Pellegrini: Þetta var heppnissigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 08:30 Sergio Aguero fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/EPA Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, viðurkennir að heppnin hafi verið með hans mönnum í 2-1 sigri á Borussia Mönchengladbach í Meistaradeildinni í gær. Gladbach-liðið komst í 1-0 en Joe Hart, markvörður Manchester City, hafði áður varið víti og fjölda annarra dauðafæra frá leikmönnum þýska liðsins. Nicolas Otamendi jafnaði metin og það var síðan Argentínumaðurinn Sergio Aguero sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu. „Við höfðum heppnina með okkur í þessum leik," sagði hinn 62 ára gamli Manuel Pellegrini eftir leikinn. Manchester City hafði tapað á móti Juventus, West Ham og Tottenham í síðustu fjórum leikjum sínum og sigurinn var því nauðsynlegur. „Við áttum ekki skilið að tapa leikjunum á móti Juventus og West Ham. Við áttum kannski ekki skilið að vinna í kvöld en við gerðum það," sagði Pellegrini. Manchester City mátti alls ekki við því að vera stigalaust eftir tvær fyrstu umferðir Meistaradeildarinnar en eftir þennan sigur er liðið í þriðja sæti riðilsins. Liðið á nú aftur ágæta möguleika á því að komast áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þó að mikið sé enn eftir að riðlakeppninni. Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, var ekki með í gær vegna meiðsla og Yaya Toure fór meiddur af velli í hálfleik. Næst er leikur við Newcastle um helgina og svo tveggja vikna landsleikjahlé. „Við þurfum á þessu landsleikjahléi að halda því það eru átta leikmenn meiddir og ekki of margir möguleikar í stöðunni. Það er mikilvægt fyrir leikmennina okkar að ná sigri á móti Newcastle á laugardaginn og eftir það eru fimmtán dagar í næsta leik," sagði Pellegrini.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Agüero bjargaði Manchester City fyrir horn Manchester City er búið að tapa tveimur leikjum í röð í deildinni og liðið tapaði einnig fyrsta leiknum í Meistaradeildinni. 30. september 2015 20:30