Framlögin eru því í raun tilflutningur á peningum en ekki aukning til húsnæðismála. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram frumvarp til að tryggja að aldraðir og örorkulífeyrisþegar njóti umsaminna lágmarkslauna upp á 300.000 krónur. Það er ekki sæmandi að ætla öldruðum og þeim sem geta ekki unnið fyrir sér að lifa á lægri framfærslu en almennt er viðurkennt að sé lágmarksviðmið. Það er gott að fella niður tolla á fötum og skóm, en óskiljanlegt að ríkisstjórnin rembist áfram við að halda matarverði háu með ofurtollum á matvæli. Best hefði verið að nýta allt svigrúm til skattalækkana til að lækka tryggingagjaldið: Styðja þannig við nýsköpun og þekkingu og auðvelda fyrirtækjunum að hækka laun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ný fjárlög sýna að fórnirnar sem við færðum á síðasta kjörtímabili eru að skila þeim árangri að ríkisreksturinn skilar myndarlegum afgangi. Hann væri enn meiri ef ríkisstjórnin hefði ekki sett afslátt af auðlindagjöldum í forgang. En það er sárt að sjá að þeir sem færðu fórnirnar fá ekki ávinninginn af viðsnúningnum. Skilaboðin til barnafjölskyldna í fjárlagafrumvarpinu eru einföld: Haldið áfram að flytja burt af landinu. Hækkandi laun valda því að grimmar tekjuskerðingar og tekjuviðmið í barnabóta-, vaxtabóta-, fæðingarorlofs- og húsaleigubótakerfi skilja fleiri og fleiri fjölskyldur á meðaltekjum eftir án nokkurs stuðnings af hálfu hins opinbera. Útgreiddar vaxtabætur munu lækka um hvorki meira né minna en 1.500 milljónir. Þessum stuðningskerfum var í upphafi ætlað að jafna aðstöðu þorra fólks eins og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum, en þau eru nú að breytast í láglaunabætur. Nú hefði verið kjörið að nýta svigrúm til að rýmka þessi skerðingarmörk í stað þess að láta þau óhreyfð. Það þarf líka að bæta í framlög til húsnæðismála. Ný framlög til leiguíbúða leysa ekki húsnæðisvandann og það er athyglisvert að þau eru einungis jafnhá og það sem ríkið sparar sér með því að ryðja meðaltekjufólki út úr vaxtabótakerfinu. Framlögin eru því í raun tilflutningur á peningum en ekki aukning til húsnæðismála. Við í Samfylkingunni höfum lagt fram frumvarp til að tryggja að aldraðir og örorkulífeyrisþegar njóti umsaminna lágmarkslauna upp á 300.000 krónur. Það er ekki sæmandi að ætla öldruðum og þeim sem geta ekki unnið fyrir sér að lifa á lægri framfærslu en almennt er viðurkennt að sé lágmarksviðmið. Það er gott að fella niður tolla á fötum og skóm, en óskiljanlegt að ríkisstjórnin rembist áfram við að halda matarverði háu með ofurtollum á matvæli. Best hefði verið að nýta allt svigrúm til skattalækkana til að lækka tryggingagjaldið: Styðja þannig við nýsköpun og þekkingu og auðvelda fyrirtækjunum að hækka laun.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar