Vinsamlegast hættið þessari vitleysu Birgir Örn Guðjónsson skrifar 24. september 2015 14:45 Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín sem er í fjórða bekk er að fara í samræmd próf í dag og á morgun. Ég skal viðurkenna að ég er pínu pirraður yfir því. Sérstaklega eftir að ég rak augun í eitt eldra próf sem hún var að æfa sig á. Þar las ég meðal annars eftirfarandi texta. Ég minni aftur á að þetta er fyrir fjórða bekk; „Sagan sagði að í fyrndinni hafi prestssetrið og kirkjan verið handa fjarðarins, á Hánefsstaðaeyrum, og þá var þar í grenndinni stór steinn, sem almennt var trúað að dvergar byggju í, þess vegna var hann kallaður Dvergasteinn. Þegar fram liðu tímar, þótti staðurinn og kirkjan einhverra hluta vegna óhaganlega sett þeim megin fjarðarins. Var því hvort tveggja flutt yfir fjörðinn. Steinninn var eins og nærri má geta skilinn eftir.“ Þetta er bara smá partur af lengri texta. Fyrirgefið en með hvaða týnda kaupskipi koma þessi próf eiginlega? Er tilgangurinn með þeim að láta börn fá það á tilfinninguna að þau séu vitlaus? Mikið hlýtur þessum fjórðu bekkingum að líða vel þegar þau sitja í þrúgandi prófa andrúmslofti og horfa skelkuð á þessi orð sem fyrir þeim flestum líta út sem útlenska. Þetta er heldur betur hvetjandi fyrir þessi grey. Þó ég sé fæddur upp úr miðri síðustu öld þá dó ég næstum því úr leiðindum við að lesa þennan texta. Við erum sko að tala um börn sem eru fædd árið 2006. Ég veit að mjög margir ef ekki flestir kennarar eru á móti þessu. Af hverju þarf að taka þessa umræðu á hverju ári? Hvernig í ósköpunum passa þessi samræmdu próf inn í eitthvað sem á að heita einstaklingsmiðað nám? Fyrir mér er þetta lítið annað en pissukeppni milli skóla sem segir manni ekkert um alla snillingana sem þar eru. Þegar ég var sjálfur í grunnskóla komst ég fljótlega að því að það væri ekki mikið spunnið í mig sem námsmann. Ég veit svo sem ekki hvað varð til þess nákvæmlega en væntanlega hefur eilífur samanburður við næsta mann verið partur af því. Það dró úr manni kjarkinn og manni fannst þetta ekki vera þess virði. Áhuginn á náminu hvarf hægt og rólega. Ég fékk kannski ekkert lélegar einkunnir en ekki heldur neitt góðar. Samkvæmt fyrir fram gefnum stöðum var ég meðalmennskan uppmáluð. Hver hefur gaman af því? Skólagangan hjálpaði mér því að moka yfir það sem ég hafði með moldinni sem kom upp úr holunni sem ég var látinn grafa í leitinni af því sem ég átti að vera. Ég var sennilega kominn yfir þrítugt þegar ég þorði loksins að gægjast upp úr þessari mold. Kannski er ég bara einn um að hafa upplifað þetta. Ég efast samt um það. Ég held meira að segja að því miður séu allt of margir grafnir í óöryggi og sannfæringu um eigin heimsku alla ævi vegna þess að þeir náðu ekki niðurskurði í prófakeppni skólakerfisins. Ég vona svo sannarlega að þessi samræmdu próf í dag og á morgun verði ekki til þess að draga kjarkinn úr þessum flottu krökkum. Ég bið þau ykkar sem eiga börn sem taka þessi próf að uppörva börnin ykkar og gera sem minnst úr þessum sirkus. Hjálpið þeim að vera örugg með það sem þau eru og hjálpið þeim að grafa eftir styrkleikum sínum. Þau ykkar sem stjórna þessu öllu vil ég vinsamlegast biðja um að hætta þessari vitleysu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun