Vilhjálmur Bjarnason átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat Birgir Olgeirsson skrifar 10. september 2015 15:40 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það. Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. Við umræður um húsnæðismál á Alþingi fyrr í dag sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá þingmanni sem ekki kemst í gegnum greiðslumat. Þetta sagði Guðlaugur eftir að hafa lýst því yfir að hann hefði áhyggjur af því að stjórnvöld séu ekki að ná yfir húsnæðisvandann og hjálpa fólki að eignast húsnæði. Guðlaugur greindi ekki frá nafninu í ræðustól á Alþingi en nú er komið í ljós að þingmaðurinn sem um ræðir er Vilhjálmur Bjarnason. Vísir setti sig í samband við Vilhjálm sem sagðist ekki hafa hugmynd um það hvers vegna hann átti í svo miklum erfiðleikum með að komast í gegnum greiðslumat. „Ég tel mig vera ágætis dæmi um ruglið í greiðslumatinu, að einhvers staðar er pottur brotinn.“Skuldaði ekki krónu Vilhjálmur segist ekki hafa skuldað krónu þegar hann reyndi að fara í gegnum greiðslumatið seint á síðasta ári. „Greiðslan sem um var að ræða, hún var langt inn marka og eignin sem var undir gaf mér stöðugar tekjur og ég var í óttalegum erfiðleikum að komast í gegnum þetta,“ segir Vilhjálmur sem reyndi við tvo banka en vildi ekki láta fylgja sögunni hvaða bankar það voru. „Það skiptir engu máli. Ef menn vilja rannsaka fjárhag minn geta þeir fengið allar áhvílandi skuldir á fasteigninni sem voru nákvæmlega ekki ein einasta króna.“„Eitthvað mjög mikið að“ Hann segist ekki gera sér greint fyrir því hvað þurfi að laga til að koma þessu kerfi í betri farveg. „Ég bara sá að það var eitthvað mjög mikið að þessu að ég gæti ekki fengið þetta umbeðna lán, verandi í fyrsta lagi fjárhagslega sjálfstæður eins og þarna var lýst og mjög reynslumikill í banka, með mun meiri reynslu en þetta góða fólk.“ Vilhjálmur segir að ef fólk getur borgað leigu þá ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að borga sömu fjárhæð í afborgun. „Eins og ég hef alltaf sagt, þú borgar ekki prósentu, þú borgar krónur. Ef þú kaupir eign ertu að ganga inn í margra ára fjárhagsskuldbindingu sem leiðir til þess að þú borgar krónur en ekki prósentur. Í mínu tilfelli þá kom þetta veðhlutföllum ekkert við.“Uppfært klukkan 16:47Líkt og Guðlaugur Þór sagði á Alþingi í dag þá sagðist hann vita af þingmanni sem komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar kom í ljós að Guðlaugur Þór var að tala um Vilhjálm Bjarnason. Vísir ræddi málið við Vilhjálm og sló upp fyrirsögninni: Vilhjálmur Bjarnason komst ekki í gegnum greiðslumat. Síðar sagði Vilhjálmur að það hefði ekki verið alveg nákvæmt, hann hefði komist í gegnum greiðslumatið með miklum erfiðleikum og hefur því fréttinni verið breytt í samræmi við það.
Alþingi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira